Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 35

Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 35
Þjóðverjar uggðu síður að sér. Þeir fluttu lieri sína til þeirra staða, þar sem þeir bjugg- ust við að innrás yrði reynd, og meðan óveðrið geisaði voru þeir öruggir. En svo slotaði óveðrinu skyndilega liinn 6. júní og þá var innrásin hafin samstundis. Öllum eru enn í fersku minni þeir atburðir allir, svo að ekki þarf að orðlengja um þá hér. REMAGEN-BRÚIN. Einn þeirra atburða úr síðustu sty'rjöld, sem ekki hefir ennþá tekizt að skýra til fulls, er það undur, að járnbrautarbrúin yfir Rín hjá Remagen skyldi ekki vera sprengd í loft upp eins og allur brs'r á þeim slóðum, er Þjóðverjar hopuðu austur yfir Rín. í sambandi við þann atburð er sögð þessi saga: Það var í desembermánuði 1944 að flugvélahópur einn brezkur fékk fyrirskipun um það, að fljúga inn yfir Rínardalinn og varpa sprengjum á nokkrar tilteknar brýr þar, til þess að hindra flutninga til hers Þjóðverja, sem þá börðust vestan Rínar í liinum svonefnda Ardenna-fleyg. Ein flug- vélin fékk sérstaklega þá Rrirskipun að varpa sprengjum sínum á jarnbrautarbnjna hjá Re- magen, því að um hana færi mikill her og hergögn vestur á bóginn. Flugvélahópurinn hóf sig til flugs, en þegar þessi vél, sem fara átti til Remagen, var að hefja sig upp varð flugmaðurinn var við að flugvélin var í ólagi, svo að hann lenti aftur, og ekkert varð úr flugferð hans, þar sem hann varð viðskila við hópinn. En þetta varð til þess að árásin á Remagen-brúna var aldrei gerð. Og fám dögurn síðar breyttist gangur styrj- aldarinnar á þessum slóðum. Ardennasókn Þjóðverja var stöðvuð og þeir héldu undan austur að Rín. Og nú hugðu þeir að verja sig bak við þá víglínu, sem var náttúrlegasta vörn Þýzkalands og sem óvinaher svo sjaldan hafði rofið — stórfljótið Rín. Og þeir hörfa austur yfir ána og herstjórnin fyrirskipar að sprengja allar brýr á Rín í loft upp á einum og sama degi. En hvað skeður? Það mistekst að eyði- leggja Remagen-brúna. Enginn veit enn, hvernig á því stendur. Fyrsti Bandaríkjaher- inn nær brúnni á sitt vald 7. marz og þar með er lokainnrásin í Þýzkaland hafin - loka- þátturinn í stríðinu við Þýzkaland upprunn- inn. Með stórfelldum loftárásum tókst Þjóð- verjum síðar að eyðileggja brúna. En þá var það of seint. Þá voru Bandamenn búnir að ná fótfestu austan Rínar og urðu ekki hraktir til baka. „HETJUDAGUR MÖLTU“. „Siy'rjaldir og omstur vinnast ekki ein- göngu með hergögnunr og vélum, þó að þeir hlutir séu mikilvægir. Þegar allt kemur til alls er það maðurinn og andi mannsins í þjónustu Guðs, sem úrslitum ræður,“ sagði Sir William Dobbie hershöfðingi, fyrrum landstjóri á Möltu, í útvarpserindi (22. sept. 1942), sem hann nefndi „Hetjusaga Möltu“. Skoðun þessa mikla og guðhrædda foringja um hin þrjú nauðsynlegustu skilyrði fyrir sigursæld kemur ljóslega fram í niðurlags- orðum ræðu hans. Hann segir: „Að lokum vil ég taka þetta fram: Ég hefi af ásettu ráði geymt þangað til síðast að tala um það atriðið, sem er mikilvægast af þeim öllum. í þessi tvö umsátursár fann ég alltaf, að hin góða hönd Guðs var yfir okkur. Og ég er viss um, að öryggi Möltu, sem aldrei brást, var framar öllu að þakka vernd Guðs. Eg er ekki einn um þessa sannfæringu. Margir aðrir eru alveg sörnu skoðunar og viðurkenna það glaðir af auðmjúkunr og þakklátum huga. Ég er þess fullviss, að Guð, fyrir sakir Jesú Krists, verður enn við bæn- um okkar, og ég trúi því, að viðurkenning þessarar staðreyndar skýri fyrir okkur þann leyndardóm, hversu margir menn á Möltu sýndu svo einstakt hugrekki, þolgæði og DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.