Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 62
„Þetta er vel umfram það sem við bjuggumst við,“ segir Jón Gunnar Geirdal athafnamaður. Talsverð eftirvænting virðist vera vegna veitinga- staðarins Lemon sem Jón Gunnar hyggst opna í næsta mánuði í félagi við kokkinn Jón Arnar Guð- brandsson. Um 300 manns hafa sótt um vinnu á staðnum eftir að opnun hans var kynnt í síðustu viku. Jón Gunnar er ánægður með viðbrögðin og hyggst boða alla umsækjendurna í prufu í næstu viku. „Við erum að leita að ákveðnum týpum af fólki, fáránlega hressu fólki með ótrúlega útgeislun. Við verðum bara að fá að hitta allt þetta fólk og spyrja það af hverju það á að fá að vera með í Lemon-ævintýrinu,“ segir hann. Á milli 20-25 manns fá á endanum vinnu hjá Lemon. Lemon verður til húsa að Suðurlandsbraut 4. Að sögn Jóns Gunnars er fyrirmyndin sótt til að staða á borð við Joe & the Juice og Pret a Manger. Aðall staðarins verða grillaðar sælkerasamlokur, holl- ustudjúsar, salöt og fleira. „Þetta á að vera skemmti- legasti bar landsins, þó þetta sé heilsubar,“ segir Jón Gunnar Geirdal. Jón Arnar Guðbrandsson var að prófa sig áfram í samlokugerð á Lemon í gær. Ljósmynd/Hari  Veitingahús Mikill áhugi á störfuM hjá leMon 300 manns í prufur fyrir samlokustað Stefán Karl Stefánsson leikari er kominn heim eftir áralanga búsetu í Bandaríkjunum og hefur í nógu að snúast. Hann ver þó kröftum sínum ekki síst í að endurskipuleggja og umturna starf­ semi Regnbogabarna. Samtökin stofnaði hann fyrir hartnær tólf árum til þess að berjast gegn einelti. Hann segir breyttar samfélagsaðstæður kalla á breyttar áherslur í baráttunni.  stefán karl regnbogabörn koMin á fulla ferð Viðrar vel til loftárása á þá fullorðnu É g er alveg á fleygiferð í að umturna starfsemi Regnbogabarna, bæði efnislega og í rekstrinum,“ segir Stefán Karl. „Við erum búin að vera að taka púlsinn og sjá hvar þarf að ráðast á meinið.“ Stefán Karl segir gríðarlega vitundarvakningu hafa orðið hjá börnum og ungu fólki en fullorðna fólkið standi því miður í stað. „Þar er ástandið að versna og hlutir sem mann hafði svo sem órað fyrir eru að koma upp hvað varðar ein- elti fullorðinna gagnvart börnum.“ Stefán Karl segir þetta grafalvarlegt mál sem hafi oftar en ekki með kennara og jafnvel skólastjór- nendur að gera. „Ég held að þetta skrifist á skort á forvörnum og því sem ég vil kalla grunnheilbrigðis- þjónustu sem er náttúrlega í algerum lamasessi, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Ungt fólk í dag er náttúrlega hundrað sinnum betra heldur en þeir sem eldri eru að viða að sér upplýsingum enda kynslóðin sem kann á netið og er óhrædd við að sækja sér upp- lýsingar þangað. En eins og Sigur Rós sagði þá viðrar vel til loftárása, á þá sem eldri eru núna og loftárás- unum þarf svolítið að linna á unga fólkið.“ Stefán Karl segir kominn tíma á nýja nálgun og hræðsluáróðrinum verði að linna. „Vegna þess að krakkar eru ekki fávitar og vilja ekki láta koma fram við sig sem slíka. Það þarf að treysta þeim aðeins betur og nálgast þau á þeirra grundvelli.“ Stefán Karl segist vera búinn að haga málum þann- ig að hann geti skilað af sér 20-40 klukkustundum í vinnu fyrir Regnbogabörn á viku en hann er enn að sýna Með fulla vasa af grjóti í Þjóðleikhúsinu ásamt Hilmi Snæ Guðnasyni auk þess sem hann mun leika Glanna glæp í fjórðu þáttaröðinni um Latabæ sem fer í tökur í kringum páskana. „Þetta er nú bara gaman og ég get ekki án leikhússins verið.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Maður er búinn að leika þrjár rull­ ur í átta ár, Glanna glæp, Grinch og Jake Quinn í Með fulla vasa af grjóti. Það hefur ekkert annað komist að en þetta er gríðarlega gaman og ég kvarta ekki.“ Tónleikar fyrir Ingó Ingólfur Júlíusson fréttaljósmyndari, umbrotsmaður, rokkari og annálað ljúfmenni hefur undanfarna mánuði barist hetjulega við hvítblæði. Þar sem Ingólfur hefur lengst af starfað sem verktaki og hefur verið lengi frá vinnu hafa alvarleg veikindi hans komið illa við fjárhag heimilisins en hann á eiginkonu og tvær ungar dætur. Ljósmyndarar héldu veglegt upp­ boð á ljósmyndum til styrktar fjölskyldunni í byrjun ársins og nú ætlar tónlistarfólk að taka höndum saman og slá upp tón­ leikum til þess að styrkja Ingólf. Áætlað er að halda tónleikana í lok febrúar og fjöldi tónlistarfólks hefur þegar lýst sig boðið og búið til þess að leggja hönd á plóg. Ingólfur hefur meðal annars leikið á gítar í hinni goðsagnarkenndu pönksveit Q4U. Formannsskipti í Rithöfunda­ sambandinu Í gær tilkynnti Kristján B. Jónas­ son, forleggjari hjá Crymogeu, á Facebook­síðu sinni að hann léti af embætti formanns Félags íslenskra bókaútgefenda eftir nærri sjö ára setu. Við þessa breytingu segist hann tvíeflast í rekstri Crymogeu. Rithöf­ undar og aðrir skutu kveðjum og þökkum á Kristján í kjölfarið en þegar Fréttatíminn fór í prentum hafði eng­ inn gefið kost á sér í formennskuna annar en Egill Örn Jóhannsson, sá vaski framkvæmdastjóri Forlagsins. Í góðum félagsskap Jólafríið er á enda hjá krökkunum í hljómsveitinni Of Monsters and Men. Krakkarnir hressu úr Garðabæ og af Suðurnesjum eru nú komnir til Ástralíu þar sem þriggja mánaða stíf tónleikaferð er að hefjast. Sveitin fer um Bretland, ýmis Evrópulönd, Brasilíu og Chile áður en Bandaríkin taka við. Í sumar leikur Of Monsters and Men svo á fjölda tónlistarhátíða í Evrópu. Einir athyglis­ verðustu tónleikarnir verða 20. maí næstkom­ andi í Colorado­fylki á Red Rocks Amphitheatre, mögnuðum tónleikastað undir berum himni. Þar treður hljómsveitin upp ásamt hinni vinsælu sveit Vampire Weekend sem um nokkurra ára skeið hefur notið mikilla vinsælda hér á landi. 62 dægurmál Helgin 8.­10. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.