Skinfaxi - 01.11.2013, Page 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
„Öll mín hreyfing er nú skráð einhvers staðar.
Auðvitað hef ég gengið mikið út frá sumar-
bústaðnum en svo er ég í gönguhópi sem
gengur saman fyrsta sunnudag í hverjum
mánuði. Í hópnum eru líka fyrrverandi
menntaskólafélagar konunnar minnar, Þór-
unnar Marsilíu Lárusdóttur, sem er mikill fjall-
göngugarpur og við göngum á fjöll sumar
og haust. Það er meira innan borgarmark-
anna á veturna og svo færum við okkur út á
landsbyggðina yfir sumartímann. Á hverjum
sumri förum við í eina langa göngu og þá
yfirleitt í júlí. Í sumar sem leið fórum við að
Holti í Önundarfirði og gengum meðal ann-
ars á Kaldbak sem er hæsta fjall Vestfjarða,
alls 998 metrar yfir sjávarmál. Þá gengum við
á Hest í Önundarfirði og helstu fjöll þar um
slóðir. Í sömu ferð var farið með Ferðafélagi
Vestfjarða í göngu sem var skemmtilegt. Í
lengri dagsgöngum hef ég verið að fara með
Ferðafélagi Árnesinga og við hjónin fórum
með þeim inn í Kerlingarfjöll. Þar gengum við
á fjóra hæstu tinda í Kerlingarfjöllum á einum
degi. Svo höfum við verið að ganga á Þing-
völlum og Lágafell og fleiri fjöll þar í kring.
Þetta er það helsta sem ég man í augnablik-
inu,“ sagði Sigurður Ingvarsson, göngugarp-
ur, í spjalli við Skinfaxa en hann var iðinn við
kolann í sumar í að hreyfa sig og hefur reynd-
ar verið það önnur sumur líka. Hreyfing hans
tengdist mikið verkefninu Hættu að hanga!
Komdu að hjóla, synda eða ganga sem Ung-
mennafélag Íslands stendur fyrir.
Sigurður er fæddur og uppalinn í Reykja-
vík en faðir hans er ættaður úr Landbrotinu
og móðir hans úr Laugardalnum. Hann er
með sumarbústað í Efstadal sem er rétt aust-
an við Laugarvatn. Sigurður er líffræðingur
að mennt og tók doktorspróf í krabbameins-
líffræði við Karolinska Institutet í Stokkhólmi.
Hann hefur unnið á rannsóknastofu alla sína
starfsævi, vann á Landspítalanum á árunum
1981–84 en síðan dvaldi hann við nám og
störf í Stokkhólmi í sex ár. Sigurður kom heim
í ársbyrjun 1991 og vann á Landspítalanum
til 2001. Eftir það hefur hann unnið í Tilrauna-
stöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keld-
um. Sigurður yfirmaður yfir þeirri stofnun.
Góð æfing að ganga á
Esjuna reglulega
Sigurður segist fara reglulega á Esjuna og
hefur alltaf litið á það sem góða æfingu fyrir
hinar svokölluðu Laugavegsgöngur en alls
hefur hann gengið Laugaveginn sjö sinnum.
Hann hljóp á Esjuna forðum alla þriðjudaga
en núna er hann meira fyrir rólegri göngur.
Hann segist vera duglegur að ganga á fjöll
í kringum Reykjavík og nefnir Úlfarsfell og
Vífilsfell í því sambandi.
„Ég hef skráð göngur mínar á fjöll, hlaup,
sund og hjólreiðar í ein fjögur ár ef ég man
rétt. Það má segja að ég hafi alla tíð hreyft mig
mikið en það minnkaði eitthvað aðeins á
háskólaárunum um tvítugt. Það hefur annars
alltaf verið mikil hreyfing á mér. Ég byrjaði að
hlaupa reglulega 1986 þegar ég var í doktors-
námi við Karolinska Institutet í Stokkhólmi.
Ég hef smám saman verið að lengja vega-
lengdirnar og fór í mitt fyrsta maraþon 1988
og ég er búinn að hlaupa maraþon á hverju
ári núna í 26 ár. Alls er ég búinn að hlaupa 57
maraþon á þessum 26 árum, minnst eitt og
flest fimm á ári. Fyrstu þrjú maraþonin þreytti
ég á námsárunum í Stokkhólmi en síðan flest
hér heima,“ sagði Sigurður.
57 ára og í fínu standi
Aðspurður hvort hann hefði hreyft sig mik-
ið sem barn og unglingur sagði Sigurður að
það hefði ekki verið mikið. Hann gekk að vísu
mikið og hjólaði og fór mikið í sund. Hann
sagðist ekki hafa verið í hinum hefðbundnu
boltaíþróttum eins og margir jafnaldrar hans.
„Í dag er ég 57 ára gamall og í fínu standi.
Þessi hreyfing alla tíð hefur skilað sínu. Hún
hjálpar til við að hreinsa hugann og hlaða
batteríin. Göngur á fjöll gera það að verkum
að maður þekkir landið sitt betur, kynnist
fleiri stöðum og er í nánari tengslum við nátt-
úruna og slíkt sem er mjög mikilvægt að
mínu mati.“
Sigurður Ingvarsson hreyfir sig alla daga ársins:
Hefur hlaupið 57 maraþon
Félagsskapurinn „Hlaupa-
samtök lýðveldisins“
Inntur eftir félagsskapnum á allri þessari
göngu segir Sigurður hann mjög mikilvægan.
Eiginkonan fer með honum í fjallgöngurnar
og þau hreyfa sig mikið saman. Gönguhópur-
inn er skemmtilegur og þjappar mönnum
saman.
„Ég hef verið að hlaupa með félagsskap
sem kallar sig ekki minna nafni en „Hlaupa-
samtök lýðveldisins“ og gera út frá Vestur-
bæjarlauginni. Það er mjög gaman að vera
í þessu félagi, hlaupa, rabba saman og fara
yfir málin,“ sagði Sigurður.
Hjólar daglega
Sigurður segist fara út alla daga, allan árs-
ins hring. Hann hjólar daglega, hjólar úr og í
vinnu. Setur nagladekk undir þegar færið er
ekki gott. Nú þegar liggja drög að dagskránni
fyrir næsta sumar.
„Já, gönguhópurinn er búinn að bóka
pláss í Árbót í Aðaldal. Við ætlum í dagsgöng-
ur og við erum að ræða um að ganga í Nátt-
faravíkur og jafnvel á Þeistareykjabungu.
Það á síðan eftir að fara betur yfir dagskrána.
Maður heldur sig svo áfram við þessar hefð-
bundnu sunnudagsgöngur og ég stefni að
því að fara maraþon aftur á næsta ári. Ég er
ekki hættur því en hef látið það eitt duga hin
síðustu ár. Hreyfingin er hluti af lífsmunstri
mínu, það er bara svoleiðis. Ég reyni að
hlaupa annan hvern dag allan ársins hring
en fyrir mig er ekki langt að hjóla í vinnuna.
Ég reyni samt að hjóla alltaf niður í bæ þegar
að ég þarf að sækja fundi. Ég mun hreyfa mig
eins lengi og ég get en það skal viðurkennt
að ég hreyfi mig eins mikið og ég gerði fyrir
15–20 árum. Maður eldist og hefur ekki
sama skrokk og áður. Hreyfingin gefur mér
mikið og það skiptir máli,“ sagði Sigurður
Ingvarsson í spjallinu við Skinfaxa.
Sigurður Ingvars-
son á Klaufa-
brekkuskarði.
Sigurður Ingvarsson í göngu
á Helgafell í Vestmannaeyjum
ásamt eiginkonu sinni, Þórunni
Marsilíu Lárusdóttur.
„Á hverjum sumri förum
við í eina langa göngu
og þá yfirleitt í júlí.“