Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 30.01.2015, Blaðsíða 28
11 ára með skorpulifur Haldreipi mitt hvað hann bjargaði mörgum „Hugmyndin hjá okkur var að á daga- talinu sem fólk er með á borðinu eða uppi á vegg stæði hreinlega við 29. janúar að það væri dagur líffæra- gjafa og þannig væri komið tilefni á ári hverju fyrir fólk til að ræða þessi mál og taka afstöðu,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra Kristjánssonar líffæragjafa. Hann lést þann 28. janúar 2014 eftir alvarlegt bílslys og varð líffæragjafi daginn eftir. Kærastan hans, Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir, lést einnig í slysinu sem varð 12. janúar í fyrra. „Þetta er vissulega búið að vera erfitt ár. Þegar við fengum þær fregnir að hann myndi sennilega ekki lifa þetta af létum við strax vita að hann væri líffæragjafi. Ég vil meina að það hafi verið mitt haldreipi að vita hvað hann hjálpaði mörgum,“ segir Steinunn en Skarphéðinn Andri bjargaði sex manns með líffæragjöfum. Gríðarleg umræða fór af stað í kjölfarið um mikilvægi líffæragjafa og má líkja því við sannkallaða vitundarvakningu hér á landi. Steinunn segir ástæðuna fyrir því að fjölskylda og aðstandendur Skarp- héðins Andra hafi haldið áfram að vekja athygli á mikilvægi líffæragjafa sé til þess að fólk þurfi ekki að taka ákvörðun fyrir ástvini sína þegar þeir eru að skilja við. Á dögunum birtist frétt um að maður frá Litháen hefði fundist látinn í húsi við Hverfisgötu en í fréttunum kom ennfremur fram að maðurinn væri líffæragjafi. „Ég hef aldrei séð þetta áður í frétt og mér fannst það virkilega jákvætt,“ segir hún. Fyrir velferðarnefnd Alþingis liggur tillaga sem kveður á um að 29. janúar verði eftirleiðis dagur líffæragjafa á Íslandi en nefndin hefur einnig til skoðunar hvort gera eigi ráð fyrir ætluðu samþykki vegna líffæragjafa en ekki ætlaðri neitun eins og nú er raunin. Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins Andra, hvetur til þess að sem flestir taki afstöðu til líf- færagjafa. Mynd úr einkasafni. Skarphéðinn Andri Kristjánsson lést á síðasta ári og varð líffæragjafi þann 29. janúar. Mynd úr einkasafni. H ann hefur glímt við mikil veikindi og er kominn með skorpulifur. Hann þarf því að fá nýja lifur síðar en aðgerðin á sínum tíma skipti samt öllu,“ segir Hrefna Guðnadóttir sem gaf syni sínum hluta af sinni lifur þegar hann var ungbarn. Hilmir Guðni Heimisson, sem alltaf er kallaður Guðni, fædd- ist árið 2003 og kom fljótt í ljós að hann var með lifrarsjúkdóminn Biliary hypoplasia sem á íslensku kallast gallgangafæð. Guðni fór á biðlista eftir nýrri lifur á sjúkra- húsi í Pittsburgh í Bandaríkjunum þá um haustið en í desember var ljóst að hann gæti ekki beðið leng- ur. „Læknarnir höfðu verið hikandi við að taka hluta af lifur úr mér því það var nýbúið að taka úr mér ann- að lungað en það varð hins vegar raunin þegar enginn gjafi hafði fundist,“ segir hún. Hrefna gaf syni sínum þriðjung af sinni lifur en lifrin er þannig gerð að hún stækkar aftur ef tekið er af henni. Í fyrstu var ekki annað að sjá en framhaldið myndi ganga vel hjá Guðna en svo illa vildi hins vegar til að portæðin, sem flytur blóð frá meltingarvegi til lifrar, stíflaðist hjá honum og eyðilagðist lifrin því smátt og smátt. „Aðgerðin á sínum tíma varð auðvitað til þess að í dag eigum við þennan flotta 11 ára strák,“ segir Hrefna. Guðni fór aftur í aðgerð árið 2010 til að létta álagi á lifrina og framlengja lífsgæði hans. Þá var strax ljóst að hann þyrfti að fá nýja lifur innan nokkurra ára. „Við vitum ekki hvenær kemur að því en hann þarf að fara aftur á biðlista. Hann þarf þá að fá heila lifur úr látnum einstaklingi því hann þarf að fá portæðina líka,“ segir hún. „Að gefa líffærin er það síðasta sem maður hugsar um þegar ástvinur deyr og ég vona að sem flestir taki þessa umræðu þegar þeir eru heilir heilsu. Það bjargar lífum að gefa líf- færi.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Guðni fékk hluta úr lifur móður sinnar árið 2004. Fjölskyldan í Pittsburgh fyrir aðgerðina; Hrefna Guðnadóttir, Heimir Þór Gíslason og börnin Gná og Guðni. Guðni er gulur vegna lifrarskemmda. Guðni æfir fótbolta með Fjölni. Systkinin Hekla Gná og Guðni um síðustu jól. 28 úttekt Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.