Morgunblaðið - 27.01.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.01.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015 Ármúla 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn.is | www.gahusgogn.is GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki Karl Ásgeir Sigurgeirsson Hvammstanga Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur kynnt íbúum Miðfjarðar og Hrútafjarðar áform um hitaveitu- væðingu einstakra byggða í hér- aðinu. Í ár er áformað að tengja alls 35 íbúðar- og atvinnuhús og er áætl- aður kostnaður Hitaveitu Húna- þings vestra 240-250 milljónir kr. Áformað er að halda áfram næstu tvö árin. Ráðgert er að leggja ljós- leiðara og jafnvel raflögn með hita- veiturörunum. Í fyrsta áfanga yrði lögn um Mið- fjörð og byggðina norðan Reykja í Hrútafirði. Ráðgjafi um fram- kvæmdina er Bragi Þór Haraldsson frá Stoð ehf. á Sauðárkróki, en mik- il reynsla er komin af slíkum veitum í Skagafirði. Lögn um Miðfjörð mun koma frá borholum ofan Laugarbakka, vatns- hiti er þar nær 90 stig. Áformuð lagning er inn Austursíðu, allt að Barkarstöðum, og með þremur tengingum til bæja vestan Mið- fjarðarár. Lögn að Staðarbakka og þaðan á hálsabæina, Skarfshól og Búrfell. Önnur lögn að Brekkulæk og þaðan í Huppahlíð. Þriðja lögnin er að Laxahvammi, veiðihúsi Mið- fjarðarár. Alls eru þetta 30,7 km lagnir, 11,8 km í stálröri og 18,9 km í plastlögn. Einangruð stálrör eru í lögnum, þar sem hiti er yfir 70C° og verða þau grafin niður. Einangruð plaströrin verða plægð niður. Mesta hæð yfir sjó verður um 130m. Alls eru um 20 íbúðar- og at- vinnuhús á þessari leið. Jafnhliða vatnslögninni er ráð- gert að leggja ljósleiðara, sem myndi bæta netsamband bæjanna afar mikið. Einnig er unnið að því að fá Landsnet og Rarik til að leggja jarðstreng með lögninni, en um sveitina liggur einfasa loftlína, sem er komin til ára sinna. Frá Reykjum í Hrútafirði mun koma lögn til norðurs, allt að Bessa- stöðum á Heggstaðanesi og upp á Miðfjarðarháls, að Tjarnarkoti, Sveðjustöðum og Brúarholti. Lengd lagnar er um 18 km, þar af stállögn 3,6 km. Mesta hæð yfir sjó er um 115 m. Alls eru um 15 íbúðarhús á þessari leið. Gert er ráð fyrir að hiti í báðum lagnagreinum verði frá 85 til 50C° eftir fjarlægð frá jarð- hitasvæðum. Áætlaður verktími er frá maí til október á þessu ári. Kostar 2,2-2,5 milljónir á hús Áætlaður kostnaður við tengingu íbúðarhúsa er 2,2 til 2,5 milljónir króna og hafa þá húsráðendur nokkuð frjálsar hendur um nýtingu vatnsins, lagnir í útihús, heita potta, gróðurhús o.þ.h. Sumir húseig- endur þurfa að auki að leggja í verulegan kostnað, þar sem hús þeirra eru nú kynnt með rafmagns- þilofnun. Talið er að í meðalhúsi geti kostað um eina til eina og hálfa milljón að skipta yfir í vatnshita- kerfi. Í þeim tilfellum þarf trúlega að láta teikna upp nýtt lagnakerfi. Útreikningar benda til þess að hús- eigendur spari sér um 250 – 280 þúsund króna á ári með breytingu úr rafveitu í hitaveitu. Má því telja, að kostnaður við tengingu greiðist upp á um 10 ára tímabili, en líftími veitunnar er talinn allt að 50 ár. Sumum kann að þykja erfitt að fjár- magna verkefnið, en gert er ráð fyr- ir fullri greiðslu tengigjalds þegar veitan verði tengd við húsin og vatni hleypt á. Aflað leyfa hjá jarðeigendum Leitað verður til húseigenda á þessum veitusvæðum, hvort hús þeirra verði tengd, svo og leyfi fyrir að leggja lögnina um lönd þeirra. Sveitarstjórn hyggst halda átakinu áfram á næstu árum, með lögn í Víðidal og norðurhluta Miðfjarðar- sveitar að vestan. Innri hluti Hrúta- fjarðar mun bíða um sinn, þar sem bora þarf eftir auknu vatni við Reykjatanga. Hitaveita lögð um sveitir Húnaþings vestra  Lagt að 35 húsum í Hrútafirði og Miðfirði í ár og megin- hluta héraðsins á þremur árum  Sumir þurfa að skipta út þilofnum  Framkvæmdir taldar borga sig upp á 10 árum Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Hitaveituhús á Laugarbakka Hitaveita er komin á Hvammstanga og hluta sveitanna. Með nýju stórátaki fá íbúar margra sveita að njóta kosta hitaveitu. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúar á nokkrum bæjum í dreifbýl- inu á Vatnsleysuströnd eru í vand- ræðum vegna þess að neysluvatn er ekki drykkjarhæft. Afar dýrt er að bora nýjar holur og þó sérstaklega að leggja leiðslur. Einhverjir telja sig geta fengið betri þjónustu hjá Hafnarfjarðarbæ en Sveitarfélaginu Vogum og er hafin umræða um að óska eftir færslu sveitarfélaga- marka þannig að dreifbýlið færist undir Hafnarfjarðarbæ. „Ég vissi að vatnið í Brunn- astaðahverfinu er mengað, svo mengað að ekki er hægt að drekka það. Ég drakk það fyrir mistök og það hljóp á mig, ég fékk niðurgang. Sama gerðist þegar nýtt fólk kom á annan bæ fyrir ári, þau urðu veik,“ segir Virgill Scheving Einarsson sem á þrjár jarðir á Vatnsleysu- strönd og býr á Efri-Brunnastöð- um. Hann segist verða að kæla hita- veituvatn til neyslu eða sjóða borholuvatnið. Virgill fær vatn úr borholu ásamt þremur öðrum bæjum. Um tíu hús fá hins vegar vatn úr borholu sem sveitarfélagið á við gamla skólann. Skólahúsið var selt fyrir mörgum árum en sveitarfélagið hélt borhol- unni og hefur rekið hana síðan. „Mér mislíkar það að sveitarfélagið skaffar 60% aðila hér neysluvatn en neitar að hjálpa okkur með vatn,“ segir Virgill. Hann tekur raunar fram að vatnslind sveitarfélagsins þorni á sumrin og í raun þyrfti að leiða vatn um alla Ströndina. Einn húseigandi í hverfinu lét bora nýja neysluvatnsholu á eigin kostnað en Virgill segist ekki vita árangur þess. Hann segir ekki stór- mál að bora nýja holu. Aðalmálið sé að leggja vatnið heim á bæina. Alls- staðar sé klöpp undir og dýrt að grafa fyrir leiðslum. Engin beiðni borist „Mér finnst sveitarfélagið slakt að tengja okkur ekki við vatnsveitu Voganna. Það eru ekki nema tveir kílómetrar hér á milli. Þeir gætu farið í skurðinn með heita vatninu og hleypt okkur þannig inn á kerfið. Það er til mikils að vinna þegar 14- 15 bæir eru með lélegt eða ónothæft vatn,“ segir Virgill. Sveitarfélög eru ekki skuldbundin til að sjá íbúum dreifbýlis fyrir neysluvatni. Ásgeir Eiríksson, bæj- arstjóri í Vogum, kannast ekki við að komið hafi beiðni um að leggja vatnslögn úr Vogunum út á Vatns- leysuströnd. Slíka beiðni þyrfti að taka til skoðunar, ef hún kæmi, meðal annars að meta kostnað og skera úr um hver ætti að bera hann. Ásgeir segir að einu samskiptin séu við íbúa sem var að flytja í Brunnastaðahverfið fyrir ári. Fram hafi komið að vatnið væri ekki heilsusamlegt. Hann segist hafa lát- ið kanna hvort það væri tæknilega mögulegt að tengja þennan bæ við borholu sveitarfélagsins á svæðinu. Svarið við því hafi verið jákvætt. Jafnframt hafi komið fram að gróft áætlað gæti kostnaður orðið 2 til 2,5 milljónir króna. Þennan kostnað þurfi viðkomandi notandi að greiða. Til samanburðar má geta þess að tengigjald í þéttbýlinu er 130 þús- und krónur. Segir Ásgeir að bæj- arráð hafi falið sér að kanna málið nánar en íbúinn talið útilokað að hann gæti greitt svo mikinn kostnað við að tengjast vatnsveitu. Kanna áhuga á vistaskiptum „Við höfum talað saman nokkir íbúar og viljum slíta okkur frá Vog- unum og sameinast Hafnarfirði,“ segir Virgill og bætir því við að með vorinu sé áformað að kanna hug íbúanna með formlegri undirskrifta- söfnun. Hann telur að Hafnarfjarð- arbær myndi láta bora þar og setja upp vatnsveitu í Brunnastaðahverfi, einnig við Kálfatjörn og í sumar- húsahverfinu í Hvassahrauni. Bendir hann á að bæjarstjórnin hugsi bara um þéttbýlið í Vogunum en íbúarnir eigi margt semeiginlegt með höfuðborgarsvæðinu því fram- tíðarbyggingarland þess sé með ströndinni frekar en upp til heiða. Ásgeir bæjarstjóri bendir á að lögsögumörk sveitarfélaga séu ákvörðuð í lögum og telur frekar langsótt að ætla að þeim verði breytt. Ítrekar um leið að engin beiðni hafi borist um að sveitarfé- lagið leggi vatnslögn um Vatns- leysuströnd. Nokkrir með óheilsusamlegt vatn  Íbúar á Vatnsleysuströnd þurfa að greiða milljónir til að fá aðgang að borholu sveitarfélagsins  Vilja tengingu við vatnsveitu  Umræða hafin um að óska eftir vistaskiptum til Hafnarfjarðar Morgunblaðið/Einar Falur Vatnslítið á Vatnsleysuströnd Fólk á nokkrum bæjum þarf að nota hitaveituvatn sem neysluvatn eða sjóða vatn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.