Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 38
S koda hefur verið í mikilli sókn á síðustu árum. Ís-
lendingar hafa öðlast trú
á framleiðandanum þrátt
fyrir frekar neikvæða
ímynd hans áður fyrr. Skoda Oktavia
var mest seldi bíll ársins 2012 á Íslandi.
Á næstunni verður þriðja kynslóð þessa
bíls kynnt til sögunnar. Skoda umboðið
bauð fjórum blaðamönnum frá Íslandi til
Algarve í Portúgal til þess að reynsluaka
bílnum.
Sniðugar og einfaldar lausnir
Bíllinn er mjög þægilegur í akstri. Hann er
léttur og meðfærilegur þrátt fyrir stærð-
ina. Útlitið er sportlegt og hann stendur
framar eldri kynslóðum Oktavíu. Það er
líka sérstaklega þægilegt að vera farþegi
í bílnum. Í aftursætinu er mikið pláss í
allar áttir og því ætti að fara vel um alla.
Aftursætið liggur hærra en framsætið svo
farþegar, sem ekki eru háir í loftinu ættu
að geta fylgst með útsýninu án nokkura
vandkvæða.
Farangursrýmið í nýju Oktavíunni
rennir frekari stoðum undir einkunnarorð
Skoda, Simply clever. Einfaldar lausnir
eru í fyrirrúmi, eins og til dæmis, motta
með tvær mismunandi hliðar sem auðvelt
er að snúa við eftir hentugleika. Önnur
hliðin er með vatnsheldum gúmmíbotni
en hin hefðbundin. Í hlið farangursrýmis-
ins er spjald með frönskum rennilási sem
hægt er að festa við efnisbotninn. Með
þessu móti er hægt að tryggja að kassar
eða aðrir þungir hlutir renni til. Nógu af
kössum ætti að vera hægt að koma fyrir
í skottinu því þar rúmast tæpir 600 lítrar
sem er mun meira en gengur og gerist í
þessum flokki bíla.
Nýjungar sem koma
sér vel
Skoda býður upp á marg-
ar nýjungar sem flestar
eiga það sameiginlegt að
vera einfaldar og snjallar.
Margar þeirra koma þó væntanlega til með
að flokkast sem aukahlutir og verða seldar
sem slíkir. Auk hefðbundinna fjarlægðar-
skynjara og snertiskjás er boðið upp á
aðstoð við að slökkva háu ljósin í tíma til
öryggis og þæginda fyrir aðra ökumenn.
Sjálfur hef ég átt það til að gleyma háu
ljósunum, sérstaklega ef ökumaðurinn í
farþegasætinu er ekki innanborðs. Þetta
ætti því að koma sér vel. Myndavél sem
fest er á spegilinn nemur umferðina fram
undan og deyfir ljósin eftir þörfum. Þessi
búnaður aðstoðar einnig ökumann við að
greina umferðarskilti sem fram undan eru
og birtast þau í mælaborðinu jafnóðum.
Stærri – en léttari
Ég hef keyrt töluvert gömlu gerðina af
Skoda Oktavíu sem var mest seldi bíll á Ís-
landi í fyrra. Mjög góður bíll sem stendur
sannarlega fyrir sínu. Mér hefur þó alltaf
fundist hann frekar þungur í akstri innan-
bæjar. Nýja kynslóð Oktavíu er léttari en
sú gamla og munar rúmlega 100 kílóum.
Bíllinn er auk þess nokkru lengri og með
meira hjólahaf sem bætir aksturseiginleika
hans til muna. Skoda Octavia er því sér-
staklega þægilegur í akstri og það var lítið
vandamál að þræða þrönga vegi milli smá-
bæja í Algarve. Þegar maður situr í svona
bíl reikar hugurinn og maður hugsar til
þess að í honum væri hægt að eyða löngum
tíma, jafnvel aka yfir heilu heimsálfurnar.
Það væri ég til í að gera á Oktavíu, bæði
sem ökumaður en einnig sem farþegi og ég
myndi síður en svo fúlsa við aftursætinu.
38 bílar Helgin 8.-10. febrúar 2013
Rúmgóður, sparneytinn og vel búinn
Malibu er stór, fimm manna fólksbíll, 4,86
metrar á lengd. Dísilbíllinn er sjálfskiptur og
hlaðinn aukabúnaði.
Bílabúð Benna hefur hafið sölu á Chevrolet Malibu með 2,0 lítra dísilvél sem afkastar
160 hestöflum og hefur 350 Nm hámarkstog. Bíllinn er boðinn sjálfskiptur og hlaðinn
staðalbúnaði, að því er fram kemur í tilkynningu umboðsins.
„Margir hafa beðið eftir að Malibu byðist hér með dísilvél enda státar hann í þeirri
gerð af einkar lágri eldsneytiseyðslu sem samkvæmt Evrópustöðlum er 6
lítrar á hundraðið í blönduðum akstri.
Malibu er stór, fimm manna fólksbíll, 4,86 metrar á
lengd. Hann býður upp á mikið farangurs-
rými sem með sæti í uppréttri stöðu er 545
lítrar. Útlitshönnun Malibu byggir að hluta
til á hinum goðsagnakennda Camaro sem
margir bílaáhugamenn þekkja. Þetta er
rúmgóður bíll og yfirbygging hans ein-
kennist af kraftalegum formlínum.
Í staðalgerð kemur hann hlaðinn búnaði.
Þar má nefna hluti eins og lyklalaust
aðgengi og ræsihnapp, leðurklædd sæti, raf-
knúna topplúgu, rafknúin sæti með minni, bakk skynjara, Xenon aðalljós, 18“ álfelgur,
hita í framsætum, regnskynjara og margt fleira.
Malibu kemur með þriggja rima leðurstýri með aðdrætti og veltu, stjórnrofum
fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi og sérstaklega formuðu stýri sem stuðlar að
nákvæmari stýringu. Malibu státar einnig af bestu hljóðeinangruninni í
stærðarflokknum. Upplýsinga- afþreyingarkerfi bílsins fylgir
7“ snertiskjár í lit, níu hátalarar, Bluetooth tenging ásamt
tengingum fyrir Aux, SD og USB. Sportlega formuð leður-
sætin eru þægileg fyrir líkamann,“ segir í tilkynningunni.
Chevrolet Malibu kostar 5.490.000 krónurí
bensínútfærslu. Dísilgerð bílsins er kynnt þessa
dagana hjá Bílabúð Benna og kostar hann í þeirri
gerð 5.990.000 krónur.
ReynSluakStuR Skoda oktavia
Skoda fer stöðugt fram
Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda kynnti þriðju kynslóð Octavia á dögunum. Fréttatíminn tók
bílinn til kostanna í Portúgal á dögunum. Útlit Octavia er sportlegt og þægilegt að aka bílnum.
Þegar
maður
situr í
svona
bíl reikar
hugurinn
og maður
hugsar til
þess að
í honum
væri hægt
að eyða
löngum
tíma, jafn-
vel aka
yfir heilu
heimsálf-
urnar.
Bjarni Pétur
Jónsson
ritstjorn@frettatiminn.is
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á
þjónustustöðvum N1 um land allt
HELGARBLAÐ
69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent júlí-sept. 2012