Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Landsmót UMFÍ 50 + verður haldið á Húsavík 20.-22. júní 2014. Ætlar þú ekki að mæta? Metþátttaka var í Skóla- hlaupi UMSK sem fór fram á Varmárvelli í Mosfellsbæ, þann 11. október síðast- liðinn. Um átta hundruð hlauparar tóku þátt í hlaupinu. Nemendur í fjórum árgöngum keppa í hlaupinu, þ.e. fjórði, fimmti, sjötti og sjöundi bekkur. Þrír fyrstu í hverjum árgangi fá viðurkenningu en allir þátttak- endur fengu hressingu í lok hlaups. Það var frjálsíþróttadeild Umf. Aftureldingar sem hafði umsjón með hlaupinu í ár. Í Skólahlaupi UMSK er keppt um Bræðrabikarinn. Sá skóli sem hlutfallslega kemur með flesta keppendur fær þennan bikar. Í ár var það Lindaskóli í Kópavogi sem hlaut bikarinn en 83% nemenda í 4.–7. bekk skólans tóku þátt. Þann 12. nóvember var bikarinn afhentur skólan- um til varðveislu fram að næsta hlaupi. Það var Kári Steinn Karlsson hlaupari sem afhenti bikarinn í samveru nemenda í skólanum og veitti Elín Helena Karlsdóttir bikarnum viðtöku fyrir hönd skólans. Skólahlaup UMSK: Lindaskóli hreppti Bræðrabikarinn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.