Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 58
Leiðbeinandi ■ Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur Staðsetning námskeiða ■ Á höfuðborgarsvæðinu verða námskeiðin haldin í sal á þriðju hæð hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Hús 2, Engjavegi 6. Fossheið i 1 800 Se l foss S ími 578 4800 Hin sívinsælu ræktunarnámskeið okkar eru hafin Ávextir og ber Skráning ■ Skráning og nánari upplýsingar eru í síma 578 4800, á heimasíðu okkar www.rit.is og á netfang rit@rit.is Námskeið verða einnig haldin víða um land, fylgist með á Facebook eða heimasíðum okkar, www.rit.is og www.groandinn.is Ræktun ávaxtatrjáa, 2 kvöld ■ Mánud. 11. og 18. feb. kl. 19:30 - 22:00 Verð kr. 12.800.- Ræktun berjarunna ■ Mánud. 11. feb. kl. 17:00 - 19:00 Verð kr. 4.500.- Bloodgroup hefur sent frá sér þriðju plötu sína. Fyrst um sinn kemur hún út á geisladiski en stefnt er að vínylútgáfu innan tíðar.  Bloodgroup sendir frá sér Tracing echoes Þriðja platan komin út Hljómsveitin Bloodgroup hefur sent frá sér sína þriðju plötu, Tracing Echoes. Plat- an kom út undir merkjum Kölska hér á landi í vikunni. Úti í heimi kemur hún út hjá Sugarcane Recordings og AdP. Útgáfudagur í Þýska- landi, Austurríki og Sviss er 22. febrúar en hinn 12. mars kemur platan út um allan heim. Fyrsta smáskífulag plöt- unnar, Fall, hefur fengið að mjatla á öldum ljósvakans undanfarið við góðar undir- tektir. Breska dagblaðið The Guardian fjallaði til að mynda lofasamlega um lagið. Meðlimir Bloodgroup gerðu á dögunum samning við umboðsskrifstofuna Proj- ekta og eru á leið í tónleika- ferð um Evrópu. Hún hefst 3. apríl í Nürnberg og flakkar bandið um Þýskaland, Pól- land, Rúmeníu og fleiri lönd næsta mánuðinn. Túrnum lýkur á Spot-hátíðinni í Ár- ósum hinn 3. maí.  Óli geir heldur TÓnlisTarháTíð í sumar Ólafur Geir Jónsson betur þekktur sem DJ Óli Geir hefur sagt skilið við „Dirty Night“ kvöldin sem hann er jafnan kenndur við og rær á ný mið. Hann heldur Keflavík mu- sic festival í annað sinn nú í sumar. Hátíðin sem vaxið hefur töluvert frá því í fyrra verður að sögn Óla Geirs öll hin veglegasta. Óli Geir hefur oft verið á milli tann- anna á fólki, meðal annars fyrir umdeild partí, en hann vill nú skapa sér nýja ímynd innan skemmtanageirans. Þ ó að ég sé hættur með kvöldin er ekki þar með sagt að ég sé orðinn einhver femínisti. Það er einhver misskilningur,“ útskýrir Óli Geir fyrir blaðakonu sem hafði heyrt orðróm þess eðlis. „Það er einhver furðuleg kjaftasaga í gangi. Ég er alls ekki femínisti,“ ítrekar hann. Óli Geir hefur verið harkalega gagn- rýndur af femínistum í gegnum tíðina en hann hélt umdeild partí sem nefndust „Dirty–Night“. Framsetning kvöldanna þótti dansa á línu þess löglega, en mikið var gert út á nekt stúlkna í kynningu fyrir kvöldin. „Ég skil kannski aðeins betur á hverju gagnrýnin byggðist á sínum tíma og ég skil femínistana upp að vissu marki. En þeir hefðu betur komið á eitt svona kvöld og kannað málið áður en þeir fóru að æsa sig. Þannig hefðu þeir séð að þar fór ekk- ert ólöglegt fram. Það var svo markaðs- setning kvöldanna sem var svolítið í gróf- ari kantinum og pirraði fólk.“ Óli Geir segir að í kjölfar þessa hafi hann verið stimplaður út á við, sem sé ekki sanngjarnt, þar sem kvöldin voru aðeins lítill hluti þess sem hann raunveru- lega fæst við. Hann sé þó búinn að segja skilið við kvöldin og fáist í dag við mun stærri og alvarlegri hluti, en utan þess að halda hátíðina opnaði hann nýverið veit- ingastað í Keflavík. Þar er hann fæddur og uppalinn og segist kunna best við sig. „Mér finnst leiðinlegt að fá ekkert „kredit“ fyrir það samt. Það eru allir alltaf tilbúnir að ræða „Dirty Night“ þó þau séu löngu búin af minni hálfu. Núna er ég eiginlega bara í fullri vinnu allt árið við skipulagningu á Keflavík music festival.“ Hátíðin sem haldin er annað árið í röð byrjaði mjög smátt með nokkrum innlend- um böndum. Hún hefur því vaxið töluvert á einu ári því samkvæmt Óla Geir verður boðið upp á átta tónleikastaði fyrir þau 160 tónlistaratriði sem boðið verður upp á. Af þeim verða 10 erlendir listamenn en einungis einn þeirra hefur verið opinber- aður, rapparann DMX. „Við stefnum á að gera þetta að stærsta „festivali“ á Íslandi með tímanum og nú þegar höfum við lengt það um einn dag svo þetta verða fjórir dagar í stað þriggja.“ Hátíðin verður 5.–9. júní næstkomandi og er miðasala hafin á vefsíðunni kefla- vikmusicfestival.com. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Óli Geir hefur lagt „Dirty Nigth“ kvöldin á hilluna og fæst, að eigin sögn, við mun alvarlegra og stærra verkefni en hann stendur fyrir Keflavik music festival í sumar. Ekki sann- gjarnt að vera stimpl- aður út frá Dirty Night. Landmark leiðir þig heim! * Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum! 100% þjónusta = árangur* Sími 512 4900 landmark.is Magnús Einarsson Löggiltur fasteignasali Sími 897 8266 Sigurður Samúelsson Löggiltur fasteignasali Sími 896 2312 Sveinn Eyland Löggiltur fasteignasali Sími 690 0820 Íris Hall Löggiltur fasteignasali Þórarinn Thorarensen Sölustjóri Sími 770 0309 Kristberg Snjólfsson Sölufulltrúi Sími 892 1931 Eggert Maríuson Sölufulltrúi Sími 690 1472 Haraldur Ómarsson sölufulltrúi sími 845 8286 Sigurður Fannar Guðmundsson Sölufulltrúi Sími 897 5930 „Ég er sko alls enginn femínisti“ 69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012 58 tónlist Helgin 8.-10. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.