Allt um íþróttir - 01.04.1951, Blaðsíða 21
að æfa með þeim af vanmætti 15
ára gamall og seinþroska og sýndi
með flokknum vorið 1946 og næstu
tvö ár. Á þessum árum gekk ég í
félagið og hefi síðan keppt undir
merki þess. Þá hafði ég fengið
lítils háttar kynni af frjálsum
íþróttum, en það byrjaði ekki vel.
Vorið 1947 meiddist ég í keppni
og var frá æfingum mestallt sum-
arið. Auk þess var áhugi á frjáls-
um íþróttum lítill á Akureyri og
aðstaðan vond. Nú er hið fyrr-
nefnda breytt, áhuginn mikill a.
m. k. hjá íþróttamönnunum sjálf-
um, en aöstaðan litlu betri. Að
vísu er nú ný hlaupabraut full-
gerð, sem vonandi verður góð, en
ennþá vantar það, sem ég tel
skipta miklu meira máli, og það
eru böð og búningsklefar. Það má
vel æfa íþróttir á lélegum velli eða
eyrum — eins og háttar til á Ak-
ureyri — ef böð eru á staðnum.
Hins vegar tel ég nær frágangs-
sök að þurfa að klæða sig úr á
bersvæði í misjöfnum veðrum —
kannske rigningu — og fara svo
sveittur í fötin að lokinni æfingu.
Þannig hefur aðstaðan verið á Ak-
ureyri og er áreiðanlega víðar á
landinu, en það sem verst er: —
Þetta batnar ekkert með nýja vel-
inum.
Veturinn 1948—49 ákvað ég að
æfa frjálsar íþróttir innanhúss og
síðan hef ég litla rækt lagt við
leikfimina — því miður. En fyrr-
greindan vetur geisaði óvenjuleg
mænuveiki á Akureyri, Akureyr-
arveikin svonefnda, og tók ég
hana. Ég lá í 2 mánuði, en bein
áhrif veikinnar stóðu mér fyrir
þrifum í hálft annað ár. Sumarið
1949 tók ég þó þátt í erfiðum
keppnum og æfði eftir mætti, en
framfara gætti varla, enda of
geyst af stað farið.
Síðustu tvo vetur hef ég átt því
láni að fagna að iðka íþróttir ein-
göngu undir tilsögn Benedikts
Jakobssonar, og er það ómetan-
legur fengur.
En hver er nú árangurinn af
þessu bröllti? Því er fljótsvarað,
ef einhvem fýsir að vita um hann.
Síðustu tvö ár hef ég verið fimm-.
faldur Akureyrarmeistari í frjáls-
um íþróttum eða þessum greinum:
100 og 200 m. hlaupum, langstökki
þrístökki og fimmtarþraut. Það
sýnir, að ég er ekki við eina fjöl-
ina felldur, en spretthlaup er þó
mín eftirlætisgrein. Beztum ár-
angri hef ég þó ekki náð í neinni
þessara greina, heldur langstökki
án atrennu, 3.15 m. Tvisvar hef
ég tekið þátt í keppni í fimleika-
tugþraut og orðið sigursæll. Aðr-
ar íþróttir stunda ég ekki að jafn-
aði.
Þegar penninn er kominn af
stað, finn ég, að það er ýmislegt,
sem ég hefði viljað minnast á hér
viðvíkjandi íþróttunum, en eitt af
því verður að nægja.
Hér að framan minntist ég laus-
lega á þá aðstöðu, sem frjáls-
íþróttamenn á Akureyri og víðar
á landinu búa við. Mér er hún
hinn mesti þyrnir í augum. Það
er reynd undanfarinna ára, að
margir efnilegustu og beztu
íþróttamennimir utan Reykjavík-
ÍÞRÖTTIR
129