Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 22
 Stjórnandinn  eBOX eimSkip Býður nýjung á flutningamarkaði Ásdís les vefmiðla og tölvupósta meðan hún drekkur fyrsta kaffibolla dagsins. Ljósmynd/Hari Borðar hafragraut að hætti húsbóndans nafn: Ásdís Kristjánsdóttir Starf: Forstöðumaður Greiningar- deildar Arion banka. aldur: 34 ára. menntun: Bsc í verkfræði og Msc í hagfræði. fyrri störf: Sérfræðingur á efnahagsskrifstofu fjármálaráðu- neytisins. maki: Agnar Tómas Möller verk- fræðingur. Börn: Thelma Sigríður og Tómas sem eru fjögurra ára og Kristján sem er rúmlega eins árs. Morgunstund Við fjölskyldan borðum saman hafragraut að hætti húsbóndans. Við reynum að eiga notalega morgunstund áður en vinna, leikskóli og dagmömmur taka við. Dagurinn í vinnunni hefst á morgunfundi með starfsfélögum þar sem við förum yfir málefni líðandi stundar. Græjan MacBook Air. Hefðir Fyrsti kaffibolli dagsins sam- hliða því sem ég renni yfir vef- miðla og les tölvupósta. Minn tími Lesa góða bók og hlusta á tónlist. Klæðaburður Ég tel mig vera með nokkuð venjulegan fatasmekk. Á virkum dögum er ég í vinnudressi sem samanstendur af dragtarjakka, kjól eða buxum. Um helgar skipta þægindin meira máli. Boðskapur Ísland þarf að vera eftirsóknar- verður fjárfestingarkostur. Við þurfum að ná stöðugleika í hag- kerfinu og raunhæfa áætlun um hvernig hægt er að opna landið á nýjan leik. Þá er mikilvægt að draga úr sköttum sem eru íþyngjandi fyrir atvinnulífið og heimilin. Hagnaður Össurar 4,8 milljarðar Hagnaður stoðtækjaframleiðandans Öss- urar nam 38 milljörðum dollara eða sem svarar um 4,8 milljörðum króna á árinu 2012. Það er aukning um 9% frá árinu á undan. Sala jókst um 3% og var tæplega 400 milljónir dollara. Ný framleiðslueining í Mexíkó hafði jákvæð áhrif en slök sala í Bandaríkjunum neikvæð. Framlegð nam 248 milljón dollurum eða 62% af sölu, sem er sama hlutfall og árið 2011. Hagnaður fyrir skatta og afskriftir (EBITDA) nam 70 milljónum dollara. EBITDA hlutfallið fór út 18,2% árið 2011 í 17,5% á árinu 2012. - jh Hugmyndahandbók á Viðskiptaþingi Á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem fram fer 13. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica, verða kynntar í formi Hug- myndahandbókar 13 tillögur sem ætlaðar eru til að ýta undir framleiðni í hagkerfinu. Til hliðsjónar eru meginskilaboðin í skýrslu McKinsey & Company frá því á síðasta ári, en tillögurnar varða innlenda þjónustu, auðlindatengda starfsemi og alþjóðlega starfsemi. Yfirskrift Viðskiptaþings 2013 er „Stillum saman strengi: hagkvæmni til heilla“.- jh Hagnaður Marel árið 2012 nam 35,6 milljónum evra, eða sem svarar 6,1 milljarði króna, en hann var 34,5 milljónir evra árið 2011, að því er fram kemur í tilkynningu til Kaup- hallarinnar. Tekjur ársins 2012 námu 714,0 milljónum evra, sem er 6,8% aukning samanborið við tekjur árið áður. EBITDA var 86,0 milljónir evra, sem er 12,0% af tekjum samanborið við 87,0 milljónir evra árið 2011. Rekstrarhagnaður (EBIT) var 61,1 milljón evra, sem er 8,6% af tekjum samanborið við 62,2 millj- ónir evra árið 2011. Hagnaður á hlut nam 4,88 evrusentum. Vaxtaberandi skuldir í lok árs námu 243,2 milljónum evra. „Heilbrigður 6,8% vöxtur er afrek við krefjandi markaðsað- stæður. Marel hefur vaxið gríðar- lega á síðustu fjórum árum,“ segir Theo Hoen, forstjóri. „Við gerum ráð fyrir hóflegum vexti árið 2013 að því gefnu að helstu markaðir okkar rétti úr kútnum á seinni hluta ársins, sérstaklega Bandaríkin sem hafa verið í lægð síðustu tvö árin. Við munum leggja áherslu á kostnaðaraðhald og stöðlun vara til að auka arð- semina.“ - jh  uppgjör afkOma árSinS 2012 Hagnaður Marel 6,1 milljarður Aukin þörf fyrir ein- falda og hraða þjónustu Aukin áhersla á lausnir með stuttum fyrirvara og minna lagerhald. Hægt er að fara inn á eBOX á netinu hvenær sem er sólarhringsins, reikna út flutningskostnað og bóka sendingar frá öllum helstu stöðum í Evrópu. Með skrifstofum Eimskips erlendis og öflugu neti samstarfsaðila fyrirtækisins þar eru í boði hagkvæmar lausnir alla leið frá send- anda til móttakanda. eBOX reiknivélin gerir viðskiptavinum kleift að reikna út á netinu verð á sendingum alla leið á augabragði. n ý þjónusta hjá Eimskip, eBOX, býður upp á einfaldar lausnir til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. „Skipaflutningar hafa lítið breyst á undanförnum árum eða frá gámavæðing- unni á áttunda áratug síðustu aldar. Á sama tíma hafa þarfir viðskiptavina okkar þróast í áranna rás og nú finnum við að þörfin fyrir einfalda og hraða þjónustu fyrir smærri sendingar hefur verið að aukast jafnt og þétt,“ segir Matthías Matthíasson á síðu félagsins en hann er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptaþjónustu hjá Eimskip. Matthías segir ástæðurnar meðal annars þær að auk- in áhersla sé á lausnir með stuttum fyrirvara og minna lagerhald. „Það er oft hagkvæmara að panta minna í einu en oftar. Með því sparast t.d. fjármagnskostnaður sem fyrirtæki og einstaklingar horfa í auknum mæli á. Það má segja að eBOX sé okkar leið til að mæta þessari þróun. Hægt er að fara inn á eBOX á netinu hvenær sem er sólarhringsins, reikna út flutningskostnað og bóka sendingar frá öllum helstu stöðum í Evrópu á einfaldan og fljótlegan hátt,“ segir Matthías. Eimskip er með fjögur skip í áætlunarsiglingum á milli Íslands og Evrópu og býður því upp á mjög góðar tengingar við öll helstu viðskiptalönd Íslend- inga í Evrópu. Flutningstíminn frá helstu höfnum í Evrópu er frá 3-5 virkum dögum frá því skipið leggur úr höfn í þar til varan er komin heim að dyrum á Ís- landi. „Við leggjum áherslu að eBOX gámarnir séu með þeim síðustu um borð í erlendu höfnunum og þannig þeir fyrstu í land á Íslandi. Viðskiptavinum stendur að sjálfsögðu einnig til boða að láta okkur sjá um tollafgreiðslu og heimakstur á sendingunum. Með því tryggjum við hraða og örugga þjónustu á eBOX sendingunum alla leið heim að dyrum sem er einfalt og þægilegt,“ segir Matthías. Matthías segir að helstu breytingarnar sem orðið hafa í þjónustunni á undanförnum árum séu þær sem snúa að aukinni netvæðingu. „Það eru auknar kröfur um að geta stundað sín viðskipti á einfaldan og fljótvirkan hátt á netinu. Þar hefur þjónustuvefur ePort Eimskips komið sterkt inn með sínum ítarlegu upplýsingum um viðskipti fyrirtækja,“ segir Matth- ías, „og nú er tekið stórt skref til viðbótar með því að gera viðskiptavinum kleift að reikna út verð og bóka flutning á netinu.“ Jónas Haraldsson jo nas@frettatiminn.is Stór og fjölbreyttur tölvugeiri kynntur UTmessan 2013 verður haldin í Hörpu í dag og á morgun, föstudag og laugardag 8. og 9. febrúar. Hún felur í sér marga viðburði sem all- ir styðja við það markmið að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeir- inn á Íslandi er með það að mark- miði að fjölga þeim sem velja sér tölvu- og tæknigreinar sem fram- tíðarstarfsvettvang. Í dag, föstudag verður ráðstefna fyrir fagfólk og aðra áhugamenn um upplýsingatækni. Á ráðstefn- unni verða 8 þemalínur í 4 sölum Hörpu. Erlendir og innlendir fyrir- lesarar stíga á stokk. Fjöldi fyrir- tækja hefur skráð sig á sýningar- svæðið í opnu rými á fyrstu hæð Hörpunnar og verður það opið ráð- stefnugestum allan daginn. Á morgun, laugardag, verður sýning tölvu- og tæknifyrirtækja opin allan daginn og kostar ekk- ert inn. Örkynningar og fræðsla í gangi í sölum á 1. hæð í Hörpu um ýmislegt sem tengist daglegu lífi og upplýsingatækni. Einnig verða alls kyns getraunir og leikir í gangi og hægt að fá aðstoð tækni- manna við ýmis vandamál sem tengjast upplýsingatækni. Hægt verður að prófa tölvuleiki eins og nýjasta leik CCP, DUST 514, fylgj- ast með ungum forriturum leysa verkefni í „hackathon“, prófa að forrita með leiðsögn tölvufólks og margt fleira verður í boði til að svipta af hulunni af dulúð tölvu- heimsins, bæði fyrir börn og full- orðna. - jh  upplýSingatækni á utmeSSunni í Hörpu Tölvu- og tæknigreinar eru spennandi starfsvettvangur. Sýning fyrir almenning í Hörpu á morgun. Hægt verður að prófa tölvuleiki eins og nýjasta leik CCP, DUST 514. 22 viðskipti Helgin 8.-10. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.