Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 26
Hann lét svo um mælt:
„Þegar góður byr er fyrir óvinina til
þcss að láta úr höfn, er liann líka hag-
stæður okkur til þess að halda þeim inni í
liöfninni, og þegar við getum ekki komizt
þangað, geta þeir ekki heldur hreyft sig
þaðan.“ Seinna þurfti brezki flotinn að
hverfa á burt um stundarsakir til þess að
afla nýrra vista. Þá lagði franski flotinn frá
Brest, en var eltur inn á Ouiberonflóa. Þar
skall á hann fárviðri og hann brotnaði í
spón.
Napoleon liafði ráðagerðir um innrás í
England á prjónunum og dró saman gífur-
legan flota í því skyni. Vikum saman var
vindur svo óliagstæður, að hann varð að falla
frá áformi sínu. Og það voru brezk vopn
og barátta Breta og bandamanna þeirra og
regn á hentugum tíma, sem komu Napoleon
á kné við Waterloo. „Ef ekki hefði rignt
nóttina milli 17. og 18. júní,“ segir Victor
Ilugo, „hefðu örlög Evrópu orðið allt önn-
ur.“
ENGLARNIR VIÐ MONS.
■ Á fyrstu mánuðum heimsstyrjaldarinnar
fyrri var hinn „fyrirlitlegi, litli brezki her“
— eins og þýzka herstjórnin orðaði það —
útbúin í skyndi og sendur vfir sundið til
þess að berjast með bandamönnum Breta,
Frökkum og Belgum. En þessir herir sam-
einaðir voru miklu verr búnir að hergögnum
og mannafla heldur en Þjóðverjar, svo að
þeir urðu að láta undan síga fyrir ofurþunga
óvinahersins, og á undanhaldinu biðu þeir
gífurlegt tjón á mönnum, hergögnum og
vistum og urðu sífellt að heyja geysiharða
varnarbaráttu. Alvarlegur ósigur virtist óum-
flýjanlegur, einkum þar sem varalið það, sem
þeir gátu boðið út, var mjög af skornum
skammti. En þá virtist forsjónin taka í taum-
ana til þess að bjarga þeim.
Mikið hefir fram til þessa verið ritað um
Englana við Mons. (Sjá Daily Mail 12. ágúst
1915 og Weekly Dispatch 29. ágúst 1915.)
En skýrsla, sem blaðamaður einn í Banda-
ríkjunum hefir látið í té, varpar nýju ljósi
á málið. Þessi blaðamaður segir svo:
„Ýmsar sagnir hafa gengið urn fyrirbrigði,
sem nefnt hefir verið Englarnir við Mons.
Og það er engin ósamkvæmni að trúa því,
að aðalkjami þeirra allra sé sannur, þó að
á milli beri um einstök atriði. Ef ég hefði
ekki aðra vitneskju um þessa sýn en það,
sem ég las í blöðum og tímaritum skömnm
eftir að atburðirnir gerðust, mundi ég ekki
segja þessa sögu hcr í blaðinu nú. En ég
skýri liér frá henni eins og ég hevrði hana
sjálfur hjá sjónan'otti — hermanni, sem var
í brezka loftflotanum. Hann hafði verið
skráður í herinn í Kanada. Hann er nú og
hefir verið um nokkurra ára skeið þjónandi
prestur í Öldungakirkjunni (Presbyterian
Church). Sem stendur er hann prestur í
stórri borg í suðurríkjum Bandaríkjanna.
Með honum og þeim, sem þetta ritar, hefir
verið náin vinátta árurn saman, og vér höf-
um ástæðu til þess að treysta honum manna
bezt um sannsögli. Þessi hugprúði hemiað-
ur var annar þeirra tveggja rnanna, sem falið
var að fljúga yfir og veita aðstoð á allan
hugsanlegan hátt 1500 manna fótgönguliðs-
deild, sem átti mjög í vök að verjast nálægt
Mons. Þessir menn voru á landi, sem líktist
skál í laginu, og höfðu ekkert samband leng-
ur við meginherinn, sem þeir voru úr. Þjóð-
verjar virtust hafa örlög þeirra í hendi sér
og ekki þurfa annað en fylgja betur eftir
sigri sínum. En nú ber það við, eftir því
sem vinur minn hermir, að á börmum skál-
arinnar, sem þeir voru staddir í, birtust ver-
ur, áþekkar mönnum í lögun og útliti, allar
livítklæddar. Allar voru þær nákvæmlega
eins í útliti og stóðu umhverfis allt svæðið
með jöfnu millibili. Ég greip frarn í fyrir
vini mínum og spurði: „Hvaða verur voru
DAGRENNING