Fréttatíminn - 30.01.2015, Blaðsíða 4
Demantshringar frá 80.000 kr.
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Minnkandi n-átt og suMs
staðar él n- og a-lands.
Höfuðborgarsvæðið: Heiðríkt
og dálítið frost.
kaldur og stilltur
vetrardagur.
Höfuðborgarsvæðið: Bjart til að
Byrja með én él síðdegis.
snjóMugga og Hæg v-átt, einkuM
sv- og v-lands. bjart eystra.
Höfuðborgarsvæðið: snjódrífa
með köflum og vægt frost.
frost á fróni
n-áttin gengur niður um helgina og
horfur eru fínasta veðri á morgun
laugardag um land allt. nokkð bjart
verður víða eða skýjað af háskýjum og
fremur stillt. frost nær tveggja stafa
tölu inn til landsins. alveg kjörið veður til
að viðra sig og sína! spáð
er meiri raka á sunnudag
með grunnu lægðar-
dragi. snjómugga eða
éljagangur víða vestantil
á landinu og dregur
þá jafnframt úr frosti.
Hlánar næst ekki fyrr
en upp úr miðri viku.
-5
-4 -4
-3
-7
-3
-5 -9
-8
-13
-1
-4 -8
-12
-4
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
vikan sem var
vill Hannes í 2-3 ára fangelsi
SérstakursaksóknaritelurhæfilegtaðHannesSmára
son verði dæmd ur í 2-3 ára fang elsi fyr ir fjár drátt í
Sterlingmálinu.Málflutningurímálinuvarí
Héraðsdómi reykja vík ur í vikunni.
Vill breyta spítala í hótel
stofnás ehf. átti hæsta tilboðið í st.
jósefsspítala, upp á 85 milljónir króna.
ríkið á 85 prósent hlut í spítalanum
enHafnarfjarðarbærfimmtánprósent.
tilboðið hljómar upp á 22% af fast-
eignamati, að sögn viðskiptablaðsins.
stofnás hyggst breyta st. jósefsspítala
í 40 herbergja hótel.
15%
nemenda á landsbyggðinni verja
fjórum klukkustundum eða meira í
notkun samskiptamiðla á netinu á
hverjum degi. rúm 14% nemenda
á höfuðborgarsvæðinu eyða fjórum
tímumeðameiraíFacebookogfleiri
miðla. Þetta kem ur fram í skýrsl unni
ungt fólk 2014
Hafnaði í áttunda sæti
SigurðurHelgason,yfirmatreiðslu
meist ari grills ins á Hótel sögu, varð í
átt unda sæti í loka keppni mat reiðslu-
keppn inn ar Bocu se d’or sem hald in var
í lyon. sigurvegarinn var frá noregi.
Sigmundur Ernir ráðinn
dagskrárstjóri
sig mund ur ern ir rún ars son hefur verið
ráðinn dag skrár stjóri á nýrri sjón-
varpstöð sem heit ir Hring braut og fer
í loftið um miðjan fe brú ar. um er að
ræða ókeypis sjónvarps- og vefmiðil.
meðal dagskrárgerðarfólks á Hring-
braut verða margrét marteinsdóttir,
rakel garðarsdóttir og karl ágúst
Úlfsson. Þorsteinn Pálsson, margrét
kristmannsdóttir og Þorgerður katrín
gunnarsdóttir verða meðal pistlahöf-
unda.
s aga okkar Íslendinga var mis-notuð og nánast skrumskæld í aðdraganda hrunsins á árum
útrásarinnar þegar ráðamenn og
viðskiptajöfrar þóttust sjá beina
tengingu á milli sjálfra sín og hug-
rakkra víkinga og landkönnuða,“
segir Guðni Th. Jóhannesson sagn-
fræðingur og einn þeirra fræði-
manna sem fjalla um aðdraganda og
eftirköst bankahrunsins í bókinni
„Gambling Debt: Iceland’s Rise and
Fall in the Global Economy“.
Guðni segir að þessi ímynd hafi
verið meingölluð og hreinlega til
skaða. Hann beinir einnig spjótum
að sagnfræðingum og öðrum fræði-
mönnum. „Við vorum kannski ekki
nógu dugleg að benda á hvað þetta
stóð á veikum grunni. Þjóðir vilja
sögur af uppruna sínum og við
stóðum okkur ekki nógu vel í að
búa til valkost við þessa misnotkun
á sögunni. Sagnfræðingar þurfa
að leggja meiri áherslu á að skrifa,
ekki bara fyrir þröngt fræðasam-
félag, heldur fyrir almenning. Ef við
gerum það ekki þá gera hinir það
og við hefðum þurft að taka meiri
þátt í samræðum líðandi stundar og
sýna fólki að fullyrðingar útrásar-
víkinga sem arftaka víkinga stenst
ekki,“ segir hann.
Gísli Pálsson, prófessor í mann-
fræði við Háskóla Íslands, er annar
ritstjóra bókarinnar en hann segir
að uppleggið hafi verið að fá höf-
unda úr félags- og hugvísindum
til að varpa ljósi á bankahrunið í
víðara samhengi en áður og sýna á
því nýja fleti. Meðal greinahöfunda
er Vilhjálmur Árnason heimspeki-
prófessor sem var í vinnuhópi um
siðferði sem vann með rannsóknar-
nefnd Alþingis að skýrslunni um
aðdraganda og orsök falls íslensku
bankanna en grein hans ber yfir-
skriftina „Something Rotten in the
State of Iceland.“ Tinna Grétars-
dóttir mannfræðingur fjallar um
listageirann og hvernig listamenn
gengu á mála hjá auðmönnum og
voru allt að því keyptir þegar leikar
stóðu sem hæst.
Í tilefni af útgáfu bókarinnar efnir
félags- og mannvísindadeild Há-
skóla Íslands til hádegisfyrirlesturs
í dag, föstudag, milli klukkan 12 og
13 í Odda þar sem nokkrir höfunda
bókarinnar kynna rannsóknarnið-
urstöður sínar og sitja fyrir svörum.
Bókin er aðgengileg á slóðinni
Upcolorado.com/book/3341
erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Hrunið BankaHrunið er skoðað í víðara samHengi í nýrri Bók
Íslandssagan mis-
notuð í útrásinni
sú ímynd sem ráðamenn og útrásarvíkingar sköpuðu sér með því að líkja sér við hugrakka
víkinga var til skaða, segir guðni th. jóhannesson sagnfræðingur. Hann er einn þeirra fræði-
manna sem fjalla um bankahrunið í bókinni „gambling debt: iceland’s rise and fall in the global
Economy“.Ritstjóribókarinnarsegiraðþarhafiveriðlagtuppmeðaðsýnabankahruniðívíðara
samhengi með aðstoð fræðimanna úr félags- og hugvísindum.
listamað-
urinn
goddur tók
myndina
sem prýðir
forsíðu
bókar-
innar í
mótmæl-
um eftir
banka-
hrunið fyrir utan alþingishúsið.
I c e l a n d ’ s R i s e a n d F a l l i n t h e G l o b a l E c o n o m y
E . P a u l D u R R E n b E R G E R
a n d G I s l I P a l s s o n
guðni th. jóhannesson sagnfræðingur segir útrásarvíkinga hafa misnotað söguarf íslendinga í aðdraganda hrunsins.
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
gísli Pálsson, prófessor í mannfræði
við Háskóla íslands, er annar ritstjóri
bókarinnar „gambling debt: iceland’s
rise and fall in the global economy“.
4 fréttir Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015