Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 25
*P
ró
fu
n
á
há
rn
æ
rin
gu
1
2-
20
11
(Þ
ýs
ka
la
nd
).
n=
12
7
ko
nu
r,
st
að
fe
st
in
ga
rh
lu
tfa
ll:
N
íu
a
f h
ve
rju
m
tí
u.
Úfnir apakettir eða
litlar prinsessur - litlar
stelpur elska að leika
sér með hárið og breyta
um greiðslur. Sally
Brooks er með góðar
hugmyndir fyrir þig
þegar kemur að skemmtilegum greiðslum
fyrir krakka. Fáðu nýjar hugmyndir að hár -
greiðslum fyrir apaketti og litlar prinsessur
með því að skanna QR-kóðann.
„Raki í hári er ómissandi fyrir börn og full -
orðna. Það sem á við um líkamann frá toppi
til táar á einnig við um hárið frá rót til hár-
enda. Snerting hársins verður silki mjúk og
óvið jafnan leg þegar jafnvægi er á raka þess.
NIVEA hleypir nú af stokkunum NIVEA
Hydro Care en með því fær hár þitt
og þinna nánustu allan þann raka sem
nauðsynlegur er á hverjum degi. Hámarks raki fyrir hárið þitt og
nógu milt fyrir börnin þín. Hvílíkur hentugleiki!“
Silkimjúkt hár fyrir alla! Í NIVEA Hydro
Care sjampóinu er einstök blanda
af aloe vera, fljótandi keratíni og
vatnaliljusafa. Aloe vera er auðugt af
náttúrulegum bindiefnum með háu
vatnsinnihaldi. Hér færðu óviðjafnanlega
og öfluga rakaaukningu!
Eftir hárþvott kemur síðasta stig raka-
umönnunar með NIVEA Hydro Care
hárnæringunni. Hún annast hár þitt með
aloe vera, fljótandi keratíni og vatnaliljusafa.
Hárið verður vel
rakafyllt – án þess
þó að þyngja það.
Þú upp lifir fallegt,
silkimjúkt hárið og
nýtur ferska ilmsins.
SILKIMJÚKT HÁR
ER FJÖLSKYLDUMÁL
SALLY BROOKS, ALÞJÓÐLEGUR HÁRSNYRTIR NIVEA
Færustu húðlæknar höfðu umsjón með þróun
NIVEA Hydro Care. Það er svo milt að þú getur
óhikað deilt því með börnunum þínum. Þessi
einstaka gæðablanda úr aloe vera, fljótandi
keratíni og vatnaliljusafa nærir og viðheldur
raka í þurru og þyrstu hári. Með nýju Hydro
Care hárnæringunni er sérstaklega auðvelt að
ná fram silkiáferð hársins og það er auðveldara
að greiða það. Hárið verður svo mjúkt og slétt
að greiðan mun aldrei aftur framkalla tár. Níu af
hverjum tíu konum sem voru spurðar, sögðust
óhikað mæla með vörunni við vini sína.*
MILD OG VÖNDUÐ
RAKAUMÖNNUN FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SKEMMTILEG
HÁRGREIÐSLA
FYRIR KÁTA
KRAKKA
HORFÐU Á MYNDBANDIÐ
Þ
að var ákveðið strax
í byrjun, þegar við
vorum að taka upp
plötuna í fyrra, að við
myndum prófa að gera
enska útgáfu af lögunum. Það var
bara frábært að fá áhuga erlendis
frá svona fljótt,“ segir Ásgeir
Trausti Einarsson tónlistarmaður.
Ásgeir hefur gert útgáfusamn-
ing við breska útgáfufyrirtækið
One Little Indian. Fyrirtækið mun
gefa út plötu hans, Dýrð í dauða-
þögn, um allan heim innan tíðar.
Ekki fæst uppgefið nákvæmlega
hvað felst í samningnum við One
Little Indian enda liggur það ekki
endanlega fyrir.
Var svolítið hræddur við
meikið í fyrstu
One Little Indian ætti að vera Ís-
lendingum að góðu kunnt, enda
hefur það gefið út plötur Sykur-
molanna, Bjarkar og fyrstu plötur
Sigur Rósar. Derek Birkett, fram-
kvæmdastjóri One Little Indian,
var bent á Ásgeir Trausta síðasta
haust og setti sig í samband. Hann
kom hingað til lands og hitti Ás-
geir og hans fólk og hlutirnir fóru
að rúlla. Birkett kom aftur á Ice-
land Airwaves og síðan hafa samn-
ingaviðræður staðið yfir. „Honum
leist rosa vel á tónlistina og spurði
hvort við myndum ekki gera enska
útgáfu til að ná til fleira fólks,“
segir Ásgeir um fyrstu fundina
með Birkett.
„Ég er búinn að hitta hann núna
nokkrum sinnum. Þetta er æðis-
legur kall og flott fyrirtæki sem
virðist einhvern veginn vera pers-
ónulegt. Þetta er virt fyrirtæki
en samt ekki risi. Það heldur vel
utan um sitt fólk. Maður áttaði sig
fljótt á því að maður væri í góðum
höndum,“ segir Ásgeir ennfremur.
Aðspurður segir hann að fleiri
plötufyrirtæki hafi sýnt sér áhuga
en One Little Indian hafi frá upp-
hafi verið mest spennandi.
Hann viðurkennir reyndar að
þetta hafi aðeins staðið í honum,
meikið. „Mér fannst þetta svolítið
stórt fyrst að vera að fara að semja.
Ég var svolítið hræddur fyrst.
Mér fannst þetta vissulega mikill
heiður en get ekki neitað því að ég
var frekar smeykur. En þegar ég
hugsaði um það sá ég að maður
verður að grípa tækifærið þegar
það gefst. Maður veit ekkert hvort
það kemur aftur.“
Frábært samstarf með John
Grant
Plata Ásgeirs Trausta kemur út
á íslensku á vegum One Little
Indian á næstu dögum. Ásgeir er
tilnefndur til Norrænu tónlistar-
verðlaunanna og sú útgáfa er fyrst
um fremst hugsuð sem kynning í
tengslum við það. Þessa dagana er
aftur á móti verið að leggja loka-
hönd á enska útgáfu plötunnar. Út-
lit er fyrir að ekkert verði hróflað
við lögunum sjálfum en textarnir
verða á ensku. Það er tónlistar-
maðurinn John Grant sem þýðir
íslensku textana yfir á ensku. John
Grant hefur sem kunnugt er verið
búsettur hér á landi síðasta árið og
unnið að annarri sólóplötu sinni.
Grant þykir glúrinn tungumála-
maður og hefur náð góðu valdi
á íslensku. Hann tók því þessari
áskorun fagnandi.
„Þetta kom allt í gegnum Steina
bróður minn, hann þekkti John
eitthvað,“ segir Ásgeir um upp-
haf þessa samstarfs. „Við vorum
að spá í hver ætti að semja enska
texta fyrir plötuna eða þýða okkar
texta. John semur rosalega góða
texta og er góður tónlistarmaður
í alla staði. Hann hafði aldrei
gert neitt svona áður og fannst
spennandi að takast á við þetta.
John hreifst af textunum og við
ákváðum að hann myndi þýða
textana í stað þess að gera nýja.
Allar þýðingarnar eru klárar og nú
Framhald á næstu opnu
Sumargestur
Fuglinn minn úr fjarska ber
fögnuð vorsins handa mér.
Yfir höfin ægibreið
ævinlega flýgur rétta leið.
Fús ég þakka fuglinn minn
fyrir gleðiboðskapinn
þessa ljúfu tæru tóna, tóna
Höfundur: Einar Georg Einarsson.
Sumargestur
verður Bird
Bird
My bird flies home from afar
brings the joy of spring to me
over the ocean’s endless blue
he never fails, his path is clear and true
From my heart I thank you friend
for this precious melody
for these sweet and pure tones,
sweet and pure tones
Þýðing: John Grant.
viðtal 25 Helgin 8.-10. febrúar 2013