Allt um íþróttir - 01.10.1951, Síða 21
þarna á skíðum og í fimleikum,
hefur reynzt mér haldgóð, enda er
það mál manna, þeirra er eitthvað
til þekkja, að auðveldast sé á aldr-
inum 8—12 ára að nema og til-
einka sér grundvallaratriði líkams-
íþrótta.
Þegar sumraði og snjóa leysti,
voru fótboltarnir blásnir upp og
leitað að þurrum bletti að sparka á.
Var þá oft leikið myrkranna á
milli, án þess að teljandi þreytu-
merki sæust á neinum. Má af þessu
marka áhugann og þolið.
Handbolti var ekki mikið iðkað-
ur í Súgandafirði, fyrr en um það
leyti sem ég fór þaðan, en nú þykja
Súgfirðingar einhverjir snjöllustu
handboltamenn á Vestfjörðum og
hafa oft síðan hreppt meistaratitil
Vestfjarða í þeirri grein.
Aftur á móti kvað þar mikið að
sundi. Við lærðum flest að synda
fimm til sjö ára, og var sund-
kunnáttunni vel haldið við, þótt
langt væri í laugina. Það vildi svo
til, að fyrsta íþróttakeppni mín
var 1 bringusundi á héraðsmóti
Vestur-Isafjarðarsýslu, en þar lán-
aðist mér að ná fyrsta sæti í mín-
um aldursflokki.
Haustið 1945 fluttist ég til
Reykjavíkur og varð þá algert hlé
á íþróttaiðkunum mínum fyrstu
tvö árin. Var það ekki fyrr en ég
kom í menrítaskólann, að ég tók
að nýju til við íþróttir. Ég gekk
í íþróttafélag Reykjavíkur um þær
mundir og eignaðist þar brátt góða
félaga.
Vaknaði nú aftur áhuginn fyrir
skíðunum og kynntist ég fljótlega
ýmsum listum þeirrar greinar.
Þykir mér það enn sem fyrr
skemmtilegust íþrótt og bezt til
þess fallin að hrista af mönnum
bæjarslenið. Skólanemar ættu öll-
um fremur að stunda skíðaferðir
sér til fjörsauka og hressingar.
í Reykjavík komst ég fyrst í
kynni við frjálsíþróttir og hef ég
stundað þær talsvert undanfarin
tvö sumur og fallið vel viðkynn-
ingin.
Hvað íþróttir snertir almennt,
þá hef ég mótað mér skoðanir um
gagnsemi þeirra, að nokkru leyti
af eigin reynslu. Vil ég þá fyrst
og fremst telja sundið þá íþrótt,
sem helzt hæfir börnum og ung-
lingum og stuðlar bezt að rétt-
vöxnum líkama og stæltum. Fim-
leikar og frjálsíþróttir efla mjög
snerpu og þolgæði líkamans og eru
vel til þess fallnar að viðhalda og
auka þá þjálfun, sem hafin var
með sundinu. Aðrar greinar íþrótta
svo sem knattleikir og fleiri hóp-
íþróttir, reyna mikið á og þroska
samstarfshæfni manna. Skíða-
íþróttin og hliðstæðar útiíþróttir
hafa einnig góðu hlutverki að
gegna. Þær auka áræði og vilja-
þrek, en verða auk þess oft að
ómetanlegu gagni í erfiðu björg-
unarstarfi. — En allar íþróttir eiga
það sammerkt, að þær eru ágæt
dægrastytting, og veita þannig
nauðsynlega tilbreytni og hvíld frá
hversdagslegu starfi.
Valdimar Örnólfsson.
IÞRÖTTIR
343