Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 6
Skagfirskur sveitabiti
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
Mýksti brauðosturinn
á markaðnum nú á tilboði!
Fáanlegur 26% og 17%.
Þ að hefur ákveðins misskilnings gætt með Kópavogsfangelsið frá því það var opnað árið 1989. Það er að fangelsið
sé kvennafangelsi. Vissulega eru allir kven-
fangar vistaðir þar, en það hefur verið í bland
við valda karla,“ segir Guðmundur Gíslason
forstöðumaður.
Ung kona sem Fréttatíminn ræddi við
kláraði að afplána dóm sinn þar á síðasta ári.
Hún segir að tilhugsunin um að afplána með
körlunum hafi tekið á hana til að byrja með.
Samlífið við karlana sé þó langt frá því að
vera það erfiðasta við vistunina því utan þess
augljósa, frelsissviptingarinnar, er aðbúnað-
ur fangelsisins langt frá því að vera til fyrir-
myndar. Hún segir muninn á aðbúnaði karla
og kvenna í fangelsisvist skammarlegan og
forstöðumaðurinn tekur í saman streng.
Lægri laun í kvennafangelsi, tækifæri
ójöfn
„Þetta er allt of lítið svæði fyrir fangelsi og
húsið ekki byggt sem slíkt þar sem þetta var
unglingaheimili. Það er algjör tímaskekkja
að hafa þetta svona inni í íbúðahverfi þó að
samlífið við nágrannana hafi alltaf gengið
mjög vel þá er þetta samt illa varið forvitnum
vegfarendum,“ segir Guðmundur.
Útisvæði fanganna liggur samsíða útisvæði
við leikskóla og greinir unga konan frá því
að foreldrar barnanna geti þannig séð inn
á svæði fanganna. Sjálf hafi hún þurft að
hlaupa í felur þegar faðir barns, sem hún
kannaðist við, hafi komið þar að. „Þetta er
pínulítið svæði og hreint ekki vistlegt. En
þó öllu skárra að labba þar í hringi fyrir ein-
hverja hreyfingu þar sem líkamsræktarsalur-
inn samanstendur af þremur hjólum, sem eru
öll eitthvað biluð.“
Allir fangar á Íslandi eiga kost á því að
stunda nám eða vinna störf innan fangelsins
og fyrir það fá þeir greitt laun. Athygli vekur
að þau störf sem í boði eru inni í kvennafang-
elsinu eru mun verr launuð heldur en þau
sem boðið er upp á í öðrum fangelsum. Það
sem er í boði fyrir konurnar eru hefðbundin
heimilisstörf auk smærri verkefna fyrir
fyrirtæki, til dæmis við að pakka í umslög
og kassa. Setja saman barmmerki og þess
háttar. Fyrir þau störf er boðið upp á 3–500
krónur á tímann. Í hefðbundnum karlafang-
elsum stendur til boða, auk heimilsstarfanna,
vinna við skiltagerð og beitningar þar sem
launin eru allt að 1600 krónum á tímann.
„Ég viðurkenni alveg að það er mjög órétt-
látt en það hafa verið vandamál í Kópavogs-
fangelsinu hve erfiðlega það gengur að skaffa
vinnu sem hentar húsnæðinu almennt. Það
kemur svo auðvitað niður á konum í afplánun
þar sem ekkert annað er í boði fyrir þær,“
segir Guðmundur. Hann segir jafnframt
að vegna þessa skorts á fjölbreytileika í úr-
ræðum kvenfanga sé erfitt að aðgreina þær
konur sem í afplánun eru. Í fangelsinu eru
því konur sem hafa fengið þunga dóma fyrir
mjög alvarleg brot í bland við konur og karla
sem sitja inni fyrir léttvægari brot.
„Það skýtur skökku við að þeir karlar sem
vistaðir eru á stofnuninni eru valdir þar inn
fyrir góða hegðun og léttvægari brot, en
enginn karl sem þangað kemur má eiga sögu
um ofbeldi. Því er öfugt farið með konurnar
þar sem ekkert annað er í boði.“ Guðmundur
bætir við að með tilkomu nýs fangelsis á
Hólmsheiði munu hlutirnir batna til muna.
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
Fangelsismál Kynjamisrétti í reFsivist
Karlar í kvennafangelsi
Kvennafangelsið við Kópavogsbraut getur vistað allt að 12 fanga. Þar sem skortur hefur verið á
plássi fyrir karlfanga allt frá opnun fangelsinsins eru laus pláss þar nýtt fyrir karla en þeir hafa
sér gang. Samkvæmt upplýsingum forstöðumanns gætir mikils óréttlætis í málefnum kvenfanga
á Íslandi en hann vonast til að það lagist með tilkomu fangelsis við Hólmsheiði. Fyrrum fangi
segir aðbúnaðinn til skammar.
Í fangels-
inu eru því
konur sem
hafa fengið
þunga
dóma fyrir
mjög al-
varleg brot
í bland
við konur
og karla
sem sitja
inni fyrir
léttvægari
brot.
Ljóst þykir að í málefnum fanga á Íslandi sé víða pottur brotinn. Kvenfangar eiga þar mun færri tækifæri innan afplánunarinnar
þar sem aðeins eitt fangelsi er í boði fyrir þær. Ljósmynd/Hari
FYRSTA SVANSVOTTAÐA
VEITINGAHÚSIÐ Á ÍSLANDI
www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is s. 599 6660
FYRSTA
SVANSVOTTAÐA
VEITINGAHÚSIÐ
Á ÍSLANDI
TRAUSTUR
DRYKKUR
GETUR GERT
KRAFTAVERK
6 fréttir Helgin 8.-10. febrúar 2013