Ægir - 01.02.2014, Qupperneq 17
17
„Þetta er fyrsti hópurinn hjá
okkur sem fer í gegnum raun
færnimatið en um er að ræða
tilraunaverkefni sem að okkar
mati lofar mjög góðu. Þetta eru
reynsluboltar í greininni sem
eru með þessum hætti að nýta
sér starfsreynslu sína til að
stytta verulega nám sitt hér í
skólanum hjá okkur,“ segir
Nanna Bára Maríasdóttir hjá
Fisktækniskólanum í Grindavík
en nú í vetur var í fyrsta skipti í
boði svokallað raunfærnimat
hjá skólanum fyrir það fólk sem
kýs að auka við menntun sína í
fiskvinnslu og fá áralanga
reynslu í faginu metna sem
hluta námsins. Þetta hefur gef
ist mjög vel og tveir úr nem
endahópnum ljúka nú í vor
prófi í frá skólanum, stytta í
raun námið úr tveimur árum
niður í eina önn.
„Í þessum hópi er fólk sem
hefur allt upp í 30 ára reynslu úr
fiskiðnaði og meðalaldurinn í
þessum hópi er nálægt 40 ár-
um. Það segir sig sjálft að þetta
fólk kemur með mjög mikla
þekkingu inn í námið og hefur
því ekki þörf fyrir að sitja grunn-
fræðslu í greininni. Hópurinn
fór í gegnum raunfærnimatið í
desember síðastliðnum og síð-
an heldur fólk áfram í þeim
áföngum hjá okkur sem uppá
vantar en það er misjafnt hvaða
fög um ræðir og hversu mikið
fólk þarf að taka. Að jafnaði er
fólk þó að stytta þetta nám um
eitt og hálft ár með raunfærni-
matinu þannig að þetta er
mjög spennandi valkostur fyrir
þrautreynt fiskvinnslufólk til að
afla sér aukinnar menntunar í
faginu,“ segir Nanna Bára.
Starfsmenn Fiskvinnsluskólans
útfærðu raunfærnimatið, sem
er kerfisbundið mat á þekkingu
viðkomandi nemanda, byggt á
upplýsingum um nemendurna
og samtölum.
„Flestir komast að því í
matinu að þeir hafa víðtækari
þekkingu í fiskiðnaði en þeir
gerðu sér fyrirfram grein fyrir.
Margir eru að hugsa sér námið
til að styrkja sig í starfi, aðrir eru
að leggja grunn að enn frekara
námi. Í þessum hópi er fólk
með reynslu allt frá snyrti-
línunni upp í starf framleiðslu-
stjóra þannig að það á við um
alla að hægt er að nýta starfs-
reynsluna til að stytta leiðina að
prófgráðu í fisktækni,“ segir
Nanna Bára.
Fisktækniskóli Íslands í Grindavík:
Starfsreynsla styttir
fisktækninámið
Fisktækniskóli Íslands í Grindavík.
F
isk
v
in
n
sla
F
isk
v
in
n
sla
Nemendur úr raunfærnimatshópnum í rekstrarfræðitíma í Fisktækniskólanum.