Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 8
dóm þjóðarinnar. „Að auki virðist sem VG sé ekki stætt á því að halda áfram aðildarviðræðum án þess að setja það í dóm þjóðarinn- ar,“ segir Auðbjörg. „Þessi staða gerir Evrópumálin að mjög veigamiklu kosninga- máli og er því gríðarlega mikil- vægt að fram fari lýðræðisleg og opin umræða um það og við séum tilbúin að færa hana úr þeim farvegi upphrópana sem hún hefur því miður verið föst í,“ segir hún. „Íslendingar ættu að þora að taka skrefið og stíga inn í umræðuna með því að kynna sér málin sjálfir og taka upplýsta ákvörðun í kjölfarið,“ segir hún. Auðbjörg segir nauðsynlegt að ræða hvaða valkostum þjóðin stendur frammi fyrir og verði það stóra spurningin í þessum kosningum. „Ætlum við að halda krónunni eða taka upp annan gjaldmiðil, hvernig ætlum við að vera í al- þjóðasamfélaginu, hvert ætlum við að leita okkur að vinum? Nú þurfum við að fara að tala um þetta af alvöru og eina lýðræðislega nálgunin á því er að sem flestir taki þátt í umræðunni,“ segir hún. Að sögn Auðbjargar er aðild að ESB og upptaka evru einn af valkostunum sem við stöndum fyrir og jafnframt sá sem er fullmótaður og á borðinu núna. „Svo er auðvitað annar kostur að byggja sterkari umgjörð um krónuna og sætta okkur við það að við verðum sennilega með gjald- eyrishöftin lengur en ella. Svo verðum við að huga að framtíð EES-samn- ingsins, hvort við viljum reyna að skjóta sterkari stoðum undir hann og treysta á hann og svo eru enn aðrar og nýrri leiðir,“ segir hún. Að hennar mati hefur um- ræðan um ESB þróast með þeim hætti að líklegt megi telja að hvernig sem ríkisstjórnin verði samansett eftir kosningar muni hún láta fara fram þjóðar- atkvæðagreiðslu um hvort halda eigi aðildarviðræðunum áfram. Miðað við skoðanakannanir séu litlar líkur á því að þeir tveir stjórn málaflokkar sem vilja halda áfram viðræðunum, Samfylking og Björt framtíð, komist einir í ríkisstjórn. Aðspurð segir hún aldrei hafa komið upp þá stöðu í aðildarviðræðum hjá ESB að ríkisstjórn lands í aðildarviðræðum sé and- snúin viðræðum, líkt og gerst gæti hér fari flokkar andsnúnir ESB í stjórn en þjóðin kjósi að halda viðræðum áfram í þjóðarat- kvæðagreiðslu. „Það gæti vissulega grafið undan umsókninni enda hefur það tíðkast að ríkisstjórn viðkomandi ríkis hefur talað fyrir aðild og tekið á henni pólitíska ábyrgð,“ segir Auðbjörg. Á móti kæmi að umsóknarferlið hefði þá skýrt umboð þjóðarinnar sem myndi þá gefa því skýra og lýðræðislega umgjörð. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Tveir frábærir Android símar hjá Vodafone Þín ánægja er okkar markmið Sony Xperia Tipo 22.990 kr. 2.190. á mán.* LG Nexus 4 99.990 kr. 9.190. á mán.* *M .v. 1 2 m án uð i. V ið a fb or gu na rv er ð bæ tis t g re ið sl ug ja ld , 3 40 k r. á m án uð i.  Stjórnmál EvrópuSambandSaðild vErður Eitt hElSta koSningamálið að mati hagfræðingS Líklegt að kosið verði um ESB í vor Sú óvenjulega staða gæti komið upp að ríkisstjórn andsnúin aðild að ESB standi að baki aðildarviðræðum Íslands. Sérfræðingur í Evrópumálum telur talsverðar líkur á því að ný ríkisstjórn láti fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður, hvort sem ríkisstjórnarflokkarnir séu fylgjandi eða andsnúnir aðild. a ð sögn sérfræðings í Evrópumálum eru talsverðar líkur á því að ný ríkisstjórn muni láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort halda skuli aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. „Miðað við hvern- ig stemning í þjóðfélaginu hefur þróast á þeim tíma sem liðið hefur síðan umsóknarferlið hófst gæti það jafnvel orðið reyndin, hvort sem flokk- ar fylgjandi eða andsnúnir viðræðum verði í stjórn,“ segir Auðbjörg Ólafsdóttir, hagfræð- ingur og sérfræðingur í Evrópumálum. Jafnvel gæti sú staða komið upp að flokkar andsnúnir aðild muni þá standa að baki umsókninni. Tveir flokkar hafa lýst yfir þeirri stefnu að Íslandi sé betur borgið utan ESB, Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn og í drög- um að landsfundarályktunum þeirra kemur fram að hætta skuli viðræðum og leggja málið í Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, E. Kozakou-Marco ullis, utanríkisráð- herra Kýpur, sem er í formennsku ráðherraráðs ESB, og Stefan Füle, framkvæmda- stjóri stækkunarsviðs Evrópusambandsins á blaðamannafundi í desember. Auðbjörg Ólafs- dóttir hagfræðingur er leiðbeinandi á námskeiðinu: Ísland og Evrópa: Samband á tímamótum sem er í boði hjá Endur- menntun Háskóla Íslands í febrúar. Verkefnamiðlun á netinu Íslenski sjávarklasinn hefur kynnt nýtt framtak sem ber heitið Verkefna- miðlun. Um er að ræða vefsíðu þar sem fyrirtækjum gefst kostur á að skrá áhugaverð verkefni sem þau óska eftir nemendum til að sinna. Nú þegar eru í boði 50 verkefni fyrir nemendur. Verkefnin eru af öllum stærðum og gerðum og geta verið allt frá smáum annarverkefnum yfir í lokaverkefni og möguleg sumarstörf. Verkefnið er tilkomið vegna sam- starfs menntahóps Sjávarklasans, en hópurinn samanstendur af fulltrúum úr framhalds- og háskólum hér á landi sem bjóða upp á haftengt nám. Verk- efnið hefur verið unnið undir forystu Háskólans á Akureyri, er kostað af Ís- landsbanka og stutt af fjölda fyrirtækja og stofnana, þar á meðal Faxaflóahöfn- um, Vísi hf., Eimskip, Marel, Háskóla Íslands, Innovit og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Slóðin er Verkefnamidlun.is. Vöruskiptaafgang- ur 11,6 milljarðar Útflutningur í nýliðnum janúar nam 55,8 milljörðum króna og innflutn- ingur 44,2 milljörðum. Vöruskiptin í mánuðinum voru því hagstæð um 11,6 milljarða króna, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Þetta er mun meiri afgangur en var í janúar í fyrra, en þá var afgangurinn af vöruskiptum hálfur milljarður króna. Greining Íslandsbanka minnir þó á, í þessum samanburði, að þá nam innflutningur flugvéla nær 10 milljörðum króna. Deildin telur því réttara að bera saman undirliggjandi vöruskiptajöfnuð á milli ára. „Sé leiðrétt fyrir viðskiptum með skip og flugvélar í janúar í fyrra,“ segir þar, „nam afgangurinn af vöruskiptum 10,8 milljörðum króna í mánuðinum, reiknað á sama gengi. Er afgangurinn nú þar með um 800 milljónum króna meiri nú í janúar en í janúar í fyrra, eða sem nemur rúmum 7% á föstu gengi.“ - jh 8 fréttir Helgin 8.-10. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.