Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2014, Side 24

Ægir - 01.02.2014, Side 24
24 Fyrirtækið Vélfag ehf. hefur á síðustu árum vakið athygli á Ís­ landi og erlendis fyrir þróun og framleiðslu á fiskvinnsluvélum. Fyrirtækið fékk verðlaun á Ís­ lensku sjávarútvegssýningunni árið 2011 en það framleiðir flökunarvélar, hausara og nýjasta afurðin er afkastamikil roðdráttarvél sem bæði er hægt fá áfasta M700 flökunar­ vélinni frá Vélfagi eða sem frístandandi vél. M800 roð­ dráttarvélin er með tvær að­ skildar roðdráttareiningar (skinning units) sem þýðir að hvort flak um sig er roðdregið sjálfstætt. Vélfagi hefur tekist einstaklega vel að leysa að flökin skili sér rétt frá M700 flökunarvélinni beint í M800 roðdráttarvélina og engin þörf er á að hafa starfsmann til að raða flökum í roðdráttarvélina. Tvær roðdráttarvélar í einni Nýja M800 roðdráttarvélin hef- ur umtalsverða sérstöðu á markaðnum. Hámarks uppitími vélarinnar og flakagæði í roð- drætti eru ávallt tryggð því kaupendur fá afhentar fjórar aðskildar roðdráttareiningar með hverri vél. M800 er því í raun nánast tvær roðdráttarvél- ar og hægt að fá fleiri roð- dráttareiningar eftir þörfum viðskiptavina. Aukaeiningarnar geta verið stilltar/útbúnar fyrir mismunandi fisktegundir, ástand hráefnis hverju sinni eða einfaldlega til taks ef þarf að skipta hinum út s.s. vegna viðhalds eða stillinga. Leikur einn er að skipta þeim út og hægt að halda áfram í vinnslu eftir örfáar mínútur sem tryggir hámarks ferkleika hráefnis og stöðugleika í roðdrætti. T æ k n i Ný roðdráttarvél bætist við hjá Vélfagi M700 flökunarvélin frá Vélfagi með áfastri roðdráttarvél.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.