Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 9
sem fræðimenn segja, að afkomendur ísraels-
manna hafi farið á leið sinni norður í heim.
Væri því hægt að rekja uppruna merkis
þessa til forfeðra þeirra, mundi það enn vera,
ásamt ótal mörgu öðru, stoð undir kenn-
inguna um það, að núverandi afkomenda
ísraelsmanna sé að leita á Norðurlöndum,
Englandi og víðar.
Vér skulum því athuga, hvort vér getum
fengið nokkrar upplýsingar eða leiðbeining-
ar um þetta í elztu ritum Gvðinga, Gamla
testamentinu.
Leitin ber árangur. í 17. kapítula 2. Móse
bókar (8.—16. v.) lesum vér þessa frásögn:
„Þá komu Amalekítar og héldu orustu við
ísraelsmenn í Refídím. Þá sagði Móses við
Jósúa: vel oss lið og far út og berst við Ama-
lekíta; en ég mun á morgun standa efst
uppi á hæðinni, og hafa staf Guðs í hendi
mér.
Jósúa gerði sem Móses hafði sagt fyrir um
bardagann við Amalekíta; en þeir Móses og
Aron og Húr gengu upp á hæðina.
Þá gerðist það, að alla þá stund, er Móses
hélt upp hendi sinni, Jxí höfðu Israelsmenn
betur, en þegar er hann lét síga höndina,
þá veitti Amalekítum betur. En með Jrví að
Móses urðu Jaungar hendurnar, þá tóku þeir
stein og létu undir hann og settist hann þar
á; en þeir Aron og Húr studdu hendur hans,
sinn á hvora hlið, og héldust þannig hendur
hans stöðugt uppréttar, allt þar til komið
var sólarlag. En Jósúa felldi Amalekíta og
menn þeirra með sverðseggjum.
Þá sagði Drottinn við Móses: rita þú þetta
á bókina til minnis og minn Jósúa á, að ég
vilji sannarlega afmá minningu Amalekíta af
jarðríki.
Þar reisti Móses altari og kallaði það:
„Drottinn mitt hermerki." Og hann sagði:
hermerki Drottins er á lofti, Drottinn vill
halda ófrið við Amalekíta um aldur og ævi.“
Er þetta ekki einmitt lausn gátunnar? Er
ekki þetta tákn, hin upprétta hönd, eða
uppréttu hendur, sem fundizt hefir svo víða
á fornum gripum, komið frá Móses, og
bundið við þennan merkisdag, er ísraels-
menn unnu sigur í fyrstu orustunni, sem
þeir háðu. „Hermerki Drottins er á lofti.“
Guð sagði Móses að færa það inn í „bók-
ina“, svo að Jrað geymdist um aldur og ævi.
IJermerki Drottins, hin upprétta hönd, er
Bionzemyndii há Kákasus og Suður-Rússlandi.
á legsteinunum í Danmörku, í helluristun-
um í Svíþjóð og Noregi, á steinkistunum
hjá Bremen. Og leirmyndir þær, sem fundizt
hafa í Ukraníu, Kákasus, Donárlöndum og
á Krít, sýna einnig hermerki Drottins.
Nú munu sumir segja, að hér sé of djúpt
tekið í árinni. Ilermerki þetta muni hafa
fallið niður með Móses. En svo er ekki.
Það voru ekki hendur Móses, sem færðu
ísraelsmönnum sigur, heldur „hermerkið".
Og að það hafi ekki fallið niður, sést á Jósúa-
bók (8. kap., 18.—19. og 26. v.). Þar segir
svo:
„Þá sagði Drottinn til Jósúa: útréttu það
spjót, sem þú hefir í hendi Jjér, gegn Aí, því
að ég vil gefa borgina á Jritt vald. En Jósúa
rétti spjótið, sem hann hélt á, gegn borg-
inni. Þegar Aíbúar litu við, sáu J^eir reykinn,
sem lagði af bænum til liimins, og gátu nú
í enga átt flúið, því að þeir, sem áður flúðu
fyrir þeim á leið til eyðimerkurinnar, sneru
nú við og eltu Jjá.
DAGRENNING 7