Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 24
24 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Þegar litið er til þess hve oft nemendur
segjast stunda íþróttir með íþróttafélagi (æfa
eða keppa) má sjá að um 39% nemenda í 5.
bekk, 36% nemenda í 6. bekk og 29% nem-
enda í 7. bekk segjast stunda íþróttir einu
sinni til þrisvar sinnum í viku, árið 2013. Fleiri
stelpur en strákar segjast þó æfa eða keppa
með íþróttafélagi þetta oft í viku. Ef litið er
til ársins 2011 til samanburðar má greina
talsverða aukningu í íþróttaiðkun þetta oft
meðal nemenda í 5. og 6. bekk. Þá má sér-
staklega greina aukningu meðal stelpna.
Ef skoðað er hversu algengt það er að nem-
endur stundi íþróttir með íþróttafélagi fjór-
um sinnum í viku eða oftar árið 2013 kemur í
ljós að 36% fimmtubekkinga stunda íþróttir
með íþróttafélagi sem því nemur. Tæplega
44% nemenda í 6. bekk svara því til og hlut-
fall nemenda í 7. bekk er 51%. Hér kemur
einnig fram að strákar eru hlutfallslega lík-
legri en stelpur til að stunda íþróttir með
íþróttafélagi fjórum sinnum í viku eða oftar
og á þetta við um alla árganga. Þá má sér-
staklega greina mikla aukningu meðal
stelpna og stráka í 6. bekk.
Strákar virðast síður líklegir en stelpur til
að taka þátt í tómstundastarfi en lítill sem
enginn munur er á milli bekkja. Þó virðist
fleiri taka þátt í slíkum tómstundum í ár en
árið 2011. Árið 2011 sögðust 56% nemenda
í 5.–7. bekk aldrei taka þátt í tómstundastarfi í
skóla sínum en um 50% árið 2013.
Á neðstu myndinni má sjá hlutfall stráka og
stelpna í 5., 6. og 7. bekk eftir því hversu oft
þau stunda: Félagsmiðstöð, tónlistarnám,
leiklist, hestamennsku eða kvikmyndagerð.
Niðurstöður sýna hlutfall þeirra sem svara
spurningunni Nokkrum sinnum í mánuði.
Fleiri stelpur en strákar segjast stunda tón-
listarnám, leiklist og hestamennsku en jafn-
margar stelpur og strákar segjast stunda
„Eins og þessi könnun leiðir í ljós tengist
þessi aukning íþróttaiðkun almennt. Við
sjáum að iðkun íþrótta er að aukast í yngri
bekkjum grunnskóla og fleiri æfa innan
íþróttafélaga. Ennfremur eru fleiri farnir að
hreyfa sig almennt. Þessari aukningu veld-
ur einnig meira framboð og að jákvætt við-
horf er gagnvart íþróttum í samfélaginu.
Almenningur lítur svo á að íþróttir séu holl-
ar líkamanum og hafi um leið jákvæð áhrif
á andlega líðan fólks og þær hafi einnig
jákvætt uppeldislegt gildi,“ sagði Viðar
Halldórsson, doktor í félagsfræði hjá Rann-
sóknum og greiningu, en hann hefur stýrt
þessum könnunum frá 1997.
Viðar sagði að þegar stofnanir samfélags-
ins, stjórnvöld og foreldrar, tóku að líta á
íþróttir sem mikilvægan þátt í lífi barna og
unglinga hafi þær orðið jákvætt athæfi sem
foreldrar fóru að setja börnin sín í. Frá
1992, þegar kannanir hófust, hefur þátt-
taka í íþróttum aukist gríðarlega. Viðar
sagði að íþróttastarf sé almennt séð
jákvætt og gott fyrir iðkendur og samfélagið
í heild sinni.
„Íþróttir fá gott pláss í fjölmiðlum. Íslenskir
íþróttamenn hafa náð miklum árangri sem
gerir það að verkum að fleiri fara tvímæla-
laust að stunda íþróttir. Fyrirmyndir ýta enn-
fremur undir áhugann hjá krökkunum. Allt
hefur þetta sitt að segja. Skipulagning í
íþróttastarfi er með allt öðum hætti en áður.
Þekkingin er meiri, verkefni betur við allra
hæfi, betri þjálfun og æfingar fjölbreyttari.
Almennt séð höfum við verið á fínni leið hvað
þetta varðar. Við höfum verið að þróa íþrótt-
irnar í jákvæða átt að mestu leyti. Fyrir um tíu
árum var komin meiri sérhæfing í íþróttir en
áður og börnin áttu að stunda ákveðnar
íþróttir. Á síðustu 5–6 árum hefur orðið vakn-
ing í þá átt að sérhæfing í þessum efnum sé
ekki endilega góð. Hún er raunar miklu frekar
neikvæð að mörgu leyti. Ég held að þessi
breyting eigi líka þátt í fjölgun barna og ungl-
inga í íþróttum. Við erum aftur farin að leyfa
börnunum okkar meira frelsi og ákveðnar
íþróttagreinarnar eru orðnar með fjölbreytt
ara sniði. Það verður til þess að það dregur
úr leiða og áhuginn verður meiri. Ég finn
það í starfi mínu að það er komin miklu
meiri vitund um að það skipti máli að
íþróttastarf sé fjölbreytt en þessi skoðun
var á undanhaldi fyrir kannski átta árum.
Þá voru aðrar áherslur í gangi en sem bet-
ur fer hefur verið horfið af þeirri braut.
Menn hafa mætt þörfum iðkenda hvað
þetta varðar í meira mæli,“ sagði Viðar.
Viðar sagði að hámarksíþróttaþátttaka
væri í sjöunda bekk grunnskóla. Rúm 80%
allra nemenda í 7. bekk æfa í íþróttafélagi
einu sinni eða oftar í viku. Það er hámark
þátttöku í íþróttafélagi og af þeim eru
50% sem æfa fjórum sinnum eða oftar í
viku hverri. Það sem gerist í kjölfarið, segir
Viðar, er að þá dregur úr þátttöku í íþrótta-
félögum en hún eykst aftur á móti utan
íþróttafélaga í staðinn sem honum finnst
eðlileg þróun.
Viðar Halldórsson, doktor í félagsfræði:
Aukin umfjöllun og fyrirmyndir ýta undir áhuga
félagsmiðstöðina þetta oft. Þá er skemmti-
legt að sjá að jafnmargar stelpur og strákar
segjast stunda kvikmyndagerð þetta oft í
mánuði.
Viðar Halldórsson.