Allt um íþróttir - 01.04.1951, Side 28

Allt um íþróttir - 01.04.1951, Side 28
Frjálsíþróttafélag Siglufjarðar hélt laugard. 3. mars 1951 fyrsta innanhússmót, í frjálsíþróttum, sem haldið hefur verið hér í bæ. Þátttaka var allgóð eða 5—7 í hverri grein og árangur vel við- unandi. Mótstjóri og dómari var Jóhannes Jónsson íþróttakennari. Árangur 3 fyrstu manna varð þessi: HástökJc án atrennu: 1. Jóhannes Þ. Egilsson .... 1.47 m. 2. Guðmundur Árnason .... 1.32 — 3. Haraldur R. Árnason .... 1.27 — Langstökk án atrennu: 1. Jóhannes Þ. Egilsson .... 2.98 m. 2. Arthúr Sumarliðason .... 2.83 — 3. Haraldur R. Árnason .... 2.82 — Þrístökk án atrennu: 1. Jóhannes Þ. Egilsson .... 8.90 m. 2. Haraldur R. Árnason .... 8.82 — 3. Guðmundur Árnason .... 8.80 — Árangur fyrsta manns var Siglu- fjarðarmet í ölium greinunum. Allir úr F.Í.S. Jóhannes Þ. Eg- ilsson er drengur ennþá, og með góðri æfingu gæti hann náð langt. Haraldur R. Ámason er nýr kepp- andi og hefur aldrei áður reynt sig í frjálsíþróttum. Með íþróttakveðju, Siglufirði, 7. mars 1951, Arthúr. Handknattleikur: Skemmtilegt afmælismót. Knattspymufél. Valur gekkst fyrir útsláttarkeppni í hand- knattleik um síðustu mánaðamót í tilefni 40 ára afmælis síns. Afmælisbarninu og íslands- meisturunum tókst að sigra í mót- inu, en þó ekki með yfirburðum, því að nýja A-deildarliðið, K.R., komst í úrslitin, eftir að hafa sigrað Ármann með 9:6. í úrslit- imum sigraði svo Valur K.R. með 3:2 og mátti því ekki tæpara standa. Lið K.R. er að verða skemmtilegasta liðið, allir menn- imir jafnir og ungir, markmaður- inn mjög góður. Valsmenn eru alltaf öruggir og rólegir, skyttur góðar, sérstaklega Halldór Láms- son og Valur. Víkingur vann Fram í fyrstu umferð og sýndi, að sigurinn yfir þeim á íslandsmótinu var ekki til- viljun. Annars var mót þetta hið skemmtilegasta í hvívetna og Val til mikils sóma. SPREYTTU ÞIG! Svör við spumingum á bls. 114. 1. Benedikt G. Waage. 2. Var aflýst vegna snjóleysis í Reykjavík. 3. Jóhannes Jósepsson glímu- kappi, á Ólympíuleikunum í London 1908. 4. Frímann Helgason. 5. Sund. 6. Þorsteinn Einarsson. 7. Noregi. 8. Skíðasamband íslands. 9. íþróttabandalag Reykjavíkur. 10. Árið 1950. 136 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.