Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 21
Þeir segja einnig sína sögu — sögu, sem
löngu er týnd að flestu öðru leyti.
Skammt frá kirkjunni stendur gamalt
tré. Enginn fær séð við fyrstu sýn að þar
sé um annað að ræða en venjulegt tré. Það
er fyrst við nána aðgæzlu að rnenn sjá ofur-
litlar rákir tvær, þversum yfir trjástofninn.
Milli rákanna er svo sem álnar breidd. Stúlk-
an í norska þjóðbúningnum, sem sýnir safn-
ið, dregur upp lyklakippu sína og stingur
einum lyklinum í nær ósýnilega holu í trjá-
bolnum. Og nú gerist það, að trjábolurinn
opnast. Við auganu blasir ofurlitil prentvél
með öllum tækjum til prentunar, eins og
þessir hlutir gerðust fyrir urn 100 árum.
Þetta er seðlafölsunaivél. Langa stund
gengu hinir fölsuðu seðlar manna milli í
Noregi, en ekki tókst að hafa upp á fölsur-
unum. Loks komst það upp, hvar fölsunar-
verksmiðjan var. Hún var í trjástofni þessa
gamla trés. Tréð keypti Sandvig seinna og
flutti það til Maihaugen, þar sem það er nú.
Mann furðar á því hugviti, sem lýsir sér í
þessu tiltæki.
Efst í brekkuni hjá stórri tjörn standa
seljahúsin. Með breyttum búskaparháttum
hverfa þau meir og meir úr sögunni og
verða ekki nema nafnið tómt. Hér standa
mörg sel hlið við hlið. Þau eru mismunandi
stór, en stíllinn er líkur og fyrirkomulagið.
Girðingin fyrir gripina er eins, en þægindin
eru meiri í seli ríkisbóndans en hins
venjulega bónda. Selstúlkan hefir gengið
hér urn — mörg hver fögur og glæsileg
bóndadóttirin var selstúlka. Hana hefir þó
oft langað niður í byggðina — þ. e. a. s. ef
ekki leyndist einhvers staðar á næstu grös-
um einhver bóndasonurinn eða lausinginn,
sem ástir hennar átti. —
Mér varð starsýnt á allar þessar kirnar og
koppa, sem þarna voru. Þetta voru sömu
áhöldin og heirna á íslandi og hétu flest
sömu nöfnunum. í meira en 1000 ár hafa
þessi áhöld verið á hverjum bæ í Noregi og á
íslandi. Nú er þeirra tími liðin. Nú koma
málmílátin og vélarnar í þeirra stað, allt
breytist með þeirn. Nú eru þetta orðnir
sýnisgripir, sem hinni nýju kynslóð þykja
skoplegir og hún veit tæpast nöfnin á, hvað
þá rneira.
í ofurlitlu dalverpi eða laut standa 5
smáhús í þyrpingu. Þau láta lítið yfir sér,
enda eru þau fátæks rnanns býli. Hér bjó
Per ákerbryter og Marit kona hans með
sex smábörn endur fyrir löngu. Pétur
rnátti aldrei vera að því að ryðja skóginn,
svo að hann sjálfur gæti eignast akur, því að
hann var alltaf að ryðja og plægja fyrir aðra.
Meðan hann var langdvölum að heiman við
skógarhögg og plægingar, sat Marit ein með
sex smábörnin í þessari litlu og lágu stofu.
En Marit hefir verið hugvitssöm. Hún batt
tveim böndurn upp í rjáfrið og hengdi þar
í ofurlitla rúmnefnu, þar var yngsta bamið
geymt. Vagga var ekki til, enda hefði hún
varla rúnrazt á gólfinu, því að allt var gert
í þessari einu stofu.
Eldri börnin áttu líka sinn samastað. Það
voru eins konar kassar eða krær með skilrúm-
urn, þar léku þau sér og þar sváfu þau. Ef
Marit þurfti að fara frá, gekk hún þarna frá
öllum börnunum, svo að þau urðu að vera
hvert fvrir sig á rneðan, nerna elzta barnið,
það gekk urn frjálst og hjálpaði hinum
börnunum, ef þau þurftu einhvers með. —
Oft hefir sjálfsagt verið grátið í þessari litlu
stofu, en hugvitið, sem sést í útbúnaði öll-
um og leikföngum, er talandi tákn þess að
þau Pétur og Marit hafa ekki verið neinir
skynskiptingar.
Loks má ég til að minnast á prests-
setrið. Urn margar aldir var presturinn eini
maðurinn í sveitinni, sem fólkið leit upp
til, enda átti hann að vera forsjón þess í
veraldlegum sem andlegum efnum.
Hann bjó því þar, eins og hér, á beztu
DAGRENNING