Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 29

Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 29
Þjóðverjum staðfestu, hvað þessi hamingju- skipti voru markverð og óvænt, því að þeir kvörtuðu yfir því, að „bandamenn notfærðu sér dimma þoku“. Á þessum stað var það, senr sóknin mikla brauzt fram eins og flóðbylgja, sem hrífur allt með sér. Á henni varð ekkert lát fyrr en herirnir heyrðu kallið á vopnahlésdag- inn: „Hættið að skjóta!“ Vissulega er það meira en tilviljun ein, að hugarangur brezku þjóðarinnar skvldi snúast upp í sigurgleði undir eins eftir almenna bænadaginn. Sigur- inn lá í loftinu upp frá þeirn degi og þar til yfir lauk. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af mörguin úr sögu Breta urn það, þegar Guð skerst í leikinn með þeim, en þau staðfesta mjög vel þá trú Churchills forsætisráðherra, að „við eigum okkar verndara“. KRAFTAVERKIÐ VIÐ DUNKIRK. Tuttugu og tveimur árum eftir sigurinn, sem kom á eftir almenna bænadeginum 4. ágúst 1918, var Bretland aftur í mikilli liættu statt. 10. maí 1940 hófst leifturstríð Þjóðverja gegn Niðurlöndum og Frakklandi. í lok annarrar vikunnar í maímánuði vom rofnar varnir Frakka við Sedan og Mense, og eftir það sóttu þýzkar vélaherdeildir hratt fram yfir Frakkland og Belgíu. Leopold kon- ungur samdi urn uppgjöf og belgíski herinn lagði niður vopnin, og hinn þýzki „ljár náði næstum til Dunkirk", einu hafnarinnar, það- an sem brezka hemum var undankomu auð- ið. Mánudaginn 29. maí hafði sigurinn stigið þýzku herstjórninni svo til liöfuðs, að hún tilkynnti: „Brezki herinn er umkringd- ur. Hersveitir okkar sækja að honurn til þess að uppræta hann.“ Ástandið var ákaflega alvarlegt, þegar allt var um garð gengið, sagði Churchill svo í ræðu, sem hann hélt í neðri deild þingsins 4. júní: „Þegar ég bað þingið fyrir viku síðan að vera viðbúið því að hlýða á skýrslu mína í dag, þá óttaðist ég, að það yrði hlutskipti mitt að skýra frá ægilegasta ósigri í hinni löngu sögu okkar. Ég gerði ráð fyrir — og um það voru nokkrir dómbærir menn mér sammála, — að ekki kænrist aftur á skipsfjöl nema um það bil 20—30 þúsund manns. Öllu úrvalsliði hins brezka hers, sem verða átti sá kjami, sem við áttum að byggja á og utan um í framtíðinni og eigum að nota til þess að byggja upp mikinn brezkan her á seinni árum stríðsins, virtist búin tortím- ing á vígvellinum eða að hann yrði tekinn til fanga og hans biði srnán og hungur.“ En samkvæmt tilmælum hans hátignar konungsins hafði verið haldinn almennur bænadagur 26. maí. Konungurinn flutti ávarp í útvarp og bað brezku þjóðina og allt heimsveldið að fela Guði mál sín. í farar- broddi ráðherranna fór konungurinn til Westminster‘Abbey, en milljónir þegna hans um víða veröld fóru til kirkju til þess að sameinast í bæn. Morguninn eftir stóð þessi setning í Daily Sketch: „Ekkert þessu líkt hefir nokkurn tíma áður komið fyiii.“ Brátt var orðið „kraftaverk" á allra vörum. Hin óvæntu tíðindi höfðu gerzt. 335 þús- undir manna höfðu verið hrifnar „úr klóm dauðans og smánarinnar heim til ættlands síns“. í ræðu sinni 4. júní átti Churchill því láni að fagna að geta sagt: „Björgun, sem var einstakt kraftaverk, unnin með þolgæði, með fullkomnum aga, með einlægri þjónustusemi, með úrræðasemi, með dugn- aði, með ósigranlegri trúmennsku". En þrátt fyrir þetta hefði björgun þessi aldrei tekizt, ef ekki hefðu skeð tvö undur — ofsastoimm í FJandern og Jogn og ládeyða á Ermar- sundi. Sunnudaginn 9. júní var haldinn al- mennur þakkardagur. Eftirfarandi kaflar úr grein eftir C. B. Mortlock í Daily TeJegrapJi 8. júní bera þess Ijósan vott, „að þjóðin var DAGRENNING 27

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.