Morgunblaðið - 27.01.2015, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.01.2015, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015 ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA AF GARDÍNUEFNUM Á ÚTSÖLU OG ELDHÚSKÖPPUM Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri Sími 588 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 PÚÐAVER ÁTILBOÐI 2.000 KR . STYKKIÐ Borgið 2 fáið 3 Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Skógrækt ríkisins, Héraðs og Aust- urlandsskógar, Búnaðarfélag Fljóts- dalshrepps og Félag skógarbænda á Austurlandi hafa fest kaup á nýrri og öflugri vél til að kurla trjávið og hef- ur hún verið tekin í gagn á Hallorms- stað. Í fyrstu kurlun tók vélina ein- ungis hálftíma að fylla einn gám af kurli, verk sem áður tók þrjá klukku- tíma. Er því vélin um sex sinnum fljótari að kurla trjávið en sú gamla. Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað, segir á vefsíðu Skóg- ræktar ríkisins að nýi kurlarinn framleiði líka mun betra og jafnara kurl. Engir langir kvistir eða flísar séu lengur í kurlinu og því verði mun þægilegra að nota það, ekki síst í kyndistöð Skógarorku á Hallorms- stað, sem mun fá allt sitt kurl úr nýja kurlaranum. Kurlar marga trjáboli í einu Vélin er þýsk af gerðinni Heizo- mat Heizohack og kostar um 17 milljónir króna. Kurlarinn er fær um að vinna marga boli og trjágreinar í einu og hægt er að skipta um grind- ur eða síur í henni til að fá mismun- andi gróft kurl, en gamla vélin gat einungis tekið einn bol í einu, þannig að um er að ræða mikið hagræði. Þá er áfastur krani á kurlaranum og því þarf bara eina dráttarvél til að knýja allt saman, en áður voru tvær vélar, ein sem knúði kurlarann og önnur sem mataði hann trjábolum, þannig er nýja vélin sparsamari og vinnur hraðar. Þá er sjálfvirkur búnaður á nýja tækinu sem stýrir eftir þörfum orkunotkun vélarinnar. Bylting á næstu 7–10 árum Mikill framfarahugur er í mönn- um fyrir austan. Kristján Már Magnússon, skógverktaki á Austur- landi, hefur fest kaup á sérstökum trukk sem keyrir timbrið út úr skóg- inum fram að veg, þar sem flutn- ingabílar flytja timbrið burt. „Á trukknum er drif á öllum hjólum og trukkurinn er liðstýrður en hann getur borið 11 tonn,“ segir Kristján og bætir við að traktor með vagni, eins og venjulega er notast við, getur borið 6-7 tonn. Nýi trukkurinn fækk- ar því ferðum út úr skóginum og á mun auðveldara með að keyra í gegnum skóginn sem Kristján segir vera torfæran. „Á næstu 7-10 árum á eftir að verða bylting í þessum iðnaði. Veð- urfarið hefur farið batnandi og skóg- arnir vaxa vel. Eins og staðan er í dag er þetta alveg á mörkunum að þetta sé að velta yfir þann hjalla að hægt sé að hafa atvinnu við skóg- arhögg, en eftir svona 7-10 ár verður þetta allt annar heimur,“ segir Krist- ján. Ljósmynd/Kristján Már Magnússon Liðstýrður Nýi útkeyrslutrukkurinn er af gerðinni Gremo 1050f og ræður betur við tyrfinn aksturinn í skógum. Rífur boli og trjá- greinar á mettíma  Byltingu spáð í nýtingu trjáviðar á næstu 7-10 árum Ljósmynd/Pétur Halldórsson Betri Kurlarinn framleiðir betri og jafnari flísar, en kyndistöð Skógarorku á Hallormsstað mun fá allt sitt kurl úr nýja kurlaranum. Bandaríska netveitan Google afhenti bandarísku alríkislögreglunni FBI aðgang að tölvupóstum og öðrum gögnum þriggja blaðamanna upp- ljóstrunarvefjarins Wikileaks í sam- ræmi við niðurstöðu bandarísks dómara árið 2012. Blaðamennirnir þrír eru Kristinn Hrafnsson, Sarah Harrison og Jo- seph Farrel. Google skýrði þeim frá þessum aðgerðum í desember sl., tæpum þremur árum eftir að dóms- úrskurðurinn var kveðinn upp. Fram kemur á vef Wikileaks, að í dómsúrskurðunum komi fram í fyrsta skipti hvaða sakir bandarísks stjórnvöld séu að rannsaka á hendur Julian Assange, aðalritstjóra Wiki- leaks, og öðrum starfsmönnum vefj- arins. Um sé m.a. að ræða njósnir, samsæri um njósnastarfsemi, þjófn- að á eignum bandarískra stjórnvalda og tölvuglæpi. Krefjast skýringa „Lögfræðingur okkar í Bandaríkj- unum hefur þegar sent bréf til Go- ogle og krafist skýringa á því af hverju þeir spyrntu ekki við fótum og leituðu allra leiða til að upplýsa okkur um þessa aðgerð,“ segir Kristinn Hrafnsson. Segir Kristinn það bagalegt að Google hafi brugðist svona við og ekki leitað til dómstóla til þess að fá að upplýsa sína viðskiptavini um að þarna væri verið að brjóta á þeim. „Það gerði Twitter á sínum tíma. Þeir fengu slíka kröfu og átti allt að vera í fullri lengd og ekki mátti upp- lýsa fólk um það. Twitter sætti sig ekki við það og tók það mál fyrir dómstóla og vann málið. Þeir sem voru fórnarlömb þeirra aðgerða, eins og meðal annars Birgitta Jóns- dóttir, þingmaður Pírata, fengu upp- lýsingar um það.“ Kristinn segist hafa rætt þessi máli við stofnanda Wikileaks, Julian Assange, en hann dvelur nú í sendi- ráði Ekvador í Lundúnum. Í yfirlýs- ingu frá Assange, sem birtist á vef Wikileaks í gær, segir að Wikileaks hafi staðið af sér þær árásir, sem ríkisstjórn Baracks Obama hafi gert á vefinn fram að þessu og muni einn- ig standa af sér þessa árás. „Þetta er alveg galin árás á mig, mína kollega og samtökin sjálf,“ sagði Kristinn. „Við erum einfald- lega að sinna ákveðnu hlutverki inn- an þessa fjölmiðlaumhverfis. Við er- um hluti af því og viðurkennd af öllum.“ audura@mbl.is Afhenti gögn Wikileaks-fólks  Bandaríska alríkislögreglan fékk tölvupósta Kristins Hrafnssonar Sætir rannsókn Julian Assange, stofnandi og aðalritstjóri Wikileaks. Eimskip hefur ákveðið breytingar á siglingakerfi félagsins frá miðjum febrúar og að sameina svonefndar grænar og rauðar leiðir. Græna leið- in hefur þjónað flutningum á milli Íslands og Norður-Ameríku með viðkomu í Sortland í Noregi og hafa gámar með uppruna í Evrópu og Skandinavíu náð tengingu við grænu leiðina með umskipun í Reykjavík. Rauða leiðin hefur hins vegar þjónað siglingum á milli Íslands og Evrópu ásamt því að sinna strandsiglingum á Íslandi. Skv. upplýsingum félags- ins skapast við þetta grundvöllur fyrir aukinn áreiðanleika þjónust- unnar við flutninga á milli Evrópu og N-Ameríku. Sameinuð leið mun bera nafn grænu leiðarinnar og eftir sem áður munu þrjú gámaskip sinna þessari nýju leið. Munu þau sigla óslitið á milli Evrópu og Norður- Ameríku með viðkomu í að minnsta kosti þremur höfnum á Íslandi fyrir íslenska inn- og útflytjendur. Breytingar á siglingakerfi Kristinn Hrafnsson segir að með dómsúrskurðinum gegn Google og afhendingu gagnanna sé ráð- ist gegn blaðamönnum og hags- munum þeirra. „Mér finnst þetta vera stef í þessu ömurlega lagi sem maður heyrir oftar og oftar. Það er að segja hvernig menn ráðast gegn blaðamönnum og hagsmunum þeirra. Bandaríkin hafa löngum verið talið fyrirmyndarríki varð- andi frjálsa blaðamennsku, en síðasta áratug höfum við séð aðgerðir sem eru hreint skelfilegar. Þannig að blaðamenn eiga sér lítið skjól, sérstaklega þeir sem fjalla um öryggis- og varnarmál. Þetta er eitthvað sem er fullkomlega ólíðandi.“ Blaðamenn eiga lítið skjól AFHENDING GAGNA Kristinn Hrafnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.