Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 34
nokkru sinni fyrr. Bænin „Gef oss í dag vort
daglegt brauð“ hefir á þessum tímum mjög
augljósa þýðingu fyrir okkur öll.“
Þessi blessun Guðs liefir haldið áfram. í
því sambandi má vitna til greinar, sem nefn-
ist „Þetta dásamlega ár“, eftir L. F. Easter-
brook í News Chronicle (6. maí 1943):
„Herra Hudson bar ekki kinnroða fyrir að
viðurkenna, að það hafi verið guðleg máttar-
völd, sem gáfu okkur liina afar miklu upp-
skeru á síðasta ári, einmitt þegar við þörfn-
uðumst hennar mest. Getur nokkur efast
um, að þau hafi verið að verki aftur? Þau
hafa hjálpað okkur til að lifa af þennan
vetur, sem hefði getað orðið okkur illa þung-
ur í skauti. Fyrir þetta geturn við verið
þakklát, fyrir að hafa nægan eldivið og nóga
mjólk, fyrir hveitið á ökrunum, sem aldrei
hefir verið betra útlit með, fyrir grasið á
enginu, sem hefir gert það að verkum að
við höfum getað sparað okkur fóðurbæti, svo
að hænsnaeigendur hafa getað fengið meiri
mat handa hænum sínum og húsfreyjan
meiri mjólk handa fjölskyldunni.
1 Tíminn til uppskerunnar er aðeins hálfn-
aður frá sáningu, og ýmis óhöpp geta dunið
yfir ennþá. En ekkert ætti að geta hindrað
okkur frá því að þakka fvrir árstíð, sem hefir
verrnt okkur og fætt og örvað hjörtu okkar
rneira en nokkur þorði að gera sér vonir um.
Ef við höfum verðskuldað það, ættum við
að fyllast stolti og jafnframt auðmjúku þakk-
læti.“
INNRÁSIN í MAROKKÓ.
Ekki fórum við heldur varhluta af hinni
verndandi hönd Guðs í innrás Breta og
Bandaríkjamanna í nýlendur Frakka í Norð-
ur-Afríku á síðastliðnu hausti. í grein, sem
ber fyrirsögnina „Make it a Call to Prayer",
ritar G. Ward Price í Daily Mail (14. nóv.
1942) á þessa leið:
„Aðeins sá, sem ekki nennir að hugsa,
kemst hjá því að gera sér ljóst, hversu mik-
inn þátt forsjónin á í hinum snöggu og vel
heppnuðu umskiptum sh'rjaldarinnar, at-
burðum, sem við verðum að byggja vonir
okkar um framtíðina á. Þeir, sem hafa heyrt
eitthvað urn hina áhrifamiklu atburði þess-
arar sögulegu viku, eru minntir á lognið og
ládeyðuna, sem var við Dunkirk á dögun-
um.
Herforingjaráð Bandamanna höfðu verið
vöruð við því af veðurfræðingum, að eftir
1. október mundi verða svo rnikill sjávar-
gangur á Atlantshafi úti fyrir strönd Mar-
okkó, að ekki mundi verða fært að setja þar
lið á land. Sú varð og revndin á — nema
á sunnudaginn var, daginn, sem áætlað var
að set/a þar lið á land.
Efasemdarmenn kunna að segja, að þetta
hafi ekki verið annað en heppileg tilviljun.
En þetta er ekki eini atburðurinn í sögu
sty'rjaldarinnar, sem knýr trúaða menn til
þess að færa Guði þakkir, þegar sigurklukk-
urnar taka að klingja sigurhljóma sína.“
6. JÚNÍ 1944.
Einn þeirra atburða í sögu síðustu heims-
styrjaldar, sem telja verður livað merkastan,
er innrás Breta og Bandaríkjamanna í Nor-
mandí í Frakklandi 6.-7. júní 1944. Nú er
það vitað, að einmitt fárviðri það, sem geis-
aði dagana áður, átti sinn mikla þátt í því
að sú innrás tókst svo vel, sem raun varð á.
Á Teheran-ráðstefnunni hafði það verið
samþvkkt af Roosevelt, Churchill og Stalín,
að hefja innrásina í Frakkland 5. júní 1944.
Allur undirbúningur var við það miðaður,
enda er þá venjulega kyrrast veður á Ermar-
sundi. En svo bregður við, að fvrstu dagana
í júní 1944 geisar stórkostlegur stonnur á
þessum slóðum og ógerningur er að fram-
kvæma skipunina um innrásina hinn til-
tekna dag.
En þessi veðurbreyting varð til þess. að
32 DAGRENNING