Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 16
M aður veit bara að ef maður segir nei, þá getur maður verið barinn og manni nauðgað. Þess vegna er betra að segja bara já,“ segir fjórtán ára stúlka sem ekki vill koma fram undir nafni en er ein af fjölmörgum stúlkum sem Fréttatíminn talaði við og hafa verið virkar í neyslu áfengis og vímuefna. Allar eiga það sameiginlegt að hafa strokið frá heimilum sínum í lengri eða skemmri tíma og eftir mörgum þeirra hefur verið lýst í fjölmiðlum. Þetta eru „týndu börnin“. Tekið skal fram að ekki eru öll þeirra barna sem lýst eftir, í neyslu. Sum eiga við hegðunarvanda að stríða eða annars konar vanlíðan og strjúka að heiman af þeim sökum. Stúlkurnar, sem eru í neyslu, greiða marg- ar hverjar fyrir áfengi og vímuefni með því að veita afnot af líkama sínum. Aðrar segjast hafa sloppið við það því þær eigi vini sem haldi yfir þeim hlífðarhendi. Í augum stúlknanna sjálfra, sem „sofa hjá“ fyrir dóp, eru þær hins vegar ekki að selja sig. „Við veljum bara gaura sem við getum hugsað okkur að sofa hjá. Ef tveir eru sam- an, annar ljótur og hinn sætur, hangir maður bara utan í þessum sæta til að sleppa við að þurfa að sofa hjá þessum ljóta. En það hefur alveg gerst að maður hefur þurft að sofa hjá þessum ljóta,“ segir sama stúlka. „Stundum er maður alveg: „Oj, hvað var ég að pæla. Ég er fjórtán og hann þrítugur. Það er ekki alveg eðlilegt. En svo fær maður sér bara aftur í nefið og gleymir því,“ segir önnur. Þær taka fram að þeim hafi ekki verið nauðgað þótt þær þekki stelpur sem hafi orðið fyrir því. Og þær þekkja stráka sem nauðga. Þá reyna þær að forðast. „Ég veit náttúrulega ekkert hvað hefur gerst þegar ég er í „black-outi“ og hvort mér hafi verið nauðgað þá. Það skiptir mig hins vegar ekki máli því ég veit ekki af því,“ segir hún. Þær nefna nokkur nöfn á mönnum sem þær reyna að forðast. Einn þeirra sem þær nefna er margdæmdur ofbeldishrotti og var síðast handtekinn í desember fyrir grófa líkams- árás gegn 18 ára stúlku og hafði mánuðina á undan ítrekað verið handtekinn vegna of- beldisbrota sem einkum beindust að ungum stúlkum. „Það er fullt af svona ógeðslegum gæjum,“ segir ein. Ein stúlkan lýsir reynslu sinni af því að vakna á Landspítalanum, nef- brotin og illa farin eftir barsmíðar og ofbeldi. „Ég veit ekkert hvað gerðist,“ segir hún. Segjast ekki fíklar Týndu stúlkurnar líta ekki á sig sem fíkla. Þær eru bara „á djamminu“ og langar ekki að hætta. Foreldrar margra þeirra eru ráð- þrota og hafa í samvinnu við barnaverndar- yfirvöld sent dætur sínar í meðferðarúrræði á Stuðlum og til fósturfjölskyldna úti á landi Týndu Börnin 1. hluti Sigríður Dögg Auðunsdóttir Föst í dópheimi Margar þeirra ungu stúlkna sem lýst er eftir í fjölmiðlum sjá sér fyrir dópi, fæði og húsaskjóli með því að veita mun eldri karlmönnum afnot af líkama sínum. Stúlkum, allt niður í fjórtán ára aldur, finnst þær ekki vera að selja sig en vita að ef þær segja nei verði þeim nauðgað og þeim jafnvel misþyrmt. Þetta eru týndu stúlkurnar. Ég veit náttúrulega ekkert hvað hefur gerst þegar ég er í „black-outi“ og hvort mér hafi verið nauðgað þá. Það skiptir mig hins vegar ekki máli því ég veit ekki af því. Framhald á næstu opnu L jó sm yn d/ N or di s Ph ot os /G et ty Im ag es 16 úttekt Helgin 8.-10. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.