Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2014, Side 22

Ægir - 01.02.2014, Side 22
22 hér á Íslandi hefur verið sá að hafa fætur víða á afurðamörk- uðum en það er greinilegur vöxtur í Asíu og breytingar á þjóðfélögunum í þessum heimshluta. Við þurfum að fylgjast með þeim og taka þátt í þeirri þróun sem þarna er þannig að Asíumarkaður er mjög spennandi fyrir okkur nú um stundir,“ segir Magnús en á Asíumarkaði selur Icelandic t.d. frosna grálúðu, loðnu, loðnu- hrogn og karfa en hann segir einnig möguleika til að selja þorskafurðir í auknum mæli á þennan markað. „Þegar breytingarnar eru svo hraðar sem raun ber vitni í Asíu þá er ekkert útilokað. Það trúði því t.d. enginn á sínum tíma að tedrykkjuþjóðin Kínverjar hefði áhuga á kaffi frá Starbucks kaffi- húsum en í Kína er nú engu að síður stærsti markaður Star- bucks í dag. Á sama hátt eru tækifæri með þorskinn í Kína. Það er okkar að taka þátt í breytingunum í þessum heims- hluta.“ Markaðir kalla eftir ferskum afurðum Ekki þarf að horfa nema fáein ár aftur í tímann til að sjá hversu mikil breyting hefur orðið í fisk- vinnslu hér á landi. Þungamiðj- an var í frystingu, fyrst í hrað- frystihúsum í landi og síðan í sjófrystiskipum. Þegar útflutn- ingur ferskra unninna afurða kom til hefur hjólið snúist í þá átt af æ meiri þunga. Magnús telur þá þróun halda áfram. „Útflutningur á ferskum fisk- afurðum frá Íslandi mun halda áfram að aukast á komandi ár- um, bæði á Evrópu- og Amerík- umarkaði. Á flestum afurða- mörkuðum heims er raunar spurn eftir ferskum afurðum og almennt virðast menn tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir að fá fiskinn til sín ferskan. Ís- lenskur sjávarútvegur hefur sýnt í þessari þróun hve hratt hann áttar sig á og bregst við þörfinni og ég tel að það verði áfram okkar aðalsmerki.“ Magnús telur í nánustu framtíð verða miklar breytingar í landvinnslunni, fjárfestingar í búnaði og tækni, vöruþróun, ný vinnsluhús verði byggð og svo framvegis. „Það er mikil stærðarhagkvæmni í vinnslu á fiski og mjög líklegt að við stefnum í þá átt, þ.e. að vinnslurnar komi til með að stækka.“ Fjárfesting í markaðsstarfi mun aukast Sem grein á heimsvísu segir Magnús að sjávarútvegur hafi verið seinni en margar aðrar at- vinnugreinar að tileinka sér að- ferðir markaðsfræðinnar. Á því séu að verða breytingar og ekki leiki vafi á að íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki komi til með að fjárfesta meira í markaðsstarfi á komandi árum en þau hafi gert. „Mín skoðun er sú að þetta starf eigi að hvíla á fyrirtækjun- um en hlutverk ríkisvaldsins eigi að vera að hlúa að kynn- ingu á Íslandi á heimsvísu. Ríkið getur leitað eftir samstarfi við fyrirtækin í því starfi en það á að vera verkefni hvers og eins fyrirtækis að tengja sig við þá ímynd sem Ísland nýtur.“ Enn er hægt að auka verðmætin Sú spurning er áleitin hvað drífi áfram þróun fiskvinnslunnar, hvort drifkrafturinn sé hjá henni sjálfri, tæknifyrirtækjum sem framleiða búnað fyrir afurða- vinnsluna eða hvort það séu markaðirnir sem dragi vagninn. „Við hjá Icelandic Group er- um þeirrar skoðunar að mark- aðirnir þurfi að drífa þróunina áfram og að leiðin til að há- marka verðmæti í framleiðslu fiskafurða sé að skilja markað- ina og uppfylla þeirra þarfir. Það teljum við okkur geta í góðu samstarfi við okkar lykil- samstarfsaðila sem eru íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og þess vegna viljum við efla þann þátt. Við finnum fyrir góðum hljóm- grunni og vilja samstarfsaðil- anna til að leggjast á árar með okkur, öllum til hagsbóta.“ - Það er hægt að fá fleiri krón- ur fyrir íslenskar sjávarafurðir? „Já, tvímælalaust. Hvert pró- sentustig sem sem við sækjum í aukinni verðmætisaukningu sjávarafurða telur um þrjá millj- arða króna í auknum útflutn- ingstekjum. Samfélagið allt, sem og fyrirtækin sjálf, munar verulega um slíka fjármuni,“ segir Magnús Bjarnason, for- stjóri Icelandic Group.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.