Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 19

Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 19
að vísu fengið ýmsa hjálp, en allt um það líta allir svo á, að hann sé faðir þess og hafi ráðið öllu, er máli skiptir, um tilhögun þess. Það var sumardag einn árið 1887, að ungur maður kom akandi eftir aðalgötunni á gamla lnisið, — eldgamla baðstofu frá Löhre, — reif hana og flutti til Litlahanrars og setti hana þar upp aftur í garðinum sínum, — þá varð það almenn skoðun, að þessi tann- læknir væri með „lausa skrúfu“. Fáir eða Inn-túniS ;í B/örnstað. Litlahamri. Hann kom ofan úr Dölum og sat, hreykinn sem konungur, á hevpoka, sem lagður var ofan á „gamalt skran“, sem hann hafði safnað saman uppi í dölunum. Þessi maður var Andrés Sandvig tannlæknir, þá 25 ára gamall. Hann var að koma heim úr langri ferð, sem hann hafði farið upp í Guð- brandsdal, en hann fór tvisvar á ári í slíkar ferðir upp í Dali. „Skranið“, sem hann var með á þessum vagni, varð undirstaðan að bvggðasafninu á Litlahamri. Þetta voru allt gamlir innanstokksmunir og áhöld, sem hann vildi varðveita frá glöt- un. En þegar hann — 1894 — kevpti fyrsta engir skildu það þá, hvílíkt verk var hér haf- ið, en nú er það einmitt þessi maður með „lausu skrúfuna“, sem er stolt og sómi þessa byggðarlags. — Svona glámskyggn er sam- tiðin stundum. Enginn vegur er að lýsa hér öllu safninu á Maíhæðinni og vel ég því úr nokkur hús eða byggingar, sem ég skoðaði sjálfur vel, og segi lítið eitt frá þeim. Björnstad-gaaiden er stærsta samfelld húsaþyrping á þessu byggðasafni. Það eru samtals 26 hús minni og stærri, sem komið er fý'rir kringum hæfilega stóra velli eðia „inn-tún“ og „út-tún“, eins og Norðmenn kalla það.

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.