Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 26
Þjáist þú af mígreni? erum við bara að klára þetta. Við eigum enn eftir að ákveða hvað platan á að heita. Hann er að spá... við erum að spá. Það er ekki alveg komið á hreint.“ John Grant er mjög hrifinn af Ásgeiri Trausta og tónlist hans. Auk þess að þýða textana fyrir ensku útgáfuna hefur hann verið viðstaddur upptökur á söng Ás- geirs fyrir umrædda útgáfu. Hefur Grant að sögn verið afar liðtækur við upptökurnar og til að mynda aðstoðað Ásgeir með enskan fram- burð við sönginn. Mikið tónleikahald fram undan Eins og fram hefur komið hefur Ásgeir gert samning við stóra erlenda umboðsskrifstofu, William Morris Entertainment. Það er fyrirtæki sem hefur listamenn á borð við Björk og Lady Gaga á sín- um snærum. Samningurinn kom í gegnum sambönd áðurnefnds Dereks Birkett. Það er bókarinn David Levy sem sér um Ásgeir Trausta innan William Morris Entertainment og þegar er fjöldi tónleika bókaður á árinu og meira í bígerð. Í næstu viku spilar Ásgeir á norsku tónlistarhátíðinni By:Larm en þar eru Norrænu tónlistar- verðlaunin einmitt afhent. Þá taka við tónleikar á Sónar-há- tíðinni í Reykjavík. Því næst fer hann með alla hljómsveitina sína á ferðalag um Ameríku dagana 6. til 24. mars. Þar mun bandið til að mynda troða upp á South by South- west tónlistarhátíðinni í Austin í Texas og á Canadian Music Week í Toronto. Í apríl fer Ásgeir Trausti ásamt Júlla, gítarleikara og félaga sínum að norðan, á tónleikaferða- lag með Mads Langer um Dan- mörku. Þá er hann bókaður á G! festival í Færeyjum hinn 20. júlí, Pohoda festival í Slóvakíu í sama mánuði og fleiri tónlistarhátíðir verða staðfestar á næstunni. Sagði upp í tónlistarskólanum Dýrð í dauðaþögn seldist í um 22 þúsund eintökum fyrir síðustu jól. Hún varð þar með söluhæsta frum- raun íslensks tónlistarmanns hér á landi. Vinsældirnar komu öllum að óvörum og líf þessa tvítuga tón- listarmanns hefur tekið óvænta beygju á síðustu mánuðum. Hann varð til að mynda nýverið að segja upp starfi sínu sem kennari í tón- listarskólanum á Hvammstanga. Hvað gerðist eiginlega á síðasta ári? Hvernig varð nokkuð saklaus strákur úr sveitinni allt í einu vin- sælasta poppstjarna landsins? „Ég átta mig ekkert á þessu frekar en aðrir. Kiddi hafði alltaf rosa mikla trú á þessu og sömu- leiðis fólk í kringum mann. Mínar væntingar? Mér hefði fundist frábært að selja 300 plötur til heimafólksins. En ég fann reyndar fljótt að þetta var að fara eitthvað meira en það. Að þetta yrði framar væntingum. Ég er samt á svipuð- um stað í huganum og ég var áður en allt fór af stað. Maður verður að halda sér niðri á jörðinni.“ Mamma og pabbi ánægð með strákinn Hvernig hefur gengið að halda sambandi við vini og fjölskyldu eftir að þetta ævintýri fór í gang? „Það gengur ágætlega. Maður býr bara til sinn eigin tíma. Það er ekki eins og ég sé alltaf upptekinn, ekki þannig. Maður tekur bara þau gigg sem maður er bókaður á. Það versta við þetta er auðvitað að vinnutíminn er bara einhvern tím- ann og einhvern tímann. En þetta bjargast, Mamma og pabbi eru bara hress. Þeim finnst rosa gaman að ég hafi eitthvað að gera og gangi vel. Pabbi er búinn að koma mikið að þessu dæmi og mun koma að þessu í náinni framtíð.“ Ásgeir segist eiga nóg af nýjum lögum en hins vegar er ekki von á nýrri plötu á þessu ári. „En mjög líklega á næsta ári,“ segir hann. Velgengni hans erlendis verður sumsé til þess að aðdáendur hér heima þurfa að bíða lengur eftir nýju efni en ella. Það verður víst ekki á allt kosið. „Það sem mér finnst skemmti- legast við þetta er að gera eitt- hvað nýtt. Það er að sjálfsögðu gaman að spila á tónleikum en enn skemmtilegra að semja og taka upp. Maður heldur sér gangandi með því að skapa meira.“ Með gott fólk á bak við sig Óhætt er að segja að Ásgeir Trausti hafi verið heppinn með fólk í kringum sig á þessum stutta en farsæla ferli. Hér heima hefur hann verið undir verndarvæng umboðs- mannins Maríu Rutar Reynisdóttur og hennar bónda, Kidda í Hjálm- um sem tók upp plötuna, spilar í hljómsveitinni og hefur miðlað úr reynslubanka sínum. Þá er fjöl- skyldunnar ógetið; Steini bróðir hans úr Hjálmum hefur verið hjálp- legur og pabbi hans, Einar Georg Einarsson, samdi bróðurpart af textum plötunnar. Ásgeir viður- kennir að allt þetta fólk eigi mikinn þátt í velgengninni: „Ég er oft svo kærulaus á hluti. Það þarf svolítið að sjá um tímasetningar og annað fyrir mig. En þau eru líka rosalega góð í því, María og Kiddi. Þeim finnst það ábyggilega bara gaman, eða það ætla ég að vona,“ segir Ás- geir og hlær við. Þú hlýtur náttúrlega að vera orðinn moldríkur á þessu ævintýri öllu saman, ekki satt? „Nei, það get ég nú ekki sagt. Maður fær náttúrlega alltaf ein- hverja fyrirframgreiðslu við að gera svona samning en One Little Indian er lítið fyrirtæki, þetta er ekkert eins og fyrirframgreiðslur hjá Universal. Bara eitthvað svo maður lifi af. Það voru auðvitað önnur útgáfufyrirtæki líka búin að sýna áhuga. Við tókum þá ákvörð- un að vildum lítið fyrirtæki og virt. Hafa þetta svolítið heimilislegt. Ég held að það henti þessu apparati.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Ásgeir Trausti hefur skrifað undir útgáfusamning við One Little Indian. Plata hans kemur út um allan heim á næstunni. Á henni syngur hann lögin sín á ensku eftir að John Grant snaraði textunum yfir á ensku. Ljósmynd/Hari 26 viðtal Helgin 8.-10. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.