Allt um íþróttir - 01.04.1951, Síða 3
ALLTUM ÍÞRÓTTIR
TÍMARIT UM INNLENDAR DG ERLENDAR ÍÞRDTTIR
RITSTJDRAR :
RAGNAR INBDLFSSPN □□ □ R N EIÐSSQN
ÁBYRGÐARMAÐUR:
□ ÍSLI ÁSMUNDSSDN
4- HEFTI APRÍL II. ÁRG.
UTANÁSKRIFT:
TÍMARITIÐ ÍÞRÓTTIR,
VÍÐIMEL 31
SÍMI: 5D55 - KL. 9-11 ÁRD. -
Það verður mikið fjör í íþrótta-
lífinu hér í sumar, eins og verið
hefur undanfarin sumur.
Knattspyrna og frjálsíþróttir
eru þær íþróttagreinar, sem mest
eru iðkaðar og athygli fólksins
beinist aðallega að. Knattspymu-
menn okkar þreyta landskeppni
við tvær af bræðraþjóðum okkar,
Svía og Norðmenn. Keppnin gegn
Svíum fer fram hér í Reykjavík,
en hin í Osló. Hingað eru einnig
væntanleg félög frá Englandi og
Noregi til keppni við knattspyrnu-
menn okkar. En hvemig hafa nú
knattspymumennirnir æft fyrir
þetta erfiða keppnistímabil? Sem
betur fer hefur heyrzt, að þeir
hafi sjaldan eða aldrei tekið æf-
ingamar alvarlegar en einmitt nú.
Líkumar fyrir sigri í þessum
landskeppnum, eru samt ekki
miklar, þó að ekki sé alveg von-
laust í Osló. Um áramótin var
skipuð landsliðsnefnd og er von-
andi, að hún taki þessi mál föst-
um tökum, strax og mótin byrja
í vor.
Frjálsíþróttamennimir verða
heldur ekki aðgerðarlausir frekar
en undanfarið. Þeir hafa nú þegar
skipað sér virðulegan sess í frjáls-
íþróttalífi Evrópu og eru mjög
eftirsóttir til keppni. Hápunktur-
inn hjá þeim í sumar verður
keppnin milli Norðmanna, Dana
og íslendinga, sem fer fram í Osló
28. og 29. júní. Við höfum vonir
um sigur, en þá verður heppnin
líka að vera okkur töluvert hlið-
holl.
I fyrrasumar voru gerðar mikl-
ar og gagngerðar umbætur á Mela-
vellinum í Reykjavík, en hann er
miðstöð alls íþróttalífs hér á landi
yfir sumartímann. En vallarstjórn
lét ekki staðar numið, því að unn-
ið hefur verið að endurbótum á
búningsklefum og öðmm mann-
virkjum þar í allan vetur. Iþrótta-
mennirnir og allir, sem heimsækja
völlinn, en þeir eru nú orðnir all-
margir árlega, eru þakklátir vall-
arstjórn og vallarstjóra fyrir fram-
takssemi og dugnað og vona að
framhald verði þar á.
IÞRÓTTIR
111