Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 30.01.2015, Blaðsíða 33
 kvikmyndir Úrval bíómynda fyrir börn í kvikmyndahÚsunum Barnabíó um helgina Um helgina kennir ýmissa grasa í bíóhúsunum og úrvalið af barna- myndum nokkuð gott. Í Sambíó- um er hægt að skella sér á nýjustu myndina um Svamp Sveinsson, annað hvort á ensku eða talsetta. Myndirnar um Svamp Sveinsson eru fínasta skemmtun sem allir fjölskyldumeðlimir ættu að geta haft gaman af. Margir hafa beðið spenntir eftir myndinni um Paddington, vinalega bangsann frá Perú sem fer til London í leit að nýju heim- ili. Hún er nú komin í sýningar í Laugarásbíói og er hægt að sjá hana á ensku eða talsetta. Í Bíó Paradís er jafnan hægt að f inna skemmtilega viðbót við oft einsleita barnabíóflóru borgarinnar. Auk þess að bjóða upp á bíóhátíð fyrir börn í mars á hverju ári þá er þar hægt að sjá evrópskar verðlaunamyndir fyrir börn. Um helgina er þar hægt að sjá myndina „Andri og Edda verða bestu vinir“, fallega mynd sem fjallar um vináttu leik- skólabarna og ævintýrin sem þau lenda í. Myndin, sem er talsett, var tilnefnd sem besta barna- myndindin á hinum norsku Am- anda verðlaunum og sem besta barnamyndin á kvikmyndahá- tíðinni í Tallinn. Þar að auki er núna í sýningu breska fjölskyldu- myndin „Believe“, eða Fótbolta- draumar, sem fjallar um dreng í Manchester árið 1984 sem á sér þann draum að keppa á stórmóti í fótbolta. Myndin, sem er textuð, hefur fengið einróma lof gagn- rýnenda og valin besta barna- myndin á Kvikmyndahátíðinni í Zürich 2013. -hh Um helgina er þar hægt að sjá myndina „Andri og Edda verða bestu vinir“ í Bíó Para- dís. Fallega mynd sem fjallar um vináttu leikskólabarna og ævintýrin sem þau lenda í. Myndin, sem er talsett, var tilnefnd sem besta barnamyndindin á hinum norsku Amanda verðlaunum og sem besta barnamyndin á kvikmyndahátíðinni í Tallinn. Stuðningur til að feta sig fram til nýs lífs eftir áföll Mannúðar- og mannræktarsam- tökin Höndin fá styrk úr minn- ingarsjóði Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi borgarstjóra og for- sætisráðherra. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri afhenti styrk úr minning- arsjóði Gunnars Thoroddsen fyrrverandi borgarstjóra og for- sætisráðherra í Höfða í byrjun janúar. Styrkurinn var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarði Briem 29. desember 1985 þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunn- ars. Þetta er í tuttugasta og átt- unda sinn sem veitt er úr sjóðn- um og hafa styrkþegar bæði verið félagasamtök og einstaklingar. Að þessu sinni voru það mann- úðar- og mannræktarsamtökin Höndin sem hlutu styrkinn sem nemur 350.000 krónum. Helga Hallbjörnsdóttir, formaður sam- takanna, tók við styrknum. Sam- tökin hafa verið starfrækt í níu ár, en þau voru stofnuð í nóvember árið 2005. Megintilgangur starfs- ins er að vera vettvangur fólks til sjálfstyrkingar og samhjálpar. Þeir sem leita til Handarinnar fá aðstoð og liðsinni við hverja þá raun sem viðkomandi getur átt við að etja. Þeir fá stuðning og er hjálpað við að feta sig áfram og taka fyrstu skref til nýs lífs eftir ýmis áföll. Starfsmenn Handar- innar heimsækja aldraða einstak- linga, öryrkja og sjúklinga sem eiga ekki heimangengt eða eru einmana. Spjallað er um daginn og veginn, aðstoðað við einstaka verkefni eða bara að hlusta. Borgarstjóri sagði við afhend- ingu styrksins í Höfða að sam- tökin væru vel að styrknum kom- i n . Hönd i n ha f i unn ið þarf t verk í samfélaginu í gegnum árin og óskaði sam- tökunum vel - farnaðar í starfi. Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu? Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015 viðhorf 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.