Allt um íþróttir - 01.10.1951, Qupperneq 26
á 10.3, og 200 m. á 21.5. Litujev
vann 400 m. grhl. á 52.0, Klics
kringlukast á 51.55, Nemeth hafði
58.13 í sleggju, Grigalka 16.28 í
kúlu og Söter 1.96 í hástökki.
Rússar unnu 4X100 á 41.4. Brjas-
nik vann stöng á 4.20, Apro, Ung-
vl., 3 km. hindr.hl. á 9:07.6 (met).
Egyptaland.
Nýlega fór fram stórt
mót í Alexandríu með
þátttöku margra þjóða.
Mörg ágæt afrek voru unnin, t. d.
vann Grikkinn Yataganis kúlu-
varpið með 15.03 m., sem er nýtt
grískt met. Cosmas, Grikkl., vann
tugþraut með 5135 st., Frakkinn
Degats og Siddi, Ítalíu, háðu harða
baráttu í 400 m. Sá fyrrnefndi
sigraði með 47.8 gegn 47.9.
Japan.
Hasegawa hefur stokk-
ið 15.48 í þrístökki og
Konami hefur hlaupið
110 m. grindahlaup á 14.5 sek.
Svíþjóð.
Arne Ljungquist hefur
stokkið 2 m. í hástökki
og munaði mjög litlu að
hann færi 2.02. Sænskir sund-
menn hafa sett 24 sundmet á árinu
1951, þar af hefur Göran Larsson
sett 6 og Bengt Rask 5. Met Lars-
sons í 100 yds. er t. d. 50.8, 100 m.
56.7, 200 m. 2:08.5, 220 yds. 2:12.2.
í bringusundinu hefur Rask synt
100 m. á 1:09.4, 200 m. á 2:32.6
og 400 m. á 5:44.3.
Bertil Albertsson setti nýlega
nýtt sænskt met í 10 km. hlaupi
með 29:46.0 mín. og er fyrsti Sví-
inn, sem kemst niður fyrir 30 mín.
Straumurinn til suðrænna sólar-
landa heldur áfram hjá sænskum
knattspyrnumönnum: Palmér og
Filippini (MFF) fóru í júní, Sigge
Löfgren (HIF) í september og
Hans Jeppsson (Djurgárden) fer í
nóvember til Átalanta fyrir hæstu
upphæð, sem greidd hefur verið
fyrir leikmann á Norðurlöndum
eða 260 þús. sænskar kr. Svíum
þótti strax og þessir mannflutning-
ar hófust kynlegt, hve ítalirnir
voru fljótir til, ef einhver efnileg-
ur leikmaður kom fram, einkum
eftir að stóru stjörnurnar úr Lun-
dúnaliðinu 1948 voru farnar. Síðar
kom fram, að það mundi hafa ver-
ið þjálfari Norrköping, Ungverjinn
Czeisler, sem hafði „selt“ þá. Þeg-
ar hann svo hafði selt sjálfan sig
til Milan, tóku böndin að berast að
ítölskum hljómlistarmanni í Mal-
mö, Filippini að nafni. Hefur hann
nú ,,selt“ milli 10 og 20 leikmenn
suður á bóginn. Og komi fram
efnilegur leikmaður, er hann kom-
inn á sporið með tilboð. Ennfrem-
ur er hann tekinn að leita fanga
í Noregi, þar sem hann krækti í
Ragnar Larsen fyrir Lazio.
í sumar hefur innherji Hálsing-
borg, Löfgren, verið aðalumræðu-
efni blaðanna. Þykir þeim m. a.
undarlegt, að áhugamaður skuli
geta tekið við ,,festarfé“ hjá at-
vinnufélagi og haldið áhugamanns-
réttindum sínum óskertum, en
Lazio greiddi honum 2000 kr., sem
hann fékk sænska knattspymu-
348
IÞRÓTTIR