Allt um íþróttir - 01.04.1951, Page 31

Allt um íþróttir - 01.04.1951, Page 31
Noregur. BNorska knattspymu- sambandið hefur nýlega gefið út tilkynningu um fyrirhugaða landsleiki á næsta leiktímabili. Fyrst og femst verð- ur leikið við frændþjóðimar í Norrænu bikarkeppninni, en auk þess verða leiknir 4 leikir aðrir, 15. maí við áhugamannalið Eng- lands (í Middlesbrough), Eire í Osló 30. maí, Holland 6. júní í Rotterdam, og ísland 25. júlí í Osló. Heikki Hasu sigraði Simon Slátt- vik í tvíkeppni (göngu og stökk- um), sem nýlega fór fram í Mo í Rana. Hasu var þó bara þriðji í stökkum, sem Sláttvik sigraði í. Margir beztu frjálsíþróttamenn Frakka munu keppa í Noregi í sumar. Á Noregsmeistaramótinu í svigi og bruni sigraði Gunnar Hjeltnes í í síðamefndu greininni, en Erik- sen varð nr. 2. Eriksen sigraði aft- ur á móti í sviginu. Hans Bjömstad er nú í góðri þjálfun og hefur undanfarið sigr- að á mörgum skíðastökkmótum m. a. Hoel, Falkanger og fleiri af beztu stökkmönnum Noregs. Belgía. Belgíumeistaramir léku í marz í Brússel við Portsmouth, ensku meistarana, sem báru sigur úr býtum með 2-1. Gaston Reiff leynir því ekki, að hann hefur hug á að slá heimsmet Hággs í 5000 m. (13:58.2). Hann hefur æft vel í allan vetur og von- ast til að verða í betri þjálfun en nokkru sinni áður. Til Svíþjóðar fer hann í ágúst og býst við að keppa þar ásamt Tékkanum Emile Zatopek, sem er í sömu hugleiðingum og hann. Holland. Enska 1. deildar-liðið Middlesbrough lék fyrir nokkru í Amsterdam gegn hollenzka landsliðinu, sem sigraði örugglega, 4-1. Finnland. Finnar sigruðu í skíða- landskeppninni við Norðmenn með 204 stig- um gegn 195. Sipilá (F.) sigraði í 18 km. göngu og Hasu (F.) í tví- keppninni. Finnar sigruðu og í boðgöngu, en í öðrum greinum voru úrslit Holmenkollen-mótsins látin gilda. Ástralía. Undanfarið hafa far- ið fram frjálsíþróttamót í Ástralíu. Á móti í Mel- bourne vann H. Jack langst. með 7.16, annar varð P. Leane 7.05, B. Moore vann 100 yds á 9.8, ann- ar varð M. Morris á sama tíma, 3. grindahl. Weinberg á 9.9. H. Jack vann einnig þrístökk á 14.64. Á móti í Sidney um svipað leyti vann Treloar 220 yds. á 21.6, ann- ar varð Kevin Reede (19 ára) á 21.8, spjótkast vann Lettlending- urinn Hakelis 63.62, 440 yds. gr. G. Goodare á 53.6. ÍÞRÓTTIR 139

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.