Allt um íþróttir - 01.10.1951, Page 23
íþróttamenn undir smásjánni. "■■■■“
Keppnin í 400 metra hlaupi Evrópumeistaramótsins 1950 var mjög
hörð og tvisýn. Bæði í undanrásum, milliriðlum og úrslitum var bar-
izt um hvern sentímetra. Okkar ágæti Guðmundur Lárusson var
þar með og stóð sig með miklum ágætum, eins og ílestir muna.
Sá, sem sigraði í þessu hlaupi, var Skotinn Derek C. Pugh, en
hann er kornungur, aðeins 25 ára og verkfræðingur að menntun.
Segja má, að Pugh hafi verið mjög heppinn í úrslitunum að fá 2.
braut, en hún er af flest-öllum talin sú bezta. Hann vann verð-
skuldaðan sigur, hljóp á 47.3 sek., sem er bezti tími, sem náðst
hefur í 400 m. hlaupi á Evrópumeistaramóti.
Pugh hefur lítið keppt í sumar, en varð þó enskur meistari á
440 yds. á nýja mettímanum 47.9 sek. Frá því í ágúst hefur hann
ekkert æft, en hugsar sér að hvílast vel, áður en tekið verður til
við æfingar fyrir Ólympíuleikana.
Á Ólympíuleikunum 1948 komust þrír Bandaríkjamenn í úrslita-
hlaup 400 metranna, tveir Jamaicamenn og einn Ástralíumaður.
Aðeins tveir Evrópubúar komust í undanúrslit,, annar var sleginn
út, en hinn mætti ekki til leiks. Pugh sagði í blaðaviðtali nýlega,
að ekki væri útilokað, að hann kæmist undir 47 sek. næsta sumar,
og þá ér kannske von til þess, að Evrópumaður verði meðal sex
hinna fyrstu.
Sé svo ekki, er sannarlega kom-
inn tími til að breyta um.
W.
SPREYTTU ÞIG — !
Svör við spurningum á bls. 338:
1. íþróttafélag Miklaholtshrepps.
2. Ralph Metcalfe, U.S.A. Fyrst-
ur varð Eddie Tolan á 10.3.
3. Ólafsfjörður.
4. 200 m bringusundi.
5. Viljo Heino 29:27.2mín.
6. íþróttafélag Reykjavíkur.
7. 1927.
8. Sigurður Sigurðsson.
9. Gunnar Stefánsson, Vest-
mannaeyjum.
10. 29.2%.
LESENDUR SKRIFA:
Frh. af bls. 324:
vöxt, að margir, sem þar hafa
fengið að vera með, komi síðan í
landsliðsbúningum til keppni síð-
ar meir. Ásmundur Bjarnason,
og Clausen-bræður munu þó keppa
á vegum KR og ÍR, en ekki á
vegum FRÍ, a. m. k. hér innan
lands, þótt þeir hampi buxum með
íslenzku fánalitunum. Út yfir tók
þó, er Þorsteinn Löve spígsporaði
um völlinn í haust með íslenzka
fánann á brjóstinu! Kom hann þó
fram á því móti á vegum ÍR.
Er raunin sú, að hér gildi eng-
ar reglur um notkun landsliðsbún-
inga? Skiptir FRÍ sér ekkert af
því, hvort búning þess sé flaggað
mismunandi hreinum jafnt á æf-
ingum sem mótum?
IÞRÓTTIR
345