Allt um íþróttir - 01.04.1951, Qupperneq 7
Heimsmeistarar í skák 1H:
WILHELM STEINITZ
-- 1866—1894 -
Þegar ljóst var orðið, í hverju
yfirburðir Morphys lágu, og skák-
meistaramir höfðu tileinkað sér
meðferð hans á opnum stöðum, lá
beint við að rannsaka meðferð lok-
uðu staðanna, einkum þó og sér í
lagi vegna þess að sífellt erfiðara
reyndist að ná yfirburðum í op-
inni stöðu eftir því sem skilning-
urinn á þeim jókst. Brautina í
þeim rannsóknum ruddi Austur-
ríkismaðurinn Wilhelm Steinitz,
sem fyrir rannsóknir sínar tókst
að öðlast meiri og dýpri innsýn í
skákina en flestum samtímamönn-
um hans, tókst að verða nær ein-
valdur í skákheiminum um þrjá
áratugi. Árið 1866 háði hann ein-
vígi við Anderssen í París og sigr-
aði hann með 8—6 í jafnteflis-
lausu einvígi. Eftir það tók hann
sér titilinn heimsmeistari í skák,
og varð þannig fyrstur manna til
að gera heimsmeistaratitilinn að
opinberri nafnbót og jafnframt
fyrstur manna til að lifa eingöngu
á skákiðkunum sínum. Síðan Stei-
nitz tók sér þann titil, hefur ver-
ið siður, allt til 1946, að til að öðl-
ast hann, hafi orðið að skora á
heimsmeistarann til einvígis.
Steinitz fæddist 18. maí 1836 í
Prag og hélt ungur til náms í
Vínarborg. Þar hófust afskipti
hans af skák í skákfélagi borgar-
innar, sem síðar átti eftir að fóstra
svo marga snillinga. Eftir 4 ára
dvöl í Vín fór hann sem fulltrúi
Austurríkis á skákmót í London
1862 og dvaldist þar til 1882, er
hann fluttist yfir til New York,
þar sem hann hafði aðsetur til
dauðadags, 12. ágúst 1900.
Steinitz tók þátt í mörgum al-
þjóðaskákmótum, í London 1862
varð hann 6., í Baden-Baden 1870
varð hann 2. á eftir Anderssen,
í Vín 1873 efstur, og í London
1883 annar. í síðastnefnda mót-
inu varð Pólverjinn J. Zuckertort
efstur, en þeir Steinitz voru tví-
mælalaust sterkustu skákmenn
sinnar samtíðar. Þremur árum síð-
ar tefldu þeir fyrsta opinbera ein-
vígið um heimsmeistaratitilinn í
New York, St. Louis og New Or-
leans. Bar Steinitz hærra hlut,
fekk 12i/2 vinning gegn 7y2 (vann
10 skákir, gerði 5 jafntefli og tap-
aði 5).
Næstu árin varði hann titilinn
nokkrum sinnum, gegn Rússanum
M. Tschigorin 1889 og 1892 í Ha-
vana og Englendingnum Gunsberg
sama ár.
Um þetta leyti var að koma
fram á sjónarsviðið ungur þýzkur
heimspekingur, sem skoraði á
Steinitz og vann af honum titilinn
í New York 1894 með 12 vinning-
IÞRÖTTIR
115