Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 18
Maður veit að þeir munu
nauðga manni á endanum.
til að reyna að slíta þær frá slæmum
félagsskap. Stúlkurnar hlæja að
Stuðlum. „Enginn sem ég þekki
hefur orðið edrú eftir meðferð á
Stuðlum,“ segja þær. „Þar er allt vað-
andi í efnum og allir að nota. Ég hef
meira að segja séð krakka sprauta
sig þar inni,“ segir ein.
Þótt þær hafi horft á stelpur
sprauta sig og jafnvel hjálpað þeim
við það segjast þær ekki sjálfar
sprauta sig. Þar draga þær mörkin.
Þær hafa allar heyrt söguna af 17 ára
stúlku, Sigrúnu Mjöll Jóhannesdótt-
ur, sem lést af of stórum skammti
sumarið 2010. „Það segja margir að
ég sé alveg eins og stelpan sem dó.
Að ég sé alveg eins og hún áður en
hún byrjaði að sprauta sig,“ segir
ein fjórtán ára sem hefur verið í
virkri neyslu örvandi efna, áfengis
og kannabis frá því hún var 12 ára.
Hún, eins og margar aðrar sem sagt
hafa Fréttatímanum sögu sína, varð
fyrir einelti í grunnskóla sem leiddi
til mikillar félagslegrar einangr-
unar með tilheyrandi vanlíðan. 12
ára kynntist hún fyrstu vinkonu
sinni sem átti eldri systur sem var
í neyslu. Í gegnum hana kynntust
vinkonurnar fullt af krökkum sem
öll voru „í rugli“, eins og hún segir
sjálf. „Ég ætlaði ekkert að prófa dóp
en svo þegar ég gerði það fannst mér
það geðveikt gott,“ segir hún. „Við
erum föst í þessum dópheimi.“
Dópið leysti, að hennar mati,
vandamál hennar – vanlíðanin hvarf
og sjálfstraustið óx. Hún átti í fyrsta
sinn vini. Hún útvegaði sér dóp með
því að hanga með körlum á aldrinum
30-40 ára. „Maður veit að þeir munu
nauðga manni á endanum. Maður
hangir með þeim í smá tíma og fær
hjá þeim dóp en reynir að forða sér
áður en manni verður nauðgað,“
segir hún.
Vil bara komast í vímu
Hún segist aldrei spyrja út í efnin
sem henni eru boðin. „Ég bara tek
það ef maður kemst í vímu af því.
Ég pæli aldrei í því hvað magnið er
mikið. Ef það er of mikið er það bara
seinni tíma vandamál,“ segir hún.
Hún þjáist af þunglyndi og hefur
oft íhugað sjálfsmorð. Hún lætur
ekki verða af því af tillitssemi við
fjölskylduna sína. „Þegar maður tek-
ur efni líður manni ekki illa lengur.
Allir erfiðleikarnir hverfa. Stressið
fer,“ segir hún.
Stúlkurnar skiptast á að „sofa
hjá gaurum“ fyrir dóp. Sumar eru
viljugri til þess en aðrar. Ein segist
hafa einu sinni fengið greitt 15
þúsund krónur frá manni fyrir að
redda honum einhverri til að „sofa
hjá“. „Ég sagði vinkonu minni ekk-
ert frá því. Ég kom þeim bara saman
og hún svaf hjá honum og ég fékk
borgað. Hún vildi sjálf alveg sofa hjá
honum,“ segir hún.
Ein stúlkan segir frá því að eitt
skipti þegar hún var að djamma
niðri í bæ með vinkonu sinni hafi
hún skilið hana eina eftir. Hún hafi
því þurft að redda sér einhverj-
um stað til að gista um nóttina og
gengur upp að eldri strák og fer
að spjalla við hann. Hann spurði
hana hvar hún myndi gista þá um
nóttina og hún hafi svarað því til
að hún vissi það ekki. Hann bauð
henni gistingu og hún þáði það.
„Hann splæsir í leigubíl heim til sín
en þegar við komum inn bauð hann
mér bara sér rúm. Hann svaf í einu
rúmi og ég öðru. Svo gaf hann mér
morgunmat og allt. Pældu í því hvað
sumt fólk getur verið gott!“ Aðspurð
segist hún hafa verið reiðubúin því
að hann myndi vilja sofa hjá henni.
„Það er skárra en að vera á götunni,“
svarar hún.
Gjaldmiðillinn er kynlíf
Guðmundur Týr Þórarinsson,
Mummi, sem starfað hefur um
margra ára skeið með ungmennum
í neyslu, síðast hjá Götusmiðjunni,
segir að stelpur geti lifað lengur á
götunni en strákar því þær geta not-
fært sér gjaldmiðilinn kynlíf. „Ungar
stúlkur borga fyrir dóp með kynlífi.
Þær flakka á milli hópa eftir því sem
strákarnir fá leið á þeim þangað til
þær eru orðnar of gamlar og svo illa
farnar að enginn vill með þær hafa
lengur,“ segir Mummi. „Þær komu
alltaf miklu tjónaðri í meðferð en
strákarnir því þær voru búnar að
skemma sig svo mikið, voru orðnar
algjörir ísklumpar,“ segir hann.
„Það er mín skoðun og margra
annarra að neysla vímuefna sé
einungis birtingarmynd á öðrum
vanda,“ segir Mummi. „Ótti minn er
hins vegar sá að við séum að missa
tökin á þessu. Við erum komin með
svo stóran vanda sem er svo erfitt
að nálgast. Það er oft ekki gripið
inn í vanda þessara ungmenna nógu
snemma. Þau byrja mjög snemma á skóla-
göngu sinni að sýna merki um vanlíðan og
lenda ósjaldan í einelti. Það er hins vegar
ekki tekið á málum fyrir alvöru fyrr en þau
eru komin í neyslu, þá fer allt í einu kerfið
af stað,“ segir hann.
Pétur Broddason sem stýrir meðferðar-
úrræði fyrir stúlkur á Laugalandi í Eyja-
firði tekur undir þetta. „Oft hafa þessar
stúlkur orðið fyrir einelti og átt í erfiðleik-
um allt frá leikskólaaldri oft á tíðum. Ég
hef verulegar áhyggjur af því hversu þessi
vandi fær að þróast lengi í grunnskólanum
áður en gripið er inn í, jafnvel ekki fyrr en
börnin eru komin í neyslu,“ segir hann.
„Neyslan á sér djúpar rætur. Yfirleitt hafa
börnin orðið fyrir einhverri skelfilegri lífs-
reynslu á borð við misnotkun eða einelti,
sem brýst út með þessum hætti þegar
börnin öðlast sjálfstæði um unglingsaldur-
inn. Þá leita þau í eitthvað annað til að líða
betur eða fá athygli og finna sig oft í hópi
krakka sem eru sjálfir í vanda og tekur
alltaf á móti þeim,“ segir Pétur.
Eitthvert óyndi í þeim
Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er
sama sinnis. „Það er eitthvert óyndi í þess-
um krökkum, sem verður til þess að þeir
leiðast út í neyslu. Félagsleg staða þeirra er
eitthvað skrýtin og þau eru ekki alveg að
fylgja norminu. Ungmennin vita vel, eins
og aðrir, að fíkniefni er eitthvað sem maður
á ekki að snerta. En svo prófa þau og oft er
ekki aftur snúið,“ segir Hörður.
Þegar stúlkurnar eru komnar vel yfir
tvítugt eru margar orðnar svo langt leiddar
og illa farnar að þær losna ekki úr viðjum
fíknarinnar. „Þá er fíknin tekin yfir, hún
spyr ekki um neitt. Stór hluti af þessu fólki
Maður
hangir
með þeim
í smá tíma
og fær hjá
þeim dóp
en reynir
að forða
sér áður
en manni
verður
nauðgað
Lj
ós
m
yn
d/
N
or
di
s
Ph
ot
os
/G
et
ty
Im
ag
es
18 úttekt Helgin 8.-10. febrúar 2013