Morgunblaðið - 27.01.2015, Side 1

Morgunblaðið - 27.01.2015, Side 1
Gærdagurinn var einkar viðburða- ríkur hjá Barnaspítala Hringsins en auk þess að kynna nýjan vef sinn var nýr tækjabúnaður kynntur til sögunnar. Óhætt er að segja að glatt hafi verið á hjalla á spítalanum en það vildi svo til að kvenfélagið Hringur- inn varð 111 ára í gær. Félagið hélt upp á áfangann með því að líta aug- um hluta þess tækjabúnaðar sem keyptur var fyrir þær 110 milljónir króna sem félagið gaf Barnaspítala Hringsins í fyrra. Á nýjum vef Barnaspítala Hringsins, barnaspitali.is, má síðan finna ítarlegt kynningarefni þar sem hægt er að fræðast um ólíkar deildir spítalans. Þjónusta spítalans er einnig kynnt til sögunnar, starfs- fólkinu sem myndar fagteymin eru gerð skil og er þjónustunni líkt við byltingu fyrir foreldra. davidmar@mbl.is Nýr vefur Barnaspítala Hringsins, barnaspitali.is, hefur verið tekinn í notkun auk nýs tækjabúnaðar Morgunblaðið/Eggert Glatt á hjalla þegar veg- legar gjafir voru kynntar Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. J A N Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  22. tölublað  103. árgangur  EÐALFAGUR SELLÓTÓNN LJÓM- AÐI HUNANGSHLÝR ÞEIR FLUGU YFIR SKAFLANA HELDUR SÉR FJÖRUGUM MEÐ FJALLGÖNGUM BÍLAR ÓLAFUR STEINARS 10DÓMUR UM EINLEIK BRYNDÍSAR 39  Kaupás, sem meðal annars rek- ur versl- anir Krón- unnar og Nóatúns, getur ekki keypt þau svið úr sláturtíðinni í haust sem fyrirtækið telur sig þurfa. Inn- kaupastjóri telur það háalvarlegt að geta ekki fengið vöru sem niður- greidd er af ríkinu. »8 Kaupás fær ekki nóg af sviðum Eykur kostnaðinn » SI segja lækkun endur- greiðslu virðisaukaskatts vegna viðhalds hafa hækkað byggingarvísitöluna. » Samtökin óttast að svört at- vinnustarfsemi muni aukast vegna meiri álaga. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þrátt fyrir launaskrið og að raun- gengi krónu hafi ekki verið jafn hátt síðan 2008 er áfram útlit fyrir skort á nýjum íbúðum fyrir með- altekjufólk á Íslandi. Offramboð var af íbúðarhúsnæði eftir efnahagshrunið og telja Sam- tök iðnaðarins (SI) að sá lager hafi klárast síðla árs 2012. Skattalækkanir skila sér ekki Almar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri SI, segir samtökin áætla að skapast hafi uppsöfnuð þörf fyrir þúsundir íbúða, þá fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu. Nú séu fyrst og fremst byggðar stórar og dýrar íbúðir vegna hás lóðaverðs. Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir efnahags- batann ekki skila sér í framboði íbúða. „Það er ekki nóg framboð af íbúðum … sem venjulegt fólk vill, sem eru tiltölulega minni íbúðir. Nú í kjölfar kaupmáttarstyrkingar og leiðréttingarinnar – sem hefur eytt óvissu – ætti kaupgetan að öllu jöfnu að hafa aukist. Framboð hefur hins vegar ekki aukist að sama skapi,“ segir hann. Stjórn Búseta telur bygginga- vöruverslanir ekki skila skatta- lækkunum til neytenda og hefur því ákveðið að flytja inn bygging- arefni. Húsnæðisvandinn magnast enn frekar  SI segja uppsafnaða þörf fyrir þúsundir nýrra íbúða MEkki byggt fyrir venjulegt … »4  „Með smíði þessara nýju skipa viljum við sjá framþróun og þarna verður sannarlega um framþróun að ræða,“ segir Vilhjálmur Vil- hjálmsson, forstjóri HB Granda, um samning sem fyrirtækið hefur gert við Skagann og 3X. Í nýjum tog- urum HB Granda verða sjálfvirk flutningakerfi kara af vinnsludekki og mannlaust lestarkerfi. Vil- hjálmur segir að þar með falli út hættulegustu og erfiðustu störfin um borð, þ.e.a.s. vinna í lest. Skaginn og 3X hafa einnig unnið að íslausu kælikerfi um borð í tog- urum og unnið er að fleiri lausnum á sjó og landi. »14 Erfiðustu og hættu- legustu störfin hverfa Hafin er gerð nýs aðalskipulags fyrir Garðabæ. Þar verða allar gerðir af híbýlum, sambland af sér- býli og fjölbýli, en meginstefið er að vera með frekar lágreista byggð. Þetta segir Gunnar Einarsson bæj- arstjóri í viðtali í blaðinu í dag. Komið er við í Garðabæ annan dag- inn í röð í greinaflokknum Heim- sókn á höfuðborgarsvæðið. Meðal annars efnis er umfjöllun um úti- vistarsvæði Garðbæinga, starfsemi á Vífilsstöðum og Alþjóðaskólann. Þá kemur fram að fólk með háar tekjur er áberandi meðal íbúa bæj- arfélagsins. »18-19 Áfram lágreist byggð í Garðabæ Lífeyrissjóður- inn Gildi mun ekki taka þátt í fjármögnun Hagvaxtarsjóðs Íslands sem ætl- að er að fjár- festa í verk- efnum sem tengjast ýmsum innviðum samfélagsins. Að sögn forsvarsmanna Gildis leist þeim ekki á þær hugmyndir sem for- vígismenn Hagvaxtarsjóðsins báru á borð þegar hugmyndin að baki honum var kynnt á síðasta ári. Enn er beðið svara um hvort Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins taki þátt en Lífeyrissjóður verslunarmanna mun að öllum líkindum leggja sjóðnum til 4 milljarða króna. Ljóst er að sjóð- urinn verður ekki 30 milljarðar eins og að var stefnt heldur að minnsta kosti 10 milljörðum minni. »20 Óvissa er uppi um fjármögnun Hagvaxtarsjóðs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.