Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 36
Freistingin stóra Á Áætlað hefur verið að íslenskir bakarar baki milljón bollur fyrir bolludaginn, auk allra þeirra bolla sem bakaðar eru í heimahúsum. Það má því búast við mikilli bolluveislu alla helgina og fram á bolludaginn sjálfan, á mánudaginn. Bolludagur og annar átveisludagur sem fylgir í kjölfarið, sprengidagur, fara fyrir öskudegi, fyrsta degi lönguföstu. Það er forn siður að kýla vömbina fyrir löngu- föstu, sjö vikum fyrir páska. Þessir dagar rokka því í dagatalinu milli ára, rétt eins og páskarnir, en sprengidag getur borið upp á 3. febrúar til 9. mars. Matarorgíu- dagar þessir eru því með fyrra fallinu í ár, 11. og 12. febrúar en á næsta ári nálgast þeir vorið meira, verða þá 3. og 4. mars. Rjómabollur eru lostæti og saltkjöt og baunasúpa ekki síður. Það er því ástæðu- laust annað en láta svolítið eftir sér í til- efni þessara ágætu daga – og styrkja í leiðinni stétt bakara og kjötkaupmanna. Bolluátssiður er talinn hafa borist hingað til lands fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, líklega að frum- kvæði þarlendra bakara sem settust hér að. Reykvísk bakarí fóru síðan að auglýsa bollur á öðrum tug tuttugustu aldar. Kjöt- veisla fyrir lönguföstu nær hins vegar aldir aftur í tímann. Hin almenna hefð sem nú tíðkast, saltkjöt og baunir, þekk- ist hins vegar hér á landi frá síðasta hluta nítjándu aldar. Þótt ég hafa ekkert annað í hyggju en að úða í mig bollum um helgina og á bolludag – og fylgja því eftir með salt- kjötsáti á sprengidag – er ólíklegt að hið sama eigi við um þorra samstarfs- manna minna. Eftir ofát um jólin þótti flestum í þeim ágæta hópi tími til kominn að staldra við. Konur jafnt og karlar þóttust sjá að við svo búið mætti ekki standa. Ekki laug baðvigtin. Bumba og ástarhöldur lifðu orðið sjálfstæðu lífi hjá áður spengilegu fólki. Tímabært var að ná aftur fyrri stöðu glæsimennskunnar. Ekki vantaði náttúrulegan fríðleikann en hreyfingarleysi og hömluleysi í mataræði hafði teygt hann aðeins niður – og út á við. Útkallið var því almennt með fitumæl- ingu í byrjun og stífu æfingaprógrammi í líkamsrækt við hæfi hvers og eins. Ég kom mér að vísu undan þessum aga- reglum og bar við virðulegum aldri og hófsemi alla tíð sem þýddi að spengi- leiki minn gæti ekki orðið öllu meiri. Þar var vitaskuld farið á svig við sannleik- ann þótt ég njóti þess vissulega að vera genetísk mjóna. Það segir samt ekki alla sögu því vísindamenn hafa sýnt fram á grennstu menn geta svo sannarlega verið innanfeitir, ekki síður en þeir sem af bærilegri bumbu státa eða mjúkum belg. Vegna þessa undanskots hef ég fylgst með líkamsræktar- og mataræðisá- taki starfssystkina minna úr hæfilegri fjarlægð. Skipt var í lið til þess að efla keppnisandann og treysta liðsheildina. Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Minna fituhlutfall, aukinn vöðvastyrkur og færri kíló urðu því ekki aðeins keppikefli milli einstaklinga heldur liða. Íþróttataskan tilheyrir nú föstum fylgihlutum allra þátttakenda. Þeir hverfa úr vinnunni á ólíklegustu tímum og koma til baka rauðir af áreynslu með blautt hárið úr sturtu. Lýsingar á þyngd lóða sem lyft er í bekk fylgja, jafnt hjá konum sem körlum. Hlaupalengdir eru mældar og ræddar – og armlyftur taldar. Við bætast svo kvöld- og jafnvel helgartímar í jóga til styrkingar og slökunar. Umræðurnar um íþróttaátakið sjálft jafnast þó engan veginn á við umræð- urnar um mataræðið. Ég sé ekki betur en keppnisliðin séu sísvöng en í svo stífu átaki að fátt megi leyfa sér af lífsins gæðum, að minnsta kosti þeim sem við víkur fæðuvali. Grænt skal það vera og hollt. Spínatbökur og salat eiga fremur upp á pallborðið en kótelettur í raspi með sósu, kartöflum og rauðkáli úr dós. Vatnið hefur rutt gosdrykkjunum úr vegi þótt enn laumist flestir liðsmenn í te- eða kaffibolla nokkrum sinnum á dag. Samt verð ég var við þrá, stundum ákafa, eftir óhollustu. Hamborgarar koma þá til tals, franskar og sósa – með slurk af kryddi. Rætt er um borgar- ana eins og þeir tilheyri veröld sem var en augu liðsmanna ljúga ekki. Þeir gætu svo sannarlega hugsað sér einn, ef ekki tvo, með stórum skammti af frönskum. Sömu sögu er að segja af annars konar skyndibita sem svífur yfir vötnum í ljúfsárri minningu íþróttafólksins vaska. Verst er þó minningin um súkkulaðið. Þráin eftir því beinlínis líkamnast í sumum þátttakendanna. Mannskepnan er breysk og holdið er veikt. Það sé ég líka úr þeirri fjarlægð sem ég er frá þessum vaska líkamsrækt- arhópi. Það hefur því komið fyrir að einstaklingar hafa fallið, einkum um helgar. Þeir mega þó eiga það að þeir viðurkenna syndir sínar undanbragðalaust á mánudagsmorgnum. Safaríkur hamborgari með öllu gumsinu hvarf ofan í einn á föstudagskvöldi og ekki bætti úr skák að skyndibitanum var skolað niður með innihaldi úr sykursætri pepsídós af stærri gerðinni. Annar við- urkenndi að hafa látið fallerast og gleypt í sig Snikkers. Það var gott meðan á því stóð en í kjölfarið fylgdi ákaft samvisku- bit. Syndaaflausnin á mánudeginum var því nauðsynleg en í stað 10 Maríubæna tók viðkomandi á sig aukaæfingu þann daginn. Hópurinn er því allur að verða spengilegri – en hættan er fram undan, freistingin ógurlega, bolludagshelgin sjálf, rjómabollur, súkkulaði og sulta. Það kemur í ljós á mánudaginn hvort einhver hefur syndgað – og þarf að taka aukaæfingu, jafnvel tvær. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Voltaren Dolo 25 mg húðaðar töflur. Inniheldur 25 mg kalíumdíklófenak. Er notað við vægum verkjum eins og höfuðverk, tannverk, tíðaverk, gigt- og bakverk. Skammtar fyrir fullorðna og börn 14 ára og eldri: Upphafsskammtur er 1 tafla, en síðan 1 tafla á 4-6 klukkustunda fresti, þó mest 3 töflur (75 mg) á sólarhring og lengst í 3 sólarhringa. Meðhöndla á í eins skamman tíma og í eins litlum skömmtum og mögulegt er. Töfluna á að gleypa í heilu lagi með glasi af vatni, helst fyrir máltíð. Ekki má taka Voltaren Dolo ef þú ert: yngri en 14 ára, með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, acetýlsalicýlsýru eða öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum, með sár eða blæðingu í meltingarvegi, hjartabilun, skerta lifrar eða nýrnastarfsemi, mikla blóðflagnafæð, á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitaðu ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi áður en þú tekur lyfið ef þú: ert með astma, hjartasjúkdóm, sjúkdóm í meltingarvegi, notar önnur lyf, notar verkjastillandi lyf við höfuðverk í langan tíma, ert næmur fyrir vökvaskorti, ert með sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðstorku, ert að fara í aðgerð, ert eða ætlar að verða þunguð eða ert með barn á brjósti. Gæta skal þess að lyfið getur dulið einkenni sýkingar. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleið- beiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Fæst án lyfseðils Verkir í baki? Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í baki! V O L1 30 10 2 36 viðhorf Helgin 8.-10. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.