Fréttatíminn - 30.01.2015, Blaðsíða 40
40 vetrarfjör Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015
Sportleg ullarnærföt á alla fjölskylduna
Frábær merino
ullarnærföt sem
henta í alla útivist:
Göngur – hlaup – veiði
– fjallgöngur – skíði –
hjólreiðar – útilegur ...
og allt hitt líka.
Þótt Íslendingar kalli ekki allt ömmu sína þegar kemur
að vetrarhörkum og fimbulkulda þá þurfa þeir líkt og
aðrir að eiga góðan skjólfatnað. Baselayer ullarfötin
frá Marathon Sportswear eru tilvalinn ullarklæðnaður
fyrir fólk á öllum aldri sem stundar útivist af kappi.
F lestir þekkja það að æða út í fallegu gluggaveðri og upp-götva, rétt fyrir utan dyrnar sínar að veturinn er langt því frá að vera liðinn. Það að sólin skíni skært á fagur-
bláum himni segir iðulega lítið til um hitastigið utandyra. Það
er því nauðsynlegt fyrir okkur að eiga hlý undirföt, sem gera
okkur kleift að sinna leik og störfum í því hrekkjótta veðurfari
sem við búum við. Baselayer ullarnærfötin hafa fengið góðar
viðtökur hér á landi undanfarna mánuði, enda eru þessi ullar-
nærföt hönnuð með þarfir útivistarfólks í huga. Þau henta því
íslensku veðurfari einstaklega vel.
Gæði og þægindi í fyrirrúmi
Vefnaðurinn byggir á tveggja laga Baselayerkerfi sem inni-
heldur annars vegar rafprjónað polyester og hins vegar hreina
merino ull. Innra lagið er unnið þannig að efnið er gert afar
mjúkt en helstu töfrar þess eru að jákvætt hlaðnar fjölliður eða
katjónir í efninu flytja allan raka frá líkamanum til ytra lagsins
sem inniheldur merino ull. Ullin hefur þá eiginleika að geta
tekið til sín allt að 30% raka af eigin þyngd en það þýðir að sá
sem klæðist fatnaðinum upplifir aldrei að fatnaðurinn sé rakur,
heldur helst líkaminn alltaf þurr og hlýr. Ullarfötin virka best
utandyra eða við hitastig frá -20°C til +5°.
Fatnaður á alla fjölskylduna
Línan er fáanleg í stærðum M-XL2 fyrir karla og stærðum
S-XL fyrir konur. Börnin fá líka pláss í þessari línu en þar er
hún fáanleg fyrir aldurinn 6-14 ára. Tvær litatýpur koma fyrir
hvern hóp fyrir sig þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi.
Stækkandi fyrirtæki
Ullarnærfötin frá Marathon eru framleidd í verksmiðjum JBS
Textile Group í Evrópu. Fyrirtækið hefur á síðustu 75 árum
haslað sér völl sem einn af stærstu undirfataframleiðendum á
Norðurlöndunum og hafa verið frumkvöðlar í hönnun og mark-
aðsetningu nærfatnaði fyrir herra. Fyrirtækið skaut sér nýverið
inn á alþjóðegan markað með samningum við fótboltakempuna
Christiano Ronaldo, en CR7 nærfata- og sokklína hans hefur
notið gríðarlegara vinsælda um allan heim.
Unnið í samstarfi við
Rún heildverslun
Baselayer ullarFötin eru Fáanleg á eFtirtöldum stöðum
Hagkaup
Afreksvörur – Glæsibæ
Icewear – Akureyri
Bjarg – Akranesi
Fjarðarkaup – Hafnarfirði
Jói Útherji – Reykjavík
JMJ – Akureyri
Hafnarbúðin – Ísafirði
Kaupfélag V-Húnvetninga
Kaupfélag Skagfirðinga
Nesbakki – Neskaupstað
Skóbúð Húsavíkur – Húsvík
Blossi – Grundarfirði
Efnalaug Dóru – Hornafirði
Efnalaug Vopnafjarðar
Siglósport – Siglufirði
Heimahornið – Stykkishólmi
Grétar Þórarinsson – Vestm.eyjum
Lýðheilsu- og forvarnarverkefni
Ferðafélags Íslands
P áll Guðmundsson, fram-kvæmdastjóri FÍ, segir að félagið hafi í auknum mæli
lagt áherslu á lýðheilsu og forvarn-
arverkefni í starfi sínu. „Við höfum
á undanförnum árum farið af stað
með ýmis gönguverkefni þar sem
boðið er upp á reglulegar ferðir,
auk fræðslu um náttúru, sögu og
örnefni, og ekki síður um búnað og
öryggismál.“ Páll segir það mikið
ánægjuefni að áhugi landsmanna á
útivist, náttúru og gönguferðum sé
sífellt að aukast. Áhuginn nær nú
til breiðari aldurshóps en áður og
því var ákveðið að stofna Ferðafélag
barnanna fyrir nokkrum árum, sem
sérhæfir sig í ferðum fyrir börn og
fjölskyldur. „Sú hugmynd fékk afar
góðar viðtökur og nú erum við með
í undirbúningi stofnun Ferðafélags
unga fólksins sem er hugsað fyrir
ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára.“
Mikill fjöldi ferðamanna
Ferðafélag Íslands hefur verið í far-
arbroddi í ferðamennsku og byggt
upp skála, gönguleiðir, göngubrýr
og staðið fyrir margs konar fræðslu í
gegnum tíðina. „Stór þáttur í útgáfu-
starfi félagsins er útgáfa Árbókar
Ferðafélagsins sem hefur komið út
óslitið í 85 ár og er einstök ritröð um
náttúru landsins,“ segir Páll. Auk-
inn ferðamannastraumur til lands-
ins hefur ekki farið framhjá félaginu.
„Ísland er greinilega vinsæll staður
að sækja heim og eins hefur ferðum
landsmanna innanlands fjölgað. Við
þurfum því að hugsa til lengri tíma og
hlúa að náttúrunni og bæta aðstöðuna
sem við bjóðum upp á,“ segir Páll.
Fjölbreytt fjallaverkefni á nýju
ári
Ferðafélag Íslands heldur úti nokkr-
um fjallaverkefnum sem öll eiga það
sameiginlegt að ganga út á reglu-
legar f jallgöngur, heilsubót og
góðan félagsskap. Verkefnin byrja
í upphafi árs þegar þátttakendur
fá í hendurnar fyrirfram ákveðna
fjalladagskrá fyrir allt árið. „Megin-
markmið allra þessara verkefna er
útivera, náttúruupplifun, gleði og
góður félagsskapur,“ segir Páll.
Eitt fjall á viku er alhliða fjalla-
námskeið ætlað þeim sem vilja gera
útivist að lífsstíl. „Gengið er á 52 fjöll
á einu ári eða að meðaltali á eitt fjall
á viku. Fjallgöngurnar eru með hent-
ugri stigmögnun fyrir þá sem eru að
stíga upp úr sófanum, því byrjað er
á lágum fjöllum í nágrenni Reykja-
víkur,“ segir Páll, en bendir þó á að
fyrr en varir eru þátttakendur svo
komnir upp á krefjandi fjöll eins og
Skarðsheiði og Eyjafjallajökul.
Á námskeiðinu Eitt fjall á mánuði
er boðið upp á tvö erfiðleikastig.
Annars vegar fyrir byrjendur í fjall-
göngum, þá sem vilja koma sér af
stað að nýju eftir hlé sem og þá sem
vilja koma reglulegum fjallgöngum
inn í dagatalið sitt. Hins vegar er
boðið upp á göngur fyrir þá sem
hafa einhverja reynslu af fjallgöng-
um þar sem ráðist er til uppgöngu
á aðeins erfiðari og krefjandi fjöll.
Lýðheilsu- og forvarnarverkefnið
The Biggest Winner er sérstaklega
ætlað fyrir feita, flotta og frábæra
sem þora, geta og vilja. Um er að
ræða gönguferðir fyrir fólk í yfir-
vigt þar sem boðið verður upp á ró-
legar göngur, stöðuæfingar, fræðslu
og mælingar. Lögð er áhersla á að
vinna með þátttakendur á jákvæðan
og uppbyggilegan hátt.
Páll segir að á síðastliðnum fimm
árum hafa fleiri þúsund manns tekið
þátt í þessum verkefnum, svo áhug-
inn er vissulega til staðar. Nánari
upplýsingar um dagskrá og verð á
námskeiðum má finna á heimasíðu
Ferðafélagsins, www.fi.is
Unnið í samstarfi við
Ferðafélag Íslands
Ferðafélag Íslands býður upp á fjöldann allan af gönguferðum á ýmsum erfiðleikastigum.
Ferðafélag Íslands hefur í áraraðir stuðlað að uppbyggingu í
ferðaþjónustu og stuðlað að bættri aðstöðu fyrir ferðamenn á
hálendinu og í óbyggðum. Ferðafélagið hefur einnig staðið að
útgáfu fjölda bóka og korta, sem og fjölbreyttum ferðum um
landið, allan ársins hring.