Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 4

Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 4
hann blíndi d þá i þeirri von að fá eitthvafí hjá þeim. En Pétnr sagði: Slifur og gull d ég ekki, en þafí, $em ég hefi, það gef ég þér: í n af n i J e s ú K r i s t s frá Nazaret, þa gakk þú. Og hann tók i hœgri hönd hans og reisti liann d fcetur. En jafnskjótt urfíu fcrtur hans og öklar styrkir, og hann spratt uþp, stóð og gekk og fór með þeim inn i helgidóminn, og gekk um kring og hljóp og lofaði Gufí. Og þeir könnuðust við hann, afí þetta var maðurinn, sem sat við Fögrudyr i lielgidóminum til að beiðast ölmusu, og þeir urðu gagnteknir af undrun og furðuðu sig stórlega d þvi, sem fram hafði komið.“ Þvi nccst segir Postulasagan frd þvi, að fólkið flykktist til þeirra Péturs og Jóhannesar, mest fyrir forvitnissakir til þess að sjá þá menn, sem kraftaverkið höfðu framkvcemt. En Pétur gaf þvi eftirfarandi svar við forvitnisspurningum þess: „Þér ísraelsmenn, hvi furðar yður d þessu? eða hví starið þér á okkur, eins og við hefðum af eigin mœtti eða guðhrceðslu komið þvi til leiðar að hann gengur? Guð Abrahams, ísaks og Jakobs, Guð feðra vorra, hefir dýrðlegan gjört þjón sinn Jesúm, sem þér framselduð og afneituðuð frammi fyrir Pilatusi, er liann hafði ályktað að láta hann lausan. En þér afneituðuð hinum heilaga og réttláta og beiddust þess, að manndrápari yrði gefinn yður, en líflétuð höfð- ingja lifsins, sem Guð uppvakti frd dauðum, og að þvi erum vér vottar." Og Pétur bcetti við þessum athyglisverðu orðum: „Og við trúna á nafn lians hefir nafn hans gjört þennan tnann, er þér sjáið og þekkið, styrkan, og trúin, sem hann hefir til vegar komið, hefir gefið lionum þennan albata fyrir augum yðar allra." En „visindamenn“ þeirra tima voru nú ekki alveg á sama máli. Þeir voru ekki með öllu ólikir „kollegum“ sinum nú til dags. Slikt og þvilíkt sem þetta braut svo gjörsamlega i bága við „hinar viðurkenndu niðurstöður visindanna", að ekki þótti rétt að láta það óátalið. Þeir neituðu þvi að viðurkenna, að krafta- verkið hefði gerzt, alveg eins og félagar þeirra á íslandi — lœknarnir — neituðu því árið 1944, að gefa votíorð um að maður, sem hafði verið sjúkur og örkumla i 28 ár, hefði skyndilega orðið heilbrigður. Þessir „höfðingjar lýðsins" fóru þá þannig að, eftir þvi sem Postulasagan segir: „Meðan þeir (þ. e. Pétur og Jóhannes) voru að tala til fólksins, komu að þeim prestarnir, og varðforingi helgidómsins og Saddukearnir, sem voru sárgramir af þvi að þeir kenndu fólk- inu og boðuðu upprisu dauðra i Jesú. Og þeir lögðu hendur á þá og settu þá i varðhald til ncesta morguns, því að kvöld var komið. Ncesta morgun var það, að höfðingjarnir, öldungarnir og frceðimennirnir komu saman i Jerúsalem, og Annas, ceðsti presturinn, og Kaifas og Jóhannes og Alexander og allir, sem voru af ceðstaprests cett. Og þeir leiddu þá fram fyrir sig og spurðu þá: Með hvaða krafti eða i livaða nafni liafið þið gjört þetta? Þá sagði Pétur við þá fylltur heilögum anda: Þér höfðingjar lýðsins og öldungar! Úr þvi að i dag er haldin rannsókn yfir oss vegna góðverks við sjúkan mann, um það, við hvað þessi 2 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.