Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.2013, Qupperneq 22

Skinfaxi - 01.11.2013, Qupperneq 22
22 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Niðurstöður æskulýðsrannsóknar- innar Ungt fólk 2013 sýna að mikil aukning hefur átt sér stað í íþrótta- iðkun nemenda í 5., 6. og 7. bekk á síðustu sex árum. Árið 2007 æfðu eða kepptu 29% stelpna fjórum sinnum í viku eða oftar með íþróttafélagi sínu en nú er hlutfallið 42%. Strákar æfa þó hlutfallslega meira, en 46% þeirra æfa eða keppa fjórum sinnum í viku eða oftar. Hlutfallið var 34% árið 2007. Þetta kom m.a fram á kynn- ingarfundi hjá Rannsóknum og greiningu sem haldinn var á Naut- hóli þann 7. nóvember sl. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk í öllum grunn- skólum landsins tóku þátt í könnun sem lögð var fyrir nemendur í febrúar á þessu ári. Rannsóknir & greining framkvæmdi rann- sóknina í samvinnu við mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið. Fjölmargar rannsóknir undanfarinna ára hafa leitt í ljós mikilvægi skipulagðs félags-, æskulýðs- og tómstundastarfs meðal barna og unglinga. Að sama skapi hafa rannsóknir sýnt að íþróttaiðkun og almenn hreyfing draga úr líkum á frávikshegðun og auka líkur á góðri líðan, bæði andlegri og líkamlegri. Þannig eru börn og unglingar, sem taka þátt í skipulögðu starfi, líklegri til að neyta hollr- ar fæðu, þeim líður betur andlega en öðrum ungmennum og þau eru ólíklegri til að reykja eða neyta áfengis og annarra vímuefna. Þá hefur komið í ljós að íþróttaiðkun eykur líkur á góðum námsárangri. Nýlegar rannsóknir vekja vonir um að íþróttir geti gegnt mikil- vægu hlutverki fyrir ungmenni sem búa við erfiðar aðstæður. Þannig dregur íþróttaiðkun almennt úr líkum á andlegri vanlíðan en samband þess- ara þátta er sterkara meðal þeirra unglinga sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir, svo sem við heimilisofbeldi og rifrildi. Það virðist því skipta verulegu máli að hvetja til íþrótta- iðkunar meðal ungs fólks og virkja sérstak- lega þá sem búa ekki við góðar heimilis- aðstæður. Bent hefur verið á að líkamleg hreyfing hafi á undanförnum árum víða minnkað sökum lífstílssbreytinga, sérstaklega í vestrænum samfélögum. Íslenskar rann- sóknir meðal barna í efstu bekkjum grunn- skóla sýna að sambærileg þróun hefur orðið undanfarinn áratug þegar metið er hlutfall þeirra unglinga sem hreyfa sig mikið eða mjög mikið á móti hlutfalli þeirra sem hreyfa sig lítið sem ekki neitt. Þannig bendir þessi tímagreining til að í þessum aldurshópi hafi hlutfall þeirra sem hreyfa sig mikið eða mjög mikið heldur aukist undanfarin ár en að sama skapi hefur hlutfall þeirra sem hreyfa sig lítið sem ekki neitt einnig hækkað. Á myndunum hér til hliðar má sjá hlutfall þeirra nemenda í 5., 6. og 7. bekk sem segj- ast reyna á sig líkamlega þannig að þeir mæð- ist eða svitni og eru niðurstöður sýndar ann- ars vegar fyrir þá sem segja slíkt eiga við einu sinni til þrisvar sinnum í viku (efsta mynd) og hins vegar fyrir þá sem reyna á sig þannig að þeir mæðast eða svitna fjórum sinnum í viku eða oftar (miðmynd). Ef byrjað er á því að skoða niðurstöður fyrir nemendur í 5. bekk má sjá að um 39% nemenda segja að þeir reyni þannig á sig líkamlega einu sinni til þrisvar sinnum í viku og 37% segja slíkt eiga við fjórum sinnum í viku eða oftar. Hlutfall sjöttubekkinga, sem reyna á sig líkamlega fjórum sinnum í viku eða oftar, er ívið hærra, þar sem um 49% þeirra segjast gera það og ef litið er til nemenda í 7. bekk á þetta við um rúmlega helming nemenda (56%). Strákar eru líklegri en stelpur til að reyna á sig líkam- lega fjórum sinnum í viku eða oftar og á það við um allar bekkjardeildirnar. Æskulýðsrannsóknin Ungt fólk 2013: Mikil aukning í íþróttaiðkun nemenda í 5., 6. og 7. bekk á síðustu sex árum

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.