Allt um íþróttir - 01.04.1951, Page 29
Bretland.
í alþjóðlegri keppni í
víðavangshlaupi, er fór
fram við Caerleon í Bret-
landi síðast í marz, bar sveit Breta
sigur úr býtum, hlaut 47 stig;
franska sveitin fekk 54, sú belg-
iska 99. Frakkar unnu þessa
keppni á síðasta ári. Vegalengdin
var um 15 km. Fyrstur í mark
varð Bretinn Geoffry Saunders á
54 mín. 7 sek., um 150 m. á und-
an landa sínum, Frank Aaron, en
álíka langt á eftir kom svo Frakk-
inn Cerou.
Síðustu vikurnar hafa línumar
skírzt mjög í deildakeppninni,
einkum þó í I. deild. Tottenham
Hotspur nægir 3 stig til að tryggja
sér meistaratitilinn, sem Ports-
mouth hefur haldið undanfarin 2
ár, en alls verða leiknir 42 leikir.
Þegar erfiðar fór að ganga hjá
Middlesbrough, sem m. a. tapaði
fyrir Derby 6-0, Stoke 2-0 og Ful-
ham 2-1, færðu 6 sigrar í röð
Manchester United í 2. sætið, en
Tottenham bar jafnhratt undan,
og er Manch. Un. beið ósigur í 38.
leik sínum fyrir Stoke (2-0), en
Tottenham sigraði í Newcastle,
virðist auðséð, hvar fáni meistar-
anna verði dreginn að hún.
Svipuðu máli gegnir um fall-
baráttuna í I. deild, því það má
telja víst, að hin frægu félög
Chelsea og Sheffield Wednesday
muni leika i II. deild að hausti.
Sheffiel d Wednesday reyndi að
styrkja liðið, með því að kaupa
annan innherja Notts County,
Jackie Sewell, fyrir 34.000 sterl,-
pd., sem er langsamlega hæsta
upphæð, sem gefin hefur verið
fyrir leikmann í Englandi.
Staðar er nú í I. deild:
Tottenham 38 23 9 6 77-40 55
Manch. Utd. 38 21 710 62-39 49
Blackpool 38 19 9 10 75-47 47
Middlesbro 37 1810 9 73-56 46
Arsenal 39 18 813 69-52 44
Newcastle 36 1512 9 57-49 42
Burnley 39 14 14 11 47-39 42
Bolton 37 17 614 60-54 40
Portsmouth 37 14 12 11 61-62 40
Liverpool 38 15 10 13 51-55 40
Stoke City 39 12 14 13 43-47 38
Wolves 35 14 714 66-49 35
Derby C. 37 14 716 73-67 35
Sunderland 38 10 14 14 54-70 34
Charlton A. 38 13 8 17 56-74 34
W.B.A. 39 12 10 17 49-55 34
Fulham 38 111116 45-60 33
Aston Villa 38 10 1117 54-61 31
Huddersf. 38 13 5 20 59-84 31
Everton 38 11 819 46-74 30
Chelsea 36 8 8 19 43-59 24
Sh. Wedn. 37 8 8 20 50-78 24
Það er nú orðið öruggt, að
Preston North End muni leika í
I. deild á næsta leiktímabili. Eftir
14 sigra í röð hjá P.N.E., tókst
Southampton að ná jöfnu gegn því
í 38. umf. og síðan kom aftur-
IÞRÓTTIR
137