Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 20

Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 20
Björnstad-bærinn er ævagamall. Aðalhúsin eru gríðarstór og þar er höfðingabragur á öllu. í kringunr „inn-túnið“, sem kallað er, er raðað íbúðarhúsununr, matskálanum og stafbúrinu og þaðan má einnig ganga inn í hesthúsið, sem er mikil bygging. Öllu er fyrir kornið í húsum þessum eins og þar mun liafa verið umhorfs á 15. öld. í hús- unum var að vísu búið fram á 19. öld, en þeim var lítið breytt og mjög hægt að færa allt til hins fyrra vegar. Björnstad-bærinn var í eigu sönru ættar- innar í 350 ár. Umhverfis „út-túnið“, er raðað geymslu- húsum og gripahúsum. Þar er fjósið, hlöð- urnar, fjárbyrgin, liænsnahúsið, svínastían, kornhlaðan, myllan, smiðjan o. m. fl., sem ég man nú ekki nöfnin á. íbúðarhúsið er stórt og rúmgott; það er tvær hæðir. Margt er þar eigulegra og fá- séðra hluta, en þó bera hinar stóru útskornu og skrautmáluðu kistur af öllu öðru. Staf- búrið er einnig stórt og mikið tvílyft liús. Þar er geymdur rnatur og er surnt allt að 300 ára gamalt. Þar er reykt svínslæri um 200 ára garnalt, og hinar gríðarlega stóru flatkökur eru sumar taldar vera síðan á 16. öld. Þessar kökur rninntu mig á íslenzka flatbrauðið. Þær voru alveg eins, nerna hvað þessar kökur voru margfalt stærri en hinar íslenzku systur þeirra. Þær stærstu eru yfir i/2 meter í þvermál. í eldaskálanum var hvað fornfálegast umhorfs. Þar voru hlóðir á rniðju gólfi og ofan úr rjáfrinu hékk jáni- krókur, sem pottar og katlar voru hengd á, og mátti með liandfangi færa krókinn vfir eldinn og til hliðanna eftir vild. Líklega hefir svona útbúnaður verið hér á landi einnig, þótt engin sjáist þess rnerki nú. Uppi yfir eldstæðinu var Ijóri eða strompur á þak- inu, þar sem reykinn lagði upp. í þessurn húsurn fór fram nokkur hluti þeirrar veizlu, sem bæjarstjórnin á Litla- hamri hélt fulltrúum og gesturn á kaupstaða- þinginu. Þar var drukkið kaffið og „snaps- inn“, sem með því fylgdi. Það hafði þá verið kveiktur eldur í þessum gólfhlóðum, sem voru allstórar um sig og logaði þar glatt á skíðum, en þau voru þar í hlaða og mátti kasta í eldinn, ef hann dvínaði. Ymsir þeirra, sem ekki notuðu sér vín- ið, dróu sig frá aðalborðinu með kaffi- bolla sína út í hornin og krókana á þess- um undarlegu húsakynnum. Ég kom auga á ævafoman stól, — ef stól skyldi kalla, — þrífættan trédrumb — og ég dró hann að eldinum og settist þar einn míns liðs, því að ég drakk hvorki kaffið né vínið. — Mér varð hugsað til hinna löngu liðnu kynslóða, sem hér höfðu lifað innan þessara veggja, og ég sá í anda, hvernig ein kynslóðin af annarri hafði komið og horfið inn og út um þessar sörnu, lágu dyr. Nú sátum við hér, börn þessarar umsvifamiklu aldar, og drukk- um kaffi og brennivín og reyktum vindla og sígarettur. Ég tók eftir því að einn fulltrú- anna hafði fengið sér eitthvað til að sitja á og dregið sig til mín að eldinum. Hann drakk kaffi sitt og reykti sígarettu. Við tókum tal saman. Hann þekkti lítið til íslands, en hafði garnan af að heyra um forna hætti hér. Okkur kom saman urn að nauðsynlegt væri að auka kynni þessara frændþjóða, því að það er raunalegur sann- leikur, að þær þekkjast svo sára-sára lítið í raun og veru. Við smástíg einn stendur ævaforn kirkja. Kannske er hún elzta hús þessa byggðasafns. Það er kirkjan frá Garmó. Þessa kirkju á Þorgeir hinn garnli að hafa byggt eftir skip- un Ólafs helga. Allt er þar inni mjög forn- fálegt, en því er vel við haldið. Ennþá gifta sig ýms pör úr Guðbrandsdalnum í þessari fornu kirkju. Éám dögum áður en ég kom að Litlahamri hafði farið þar fram gifting. Umhverfis kirkjuna eru gamlir legsteinar. 18 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.