Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 13

Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 13
JÓNAS GUÐMUNDSSON: Byggð^fmð á Litkhamri (BROT ÚR FERÐASÖGU) í dag er ferðinni heitið burt úr Osló og upp að Litlahamri í Guðbrandsdal. Ég er feginn að losna af þessu hóteli, jafn feginn að losna héðan nú, eins og ég var feginn að fá hér inni, þegar ég var búinn að leita að hótelherbergi í nærri tvo sólarhringa. Mér leiðist þessi endalausi pappír hér alls staðar. Borðdúkarnir eru úr pappír, lökin í rúmun- um em úr pappír og handklæðin eru úr pappír. Hvað ætli menn segðu lieima í lleykjavík, ef þeir yrðu að pakka sér inn í pappír á hverju einasta kvöldi, um leið og þeir færu upp í rúrnið sitt. Allt þetta brak í þessurn blessuðum pappírslökum er líka fremur óþægilegt, að minnsta kosti fyrst í stað. Ja — ég býð ekki í þessi lök, ef tveir þeirra tákn, þá mundi hendinni fylgja annað hvort stafur eða spjót. En nú er þetta Guðs hönd og þess vegna fylgir henni bogi Guðs. Sé svo aftur á móti litið á frásögn Eddu, þá er. regnboginn þar talinn leið frá jörðu til himins. En á himni eru margir fagrir staðir og þangað fara menn eftir dauðann. Þar er Valhöll og Vingolf og þangað fara þeir, sem falla í orustum. Þar er Girnlé og þangað fara góðir menn og réttlátir. Það á því lika vel við í heiðni, að tákn Bifrastar sé sett á legsteina, því að til himins áttu hinir framliðnu að fara upp um Bifröst. ættu að sofa í sama rúrninu. — En pappírs- lökin eru annars hlý, því að þau halda vel hitanum, þ. e. a. s. þangað til þau rifna. En svona hefir styrjöldin leikið Norðmenn grátt. Þetta er aðeins eitt dæmið af mörgum. En nú á að yfirgefa þessi „pappírsgögn" öll í dag, því að kl. 121/2 á lestin til Litla- hamars að leggja af stað, en með henni á ég að fara. Á Litlahamri bíður mín og ann- arra gesta, sem boðnir eru á þing Norska kaupstaðasambandsins, ágætt herbergi með hlýjum og góðum rúmfötum og þægindum. Ég hlakka til að komast þangað. Ég geng frá föggum mínum, ek því, sem ég þarf ekki að hafa með mér, á hótelið, sem ég kem til með að búa á, þegar ég kem aftur í bæinn. Síðan fer ég á Theatherkafén og borða soðinn silung og kartöflur. — Kjöt fæst helzt aldrei hér og þá daga, sem það er, gengur það upp á skömmum tíma. — Nú er allt tilbúið. Bíllinn kemur rétt fyrir klukkan 12 og ég ek af stað. En hvað er nú? — Bílstjórinn stanzar skyndilega, fer síðan út úr bílnum og tekur hátíðlega ofan húfuna. Mér verður litið úr um glugg- ann á bílnum. Jú — allir standa berhöfðaðir — hér úti á miðri Karl-Jóhanns-götu og svo langt, sem augað eygir, eru raðir af fólki á öllum gangstéttum, — allir eru berhöfðaðir og þögulir og alvarlegir á svipinn. Öll um- ferð er stönsuð. Hvað er þetta? Ég get ekki ávarpað bílstjórann, því að hann er úti á DAGRENNING J (

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.