Allt um íþróttir - 01.04.1951, Page 27

Allt um íþróttir - 01.04.1951, Page 27
Landskeppnirnar í Osló. Það er nú kunnugt, að í sam- bandi við þriggja-landa keppnina í Osló hafa Danir komið fram með þá tillögu, að stigaútreikningurinn skuli ekki byggjast á 7-5-4-3-2-1, heldur eins og í tveggja landa keppni, 5-3-2-1 (þ. e. a. s. keppni íslendinga við Norðmenn verði reiknuð sér og keppnin við Dani sér). Norðmenn hafa gengið að þessu og er nú beðið eftir svari íslend- inga. Enginn vafi er á því, að með því að ganga að tillögu Dana, aukast möguleikar okkar á að sigra báð- ar þjóðirnar. Verður nánar vikið að þessu síðar. Norskur fimleikamaður hér. Nýlega kom hingað á vegum K.R. norski fimleikamaðurinn Odd Bye-Nilsen, þjálfari norskra fim- leikamanna fyrir næstu Ólympíu- leika. Hann hefur æft og sýnt með KR-ingum undanfarið og gera þeir sér vonir um góðan ár- angur af veru hans hér. Nilsen er mjög góður fimleika- maður, var t. d. norskur meistari 1934—39, og var í fyrra í bezta 6-manna flokki Oslóar. „Þeir munu vekja athygli á næstu Ólympíuleikjum." Norski skíðagöngukennarinn Jo- hannes Tenmann, sem hefur kennt norðanlands og vestan í vetur, sagði í viðtali við ritstj. skömmu áður en hann fór af landi burt, að göngumenn okkar væru mjög efnilegir, og þeir mundu vekja at- hygli á næstu Ólympíuleikjum. Tenmann lagði til, að sendir yrðu 6 menn, þrír í 50 km. göngu og 3 í 18 km., en auk þess kepptu þeir í boðgöngu. Væri skynsam- legast, að Þingeyingarnir æfðu og tækju þátt í 50 km., en ísfirðing- amir í 18 km., og þeir, ásamt ein- um Þingeyingi, kepptu í boðgöng- unni. Þingeyingamir væm eldri og þrekmeiri og ættu þar af leið- andi að æfa á lengri vegalengd- inni, en ísfirðingarnir allir ungir, um tvítugt, og ekki hollt að spreyta sig um of. — Enn fremur sagði Tenmann, að þetta fyrirkomulag mundi gefast bezt, vegna þess, að þeir gætu þá hvorir um sig æft saman ákveðna vegalengd. Hann kvaðst vera tilbúinn að koma aftur í haust, ef þess væri óskað, og þjálfa göngumennina, en taldi rétt, að þeir yrðu svo sendir út til Noregs mánuði fyr- ir Ólympíuleikana, til þess að venja sig við landslag það, sem keppt verður á. Tenmann tók sérstaklega framr að einn göngumannanna, ívar Stefánsson, Þingeyjarsýslu, byggi yfir jafnmikilli „teknik“ og beztu göngumenn heimsins. Hann þyrfti að æfa betur þolið og yrði þá fær í flestan sjó. Útsölumenn óskast. Ritið óskar eftir útsölumönnum um allt land. Hafið samband við okkur sem fyrst. IÞRÓTTIR 135

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.