Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 30.01.2015, Blaðsíða 24
Fyrsta líffæraígræðslan Fyrsta árangursríka líffæraíg- ræðslan var framkvæmd á Peter Bent Brigham-sjúkra- húsinu í Boston árið 1954 en þá var grætt í ungan mann og var gjafinn eineggja tvíburabróðir mannsins. Fyrsti Íslendingurinn Fyrsti Íslendingurinn gekkst undir ígræðslu nýra árið 1970 á sjúkrahúsi í London. Fyrsta nýrnaígræðslan fór svo fram á Íslandi árið 2003, en fram að þeim tíma fóru allar nýrnaí- græðslur fram erlendis. Hversu lengi lifa líffæri utan líkama? Það er misjafnt eftir líffærum hversu langur tími má líða frá því að líffærið er tekið úr gjaf- anum og þar til það er komið í líffæraþegann. Hjarta deyr aðeins fjórum klukkustundum eftir að það er tekið úr líkama gjafans en önnur líffæri geta haldist lifandi í allt að sólar- hring eftir að þau eru fjarlægð úr líkama. Sumir vefir geymast í líffærabönkum í nokkur ár, til dæmis hornhimnur. Nafnleynd Óheimilt er að greina líffæra- þega frá nafni látna gjafans og aðstandendur gjafans fá ekki að vita hverjir njóta góðs af líffærum hans. Líffæra- þegi getur þó sent ættingjum gjafans þakkarbréf, en slíkt bréf er þá sent til Sahlgrenska sjúkrahússins sem kemur því nafnlaust til viðtakenda. Árangur Líffæragjafi verður að hafa sama vefjaflokkamynstur og líf- færaþegi, annars hafnar líkam- inn ígræddu líffæri. Ígrætt líffæri bætir lífsgæði og bjargar lífi til dæmis hjarta- lungna og lifrarþega. Margir lifa eðlilegu lífi með ígrætt líffæri. 62 Íslendingar hafa gefið líffæri eftir dauða sinn Íslendingar hafa verið meðlimir í sameiginlegum líffærabanka Norðurlanda, Scandiatransplant, frá árinu 1991 en þá voru sett lög hérlendis sem skilgreindu heiladauða og heimiluðu brott- nám líffæra úr látnum til ígræðslu. Síðan hafa 62 Íslendingar gefið líffæri eftir dauða sinn. Alls hafa 320 Íslendingar þegið líffæri úr bankanum en í dag eru 12 á biðlista. 12 einstaklingar á biðlista á Íslandi núna. 11 bíða eftir nýra og 1 bíður eftir hjarta. Ígræðslur alls Nýra 233 einstaklingar Lifur 47 einstaklingar Lunga 17 einstaklingar Hjarta 14 einstaklingar Hjarta og lunga 4 einstaklingar Bris 5 einstaklingar 62 Íslendingar hafa gefið líffæri eftir dauða sinn. 164 lifandi Íslendingar hafa gefið líffæri. 160 annað nýra og 4 part úr lifur. 226 látnir og lifandi ein- staklingar hafa gefið líffæri 320 einstaklingar hafa þegið líffæri Ísland frá upphafi lÍffæragjafa 1992 Sameiginlegur líffærabanki Norðurlandanna Íslendingar hafa verið meðlimir í sameiginlegum líffærabanka Norðurlanda, Scandiatransplant, frá árinu 1991. Líffærum, sem Íslendingar gefa, er útdeilt í samvinnu við bankann, sem hefur höfðustöðvar í Árósum. 1974 líffæraígræðslur framkvæmdar á 2014 2272 á biðlista hjá Scandiatransplant í byrjun árs 2015 scandiatransplant lÍffæri Hjarta Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin, svokallaðar gáttir, taka við blóðinu úr líkam- anum. Sú hægri tekur við súrefnissnauðu blóði frá öllum vefjum líkamans og sú vinstri tekur við súrefnisríku blóði frá lungunum. Blóðið rennur úr gáttunum um hjartalokur niður í neðri hjartahólfin sem heita sleglar eða hvolf. Þeir dæla blóðinu út í líkamann, hægri slegillinn til lungna þar sem loftskipti fara fram en hinn vinstri til allra vefja líkamans. Lungu Lungun eru tveir svamp- kenndir, loftfylltir pokar sitt hvorum megin í brjóstholinu. Hlutverk þeirra er að koma súr- efni innöndunarloftsins í blóðrásina og losa koltvíoxíð úr blóðinu. Nýra Hver einstaklingur fæðist yfirleitt með tvö nýru, það er samt vitað að eitt nýra dugar til að sinna þeirri starfsemi sem er nauðsynleg. Nýrun hreinsa úrgangs- efni úr blóðinu og viðhalda jóna- og vökvajafn- vægi með síun og seytun, auk þess að taka þátt í að stjórna sýrustigi líkamans og hafa áhrif á blóðþrýst- ingsstjórnun og myndun rauðra blóðkorna með fram- leiðslu á rauðkornahormóni. Lifur Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um 1,4 kg í meðal- manni. Hún gegnir hundruðum starfa og tengjast mörg þeirra efnaskiptum. Ein helstu störf lifrar eru sýruefnaskipti, fituefnaskipti, próteinefnaskipti, fjarlæging lyfja og hormóna. Bris Briskirtillinn er bæði útkirtill og innkirtill. Útkirtilshluti brissins eru kirtilblöðrur sem mynda brissafa og seyta honum út í brisgöng sem bera hann ofan í skeifugörnina. Meltingar- ensím brissafans sjá um að melta allar helstu stóru fæðusameindirnar. Innkirtillinn hefur með sykurstjórnun líkamans að gera. Smáþarmar Smáþarmarnir taka við fæðumaukinu frá maganum og taka upp þau næringarefni sem við fáum úr matnum þegar meltingu er lokið. Þeir eru að jafnaði um sex metra langir í fullorðnum einstaklingi en yfirborðið þar sem upptaka næringarefna fer fram er allt að 300 fermetrar. Augu/hornhimnur Hornhimna er gegnsær trefjahjúpur sem þekur lithimnu augans. Ytra borð hennar er þakið táru sem er þekjuvefur sem klæðir einnig auglokið að innan. Glæran brýtur ljósgeisla sem berast inn í augað og beinir þeim á réttan stað á augnbotni. Við það verður myndin skýr. Húð Húðin er eitt stærsta líffæri líkamans, að minnsta kosti hvað varðar yfirborð og þyngd. Í full- orðnum manni er yfirborð húðarinnar um 2 fer- metrar og hún vegur um það bil 5 kíló. Lunga 108 á biðlista 6 mánaða bið Nýra 1856 á biðlista 23 mánaða bið Lifur 111 á biðlista 7,5 mánaða bið Hjarta 104 á biðlista 5 mánaða bið Bris 27 á biðlista Auk þess er hægt að gefa: n Bein n Hjartalokur n Æðar n Merg n Leg n Andlit n Hendur 99% vilja gefa líffæri. 15.500 Íslendingar hafa tekið afstöðu til líffæragjafar á vef landlæknisembættisins. 99% þeirra vilja gefa líffæri eftir dauða sinn. 70% þeirra eru konur og 30% karlar. Einstaklingar á aldrinum 18-40 ára er stærsti hlutinn. Viltu Verða lÍffæragjafi? Á vefsíðunni donor.landlaeknir.is getur þú tjáð vilja þinn til líffæragjafar. Ef þú skiptir um skoðun getur þú alltaf breytt vali þínu á sama vefsvæði. Þú getur valið líffæragjöf sem nær til allra líffæra þinna, líffæragjöf sem takmarkast við ákveðin líffæri eða að heimila ekki líffæragjöf. Brottnám og ígræðsla líffæra Þegar um er að ræða íslenskan líffæragjafa (látinn gjafi) þá kemur sérhæft teymi frá því landi sem Íslendingar eru með samning við í hvert sinn. Nú er samningur í gildi við Gautaborg í Svíþjóð og þaðan er flogið til að sækja þau líffæri sem á að gefa. Sam- hæfingateymi í Gautaborg sér síðan um að skipuleggja hvert líffærin fara. Stundum eru þau send til annarra Norðurlanda eða jafnvel til Evrópu. Eina ígræðslan sem er framkvæmd á Íslandi er nýrna- ígræðsla þegar um er að ræða lifandi gjafa. Flestar aðgerðirnar eru fram- kvæmdar á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg, en einnig á Skåne, Uppsala og í Stokkhólmi. Einhverjar aðgerðir eru framkvæmdar í Osló, Kaupmannahöfn, Ár- húsum, Óðinsvéum, Helsinki og á Íslandi. Líffæragjöf eftir heiladauða Andlát vegna heila- dauða er forsenda þess að unnt sé að nýta líffæri til ígræðslu. Þá er hægt að fjarlægja líffærin áður en blóðrás stöðvast og þau verða fyrir skemmdum. Algengustu orsakir heiladauða eru blæðingar eða æðastífla í heila eða miklir höfuðáverkar sem valda óafturkræfum skemmdum á heilavef. Lifandi gjafar Lifandi líffæragjafi getur gefið annað nýra sitt, part af lifur og einnig er hægt að gefa hluta af lunga. Algengast er að gefa annað nýra sitt. Íslendingar fá nýra frá lifandi gjafa í um 70% tilvika, sem er mun hærra en í öðrum löndum. Hægt er að fram- kvæma nýrnaaðgerð á Íslandi en aðrar aðgerðir eru framkvæmdar á Norður- löndunum. Framhald á næstu opnu Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 24 úttekt Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.