Allt um íþróttir - 01.04.1951, Qupperneq 16
PAAVO NURMI
Frægasti íþróttamaður Finnlands fyrr og síðar.
Sumum finnst þetta kannske
fulldjúpt tekið í árina, en þó að
öll afrek Nurmi’s hafi verið máð
burt af heimsmetaskránni, mun
minningin um afrek hans lifa um
ókomnar aldir, svo einstæð og góð
voru þau.
Það var árið 1919, sem Nurmi
Hér sést Paavo Nurmi í víöavangs-
hlaupi Olympíuleikjanna 1921/.
var uppgötvaður, en með alveg sér-
stökum hætti. Uppgötvunin skeði
á kappleik, en ekki á hlaupabraut
eða íþróttavelli, heldur kappgöngu
hermanna úr finnska hemum, sem
fram fer árlega úti á víðavangi.
Hermennimir em látnir ganga um
20 km. leið með 10 punda sand-
poka á bakinu og í fullum her-
klæðum, þeir mega fara eins hratt
og þeir vilja. í þessari kappgöngu
var Nurmi hálfri klukkustund á
undan næstá manni í mark, og þá
var það sem finnskir þjálfarar fóm
fyrst að veita honum athygli. Á
þessu ári hljóp Nurmi 3 km. á
8:58.1 mín., 5 km. á 15:31.5 og
10 km. á 32:56.0.
Næsta ár vom Ólympíuleikar,
og þar var Nurmi meðal keppenda
bæði í 5 og 10 km. hlaupum. Þá
tók hann og þátt í víðavangshlaupi,
sem þá var enn meðal Ólympíu-
greina. Honum tókst að sigra í
tveim síðamefndu greinunum og
verða annar í 5 km.
Nurmi æfði mjög mikið bæði á
hlaupabraut og svo í skóglendi,
eins og þolhlauparar þar í landi
gera mjög mikið. Hann hafði þann
einkennilega sið að hlaupa alltaf
með skeiðklukku í hendinni, bæði
á æfingum og í keppnum. Hann
reiknaði út tímann fyrir hvern
hring í hverju hlaupi og hljóp al-
veg samkvæmt því. Að hans áliti
varð þetta honum að miklu liði.
124
IÞRÓTTIR