Skinfaxi - 01.11.2013, Síða 9
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 9
Vonumst eftir fjölda
umsókna strax við
fyrsta umsóknarfrest
– Sérðu fram á auknar styrkveitingar á
komandi misserum?
„Já, vissulega vonum við það. Fjármagn-
ið mun aukast hægt og bítandi næstu ár
þar til það nær hámarki árið 2020. Við mun-
um fara í öflugar kynningar á nýju áætlun-
inni strax í upphafi ársins 2014 og vonumst
því til þess að fá fjölda umsókna strax við
fyrsta umsóknarfrest. Við vonumst til þess
að halda í gömlu styrkþegana og hjálpum
þeim inn í nýja áætlun og einnig verður
unnið að því að fá nýja umsækjendur og
þar með fjölgar umsóknunum. Það verður
áskorun og við tökumst bjartsýn á við
hana.“
Spennandi fyrir krakka
að fara sem sjálfboða-
liði til Evrópu
– Er ekki víða að finna tækifæri fyrir ungt
fólk og um leið mikla möguleika?
„Jú, áætlunin býður upp á mikið af tæki-
færum fyrir ungt fólk. Það sem mér finnst
einna mest spennandi fyrir krakka er að
fara sem sjálfboðaliðar til Evrópu. Þar geta
þau verið allt upp í 12 mánuði og unnið
að ýmiss konar verkefnum. Allir, sem hafa
gert þetta, segja að það hafi opnað fyrir
þeim algjörlega nýjan heim. Þau hafa góð-
an stuðning en eru engu að síður að fást
við ný viðfangsefni á nýjum stöðum og
takast á við sjálf sig. Eftir þessa reynslu koma
þau heim miklu sterkari og með víðari
sjóndeildarhring og segja að þau muni
lifa á þessu alla ævi. Það er oft þannig með
krakka að þau eru ekki alveg viss um hvað
við eigi að taka að loknum menntaskóla
en þau langar til að upplifa eitthvað nýtt
og spennandi. Þá skortir hins vegar pen-
inga. Í þessum verkefnum þurfa þau í
mesta lagi að leggja út 10% af ferðakostn-
aði, annað fá þau greitt. Þeim er séð fyrir
húsnæði og fæði eða þau fá matarpeninga
og smávegis vasapeninga. Þeim er séð
fyrir öllum tryggingum og þau eru með
frían lækniskostnað að öllu leyti, svo að
þetta er öruggasta umhverfi sem ungt
fólk á völ á. Um leið öðlast krakkarnir gífur-
lega reynslu sem þau búa að alla ævi. Því
miður höfum við ekki fengið nærri nógu
mikið af ungu fólki og það er kannski
vegna þess að unga fólkið okkar er alltaf
búið að skuldbinda sig með ýmsum hætti,
það er eiginlega vandamálið. Annars eru
bara spennandi tímar fram undan, fullt af
tækifærum með auknu fjármagni. Ungt
fólk hefur úr mörgu að velja, það er ekki
spurning,“ sagði Anna R. Möller, forstöðu-
maður Landsskrifstofu Evrópu unga
fólksins.
N ý kynslóð Evrópuáætlana var kynnt á þrefaldri opnunarráðstefnu á Hótel
Sögu 22. nóvember sl. Þar var einnig
Erasmus+ áætlunin opnuð formlega og
kynnt á Íslandi í fyrsta sinn. Síðdegis sama
dag var haldin uppskeruhátíð allra Evrópu-
áætlana sem Íslendingar hafa tekið þátt í,
í 20 ár.
Erasmus+
Árið 2014 tekur gildi ný mennta-, íþrótta-
og æskulýðsáætlun á vegum Evrópusam-
bandsins. Nefnist hún ,,Erasmus +“. Íslend-
ingar hafa aðgang að þessari áætlun í
gegnum EES-samninginn. Þetta er í fyrsta
skipti sem íþrótta er getið í sérstakri áætl-
un hjá ESB. Erasmus+ opnar því á tölu-
verða möguleika fyrir íslenska íþróttahreyf-
ingu til að fá styrki í margvísleg verkefni.
Einkum er horft til verkefna á sviði lýð-
heilsu, grasrótarverkefna í íþróttum en
einnig er sjónum beint að verkefnum til
að koma í veg yfir lyfjamisnotkun og ólög-
lega veðmálastarfsemi tengda íþróttum.
Hægt er að sækja um frá 80 milljónum til
320 milljóna í mismunandi verkefni.
Samstarfsverkefni og
íþróttaviðburðir
Að sögn Andrésar Péturssonar hjá
Rannís, sem hefur tekið að sér að vekja
athygli íþróttahreyfingarinnar á þessu
áhugaverða tækifæri, er ýmislegt sem
íslensk íþróttahreyfing getur sótt um.
„Verkefnum er skipt í tvo flokka; Sam-
starfsverkefni og svo íþróttaviðburði. Í
fyrri flokknum er lögð mikil áhersla á gras-
rótarverkefni en í síðari flokknum er áætl-
unin að styrkja viðburði sem auka áhuga
almennings á hreyfingu. Einnig er mögu-
leiki að sækja um styrk til að halda sér-
staka Evrópska viku íþrótta. Svo má ekki
gleyma því að Evrópusambandið legg-
ur mikla áherslu á styrki til þeirra aðila
sem af einhverjum ástæðum eiga undir
högg að sækja, til dæmis fatlaðir ein-
staklingar. En öll verkefni verða að vera
unnin í samvinnu við önnur Evrópu-
lönd,“ bætir hann við.
Allir geta sótt um
Andrés bendir á að nánast allir þeir
sem tengjast íþróttum geti sótt um.
„Þetta geta verið stóru hreyfingarnar
ÍSÍ og UMFÍ, sérsambönd fyrir einstakar
íþróttagreinar, héraðssambönd en einnig
einstök íþróttafélög. Þar að auki geta ein-
stök sveitarfélög sótt um styrki í sam-
vinnu við íþróttasamtök,“ segir hann.
Hann hvetur forráðamenn íþróttafélaga
til að leggja nú hausinn í bleyti til að
koma upp með spennandi hugmyndir
í þessu sambandi. „Ég hef varpað því
fram að Íslendingar ættu að endurvekja
Samnorrænu sundkeppnina sem var
mjög vinsæl á Íslandi í mörg ár. Það þarf
reyndar að fá fleiri þjóðir til samstarfs
því að lágmarksfjöldi í svona íþróttavið-
burði er tólf þjóðir.“
Nýtum tækifærin
Erasmus+ áætlunin gildir í sjö ár, frá
2014 til 2020. Fyrstu umsóknarfrestir eru
í mars 2014 en einnig í apríl fyrir stærri
verkefni.
„Við hjá Rannís höfum mikinn áhuga
á því að Íslendingar nýti sér þessi tæki-
færi strax frá upphafi. Ástæðan er sú að
þetta er ný áætlun og er ekki stór hluti
af Erasmus+. Því getur verið að stærri
þjóðirnar spái ekki mikið í þennan hluta
áætlunarinnar strax og það gefur okkur
tækifæri til að fá stærri bita af kökunni
en ella. Það skapar líka tengsl fyrir Íslend-
inga strax frá upphafi.“
Andrés segir að Rannís hafi þegar
kynnt forsvarsmönnum ÍSÍ og UMFÍ
þessa möguleika. Mikill áhugi sé hjá
þessum samböndum að kynna sér þessi
mál nánar. Stefnt sé að því að halda
opinn fund um þau eftir áramótin.
„Íslendingar hafa náð mjög góðum
árangri í rannsóknar- og þróunaráætl-
unum ESB og mennta- og æskulýðs-
sjóðunum. Við hjá Rannís sjáum því ekki
neina meinbugi á því að við getum náð
sama árangri með þennan nýja íþrótta-
sjóð,“ segir Andrés Pétursson, sérfræð-
ingur hjá Rannís.
Andrés Pétursson hjá Rannís:
Ýmislegt sem íslensk íþrótta-
hreyfing getur sótt um
Andrés Pétursson,
sérfræðingur hjá
Rannís.