Allt um íþróttir - 01.04.1951, Page 24

Allt um íþróttir - 01.04.1951, Page 24
Afreksmenn í frjálsíþróttum VI: Bœtir da Silva heimsmetið í þrístökki í sumar? Margir eru á móti þrístökki og telja það skaðlegt fyrir frjáls- íþróttamanninn. Okkar þrístökkv- arar hafa a. m. k. fengið að kenna á því, t. d. methafinn okkar, Stef- án Sörensson. En ástæðan fyrir því er eða var okkar harða braut, sem nú hefur verið lagfærð. Hvað um það, þó að þrístökkið sé ekki að sumu leyti gott, er reglulega gaman að sjá það vel stokkið, og líklega mun það lifa á meðan frjálsíþróttir eru iðkaðar. Sú þjóð, sem fremst hefur stað- ið í þessari grein, eru Japanir, en þeir hafa tvo síðustu áratugina átt hvem manninn öðrum betri. Finnar, Ástralíumenn og nú síðast Rússar hafa einnig átt góða þrí- Arne Ahman, ölymplumeistarl í þrístökki. stökkvara. Þrátt fyrir mikið stökk- veldi Bandaríkjanna eiga þeir að- eins einn af 20 beztu þrístökkv- urum heimsins; það er D. Aheam, sem 1911 stökk 15.52 m. Síðustu árin hefir árangur beztu þrístökkvara heimsins verið frek- ar slakur, miðað við árangur fyr- ir stríð, en í fyrra eða um síðustu áramót stökk Brasilíumaðurinn Adhemar Ferreira da Silva 15.83 m. og skömmu seinna jafnaði hann heimsmet Tajima og stökk 16.00 m. Meira að segja var eitt ógilt stökk hans 16.03 m. mælt frá tá. Þessi frábæri árangur, sem ekki virðist nein tilviljun, gefur vonir um, að vænta megi heimsmets í þessari grein strax á næsta sumri. f blaðaviðtali skömmu eftir 16 m. stökkið sagði da Silva, að kom- ið gæti til mála, að hann færi til Skandinavíu í sumar. Þar bjóst hann jafnvel við, að hægt væri að stökkva 16.20—16.30 m., því að hann hafði heyrt, að þar væru beztu aðstæðumar til frjáls- íþróttakeppni. Ef da Silva tekst þetta ekki, eru Ólympíuleikir næsta ár og þar verður hann sjálf- sagt meðal keppenda, kannske hann bæti metið þá, eins og gert var á leikjunum 1932 og 1936. Eins og minnzt var á í byrjun þessa greinarstúfs, hefur brautin 132 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.