Skinfaxi - 01.11.2013, Blaðsíða 33
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 33
S
tærstur hluti mannslíkamans er vatn
en nægilegt magn vökva er nauðsyn-
legt til að viðhalda vökvajafnvægi
líkamans og eðlilegri líkamsstarfsemi.
Vatn er svalandi drykkur án viðbætts
sykurs, sætuefna, sítrónusýru (E330) og
rotvarnarefna og því besti drykkurinn við
þorsta. Vatn skemmir ekki tennur og eyðir
ekki tannglerungi.
Vatn er vinsælasti
drykkurinn
Vatnsdrykkja hefur aukist mikið undan-
farin ár jafnt hjá börnum sem fullorðnum.
Nú er svo komið að vatn er vinsælasti
drykkurinn þegar á heildina er litið. En
þrátt fyrir vaxandi vinsældir vatnsins
drekka Íslendingar þó mikið af gosdrykkj-
um í samanburði við nágrannaþjóðirnar.
Unglingsstrákar drekka mest af gosi, eða
rúmlega 600 ml á dag. Þótt unglingsstúlk-
ur drekki minna er neysla gosdrykkja of
mikil hjá flestu ungu fólki.
Vatn er besti svaladrykkurinn
Gott drykkjarvatn beint úr krananum!
Þegar vatn er valið í stað annarra drykkja, s.s. gosdrykkja, safa
og mjólkurdrykkja, er auðvelt að draga úr heildarmagni hita-
eininga. Á Íslandi höfum við víðast hvar gott aðgengi að
drykkjarvatni beint úr krananum. Það er því skynsamlegt að
spara bæði peninga og hitaeiningar með því að velja sem
oftast vatn til drykkjar.
Hvað þurfum við að drekka
mikið vatn?
Vökvaþörf er breytileg og ræðst meðal annars af aldri, líkams-
stærð, veðri og því hversu mikið menn hreyfa sig. Líkaminn
fær vatn bæði úr mat og drykk. Á Norðurlöndum veitir daglegt
fæði um 1–1,5 lítra af vatni en því til viðbótar er algengt að um
það bil 1–2 lítrar af vatni komi úr drykkjum.
Ofdrykkja vatns er ekki heppileg
Vökvatap, sem samsvarar því að 1–2% líkamsþyngdar tapist,
veldur höfuðverk, þreytu og lystarleysi og fari vökvatapið í
3–5% líkamsþyngdar dregur úr líkamsgetu. Ofdrykkja vatns er
hins vegar heldur ekki heppileg og getur valdið vanlíðan ef
þynning líkamssalta verður of mikil.
Húsavík
20.–22. júní 2014
Sauðárkróki
1.–3. ágúst 2014